Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Það er víðsýnt af Skálafelli. Hér er litið til höfuðborgarinnar. Vísir/GVA Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ vitnar Skipulagsstofnun í erindi frá Mannviti vegna verkefnisins. Auk þess sem fólk geti notið útsýnisins opnist möguleikar á gönguleiðum sem ekki séu aðgengilegar öllum í dag. „Þá mun kláfurinn einnig gegna hlutverki skíðalyftu á vetrum þegar nægur snjór er í fjallinu en þannig fengjust talsvert lengri skíðabrekkur en svæðið býður upp á í dag. Á toppi Skálafells er gert ráð fyrir móttöku ferðamanna auk veitingstaðar, samtengt toppstöð kláfsins,“ segir Skipulagsstofnun í bréfi sem fylgir erindi Mannvits til Reykjavíkurborgar. Þar er greint er frá áformunum og hvernig þau horfa við stofnuninni í skipulagslegu tilliti. Miðað við umfangið þurfi verkefnið að fara í mat á umhverfisáhrifum. Nánar segir um framkvæmdina að kláfurinn eigi að fara um tveggja kílómetra leið frá bílastæði upp á topp fjallsins. Fyrir það þurfi tólf möstur auk endamastra. Í umfjöllun sinni bendir Skipulagstofnun á svo virðist sem misstök hafi orðið við gerð aðalskipulags Reykjavíkur þannig að skíðasvæðið í Skálafelli sé skilgreint sem óbyggt svæði. Þá virðist sem mannvirki á toppi Skálafells eigi að vera innan marka Kjósarhrepps en ekki Reykjavíkur. „Væntanlega færi best á því að vinna nýtt heildstætt deiliskipulag sem tæki til beggja sveitarfélaganna, sem kæmi í stað gildandi deiliskipulags fyrir svæðið,“ segir stofnunin. Erindi Mannvits fyrir hönd eiganda Stardals var tekið fyrir hjá skipulagsstjóra Reykjavíkur í annað sinn 22. ágúst síðastliðinn. Búast má við að það verði síðan tekið fyrir á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs og að þá verði lögð fram umsögn frá verkefnisstjóra hjá borginni. Í erindi sínu gerir Haukur Einarsson hjá Mannviti sérstaklega að umtalsefni þau mistök sem Skipulagsstofnun segir að orðið hafi við aðalskipulagsgerðina. „Að mínu viti finnst mér vera íþyngjandi fyrir þá sem hyggja á uppsetningu kláfs að þurfa að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna mistaka sem kunna að hafa verið gerð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjósarhreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ vitnar Skipulagsstofnun í erindi frá Mannviti vegna verkefnisins. Auk þess sem fólk geti notið útsýnisins opnist möguleikar á gönguleiðum sem ekki séu aðgengilegar öllum í dag. „Þá mun kláfurinn einnig gegna hlutverki skíðalyftu á vetrum þegar nægur snjór er í fjallinu en þannig fengjust talsvert lengri skíðabrekkur en svæðið býður upp á í dag. Á toppi Skálafells er gert ráð fyrir móttöku ferðamanna auk veitingstaðar, samtengt toppstöð kláfsins,“ segir Skipulagsstofnun í bréfi sem fylgir erindi Mannvits til Reykjavíkurborgar. Þar er greint er frá áformunum og hvernig þau horfa við stofnuninni í skipulagslegu tilliti. Miðað við umfangið þurfi verkefnið að fara í mat á umhverfisáhrifum. Nánar segir um framkvæmdina að kláfurinn eigi að fara um tveggja kílómetra leið frá bílastæði upp á topp fjallsins. Fyrir það þurfi tólf möstur auk endamastra. Í umfjöllun sinni bendir Skipulagstofnun á svo virðist sem misstök hafi orðið við gerð aðalskipulags Reykjavíkur þannig að skíðasvæðið í Skálafelli sé skilgreint sem óbyggt svæði. Þá virðist sem mannvirki á toppi Skálafells eigi að vera innan marka Kjósarhrepps en ekki Reykjavíkur. „Væntanlega færi best á því að vinna nýtt heildstætt deiliskipulag sem tæki til beggja sveitarfélaganna, sem kæmi í stað gildandi deiliskipulags fyrir svæðið,“ segir stofnunin. Erindi Mannvits fyrir hönd eiganda Stardals var tekið fyrir hjá skipulagsstjóra Reykjavíkur í annað sinn 22. ágúst síðastliðinn. Búast má við að það verði síðan tekið fyrir á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs og að þá verði lögð fram umsögn frá verkefnisstjóra hjá borginni. Í erindi sínu gerir Haukur Einarsson hjá Mannviti sérstaklega að umtalsefni þau mistök sem Skipulagsstofnun segir að orðið hafi við aðalskipulagsgerðina. „Að mínu viti finnst mér vera íþyngjandi fyrir þá sem hyggja á uppsetningu kláfs að þurfa að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna mistaka sem kunna að hafa verið gerð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjósarhreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira