Kviknaði aftur í Agli eftir að komið var til hafnar Gissur Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2017 09:02 Báturinn er nokkuð illa farinn eftir eldinn. Mynd/Helgi Ragnarsson Hætta skapaðist þegar eldur kviknaði í ljósavélarrými dragnótabátsins Egils ÍS klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, þegar hann var staddur um fimm sjómílur út af mynni Dýrafjarðar. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og kallaði stjórnstöð gæslunnar þegar til nálægra skipa og báta um að halda á vettvang og veita aðstoð ef á þyrfti að halda. Þá voru sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar virkjaðar, sem sendu út björgunarbáta og skip. Nokkru síðar bárust þær upplýsingar frá bátnum, að fjögurra manna áhöfnin væri búin að loka vélarrýmið af og freistuðu þess að kæfa eldinn. Þá var búið að senda slökkviliðsmenn með fiskibáti frá Ísafirði og fóru þeir um borð. Auk þess var þyrla gæslunnar send vestur með þrjá slökkvililðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þegar ljóst var að slökkviliðsmenn væru komnir um borð var þyrlunni beint til Þingeyrar þar sem hún beið , ef á aðsotð þyrfti að halda. Skipverjum tókst að sigla Agli til hafnar á þingeyri fyrir eigin vélarafli, þangað sem komið var laust upp úr klukkan eitt í nótt. Hálftíma síðar var talið að endanlega væri búið að slökkva eldinn og héldu slökkviliðsmenn þá til síns heima og þyrlan fór aftur til Reykjavíkur. En á sjötta tímanum í morgun gaus hann aftur upp og voru slökkviliðsmenn frá Ísafirði sendir á vettvang, en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eldurinn núna logaði á sama stað og í nótt. Ekki er vitað hvað olli íkveikjunni í gærkvöldi, en Egill er 70 brúttótonna stálskip. Engan skipverja sakaði í baráttunni við eldinn í gærkvöldi og í nótt. Sjávarútvegur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hætta skapaðist þegar eldur kviknaði í ljósavélarrými dragnótabátsins Egils ÍS klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, þegar hann var staddur um fimm sjómílur út af mynni Dýrafjarðar. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og kallaði stjórnstöð gæslunnar þegar til nálægra skipa og báta um að halda á vettvang og veita aðstoð ef á þyrfti að halda. Þá voru sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar virkjaðar, sem sendu út björgunarbáta og skip. Nokkru síðar bárust þær upplýsingar frá bátnum, að fjögurra manna áhöfnin væri búin að loka vélarrýmið af og freistuðu þess að kæfa eldinn. Þá var búið að senda slökkviliðsmenn með fiskibáti frá Ísafirði og fóru þeir um borð. Auk þess var þyrla gæslunnar send vestur með þrjá slökkvililðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þegar ljóst var að slökkviliðsmenn væru komnir um borð var þyrlunni beint til Þingeyrar þar sem hún beið , ef á aðsotð þyrfti að halda. Skipverjum tókst að sigla Agli til hafnar á þingeyri fyrir eigin vélarafli, þangað sem komið var laust upp úr klukkan eitt í nótt. Hálftíma síðar var talið að endanlega væri búið að slökkva eldinn og héldu slökkviliðsmenn þá til síns heima og þyrlan fór aftur til Reykjavíkur. En á sjötta tímanum í morgun gaus hann aftur upp og voru slökkviliðsmenn frá Ísafirði sendir á vettvang, en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eldurinn núna logaði á sama stað og í nótt. Ekki er vitað hvað olli íkveikjunni í gærkvöldi, en Egill er 70 brúttótonna stálskip. Engan skipverja sakaði í baráttunni við eldinn í gærkvöldi og í nótt.
Sjávarútvegur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira