Tungumálið togar mig heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 09:15 „Fyrir utan allt annað þá eru það forréttindi fyrir mig að fá verðlaun sem afhent eru á fínasta skáldskaparbæ á landinu, sjálfu Reykholti," sagði Steinunn meðal annars í ræðu sinni. Það er mér sérstakur heiður og innileg ánægja að veita viðtöku þessum fínu, sjaldgæfu ljóðaverðlaunum sem kennd eru við Guðmund Böðvarsson, uppáhaldsskáld – ljúfling og bónda. Takk fyrir mig, af öllu afli,“ sagði Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur á samkomu í Reykholti í Borgarfirði sem bar upp á afmælið hennar síðasta laugardag. Fyrst fór hún með ljóðið Kyssti mig sól eftir Guðmund, hélt tölu um tengsl skálda við sveitina og fór með tvö ný ljóð úr eigin smiðju. Samkoman var haldin í tilefni af úthlutun verðlauna úr minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar, skálds á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur, konu hans sem veitt er úr annað til þriðja hvert ár. Steinunn fékk ljóðaverðlaunin og fiðlusveitin Slitnir strengir hlaut menningarverðlaunin. „Athöfnin öll var dásamleg og verðlaunin rausnarleg. Hún Steinunn Jóhannesdóttur rithöfundur, sem situr í dómnefnd, flutti fyrirlestur um mig og verk mín og gerði það af alúð og innlifun. Sveitin Slitnir strengir, sem hlautmenningarverðlaunin, spilaði tvo írska ræla mér til heiðurs af því ég lærði í Dublin! Svo voru þjóðlegar veitingar,“ segir Steinunn ánægð að viðburðinum loknum. Guðmundur Böðvarsson lést 1974. Fyrst var veitt úr minningarsjóði hans og konu hans árið 1994 og þetta var 10. úthlutun. Steinunn segist hafa átt hamingjudaga á Kirkjubóli meðan þar var rithöfundaból og saman tvinnuðust skriftir og skemmtilegar stundir með fjölskyldunni á bænum. Ekki ryðgar Steinunn í tungumálinu þó hún dvelji löngum stundum í Frakklandi. „Ég bý nú með tónskáldinu mínu, honum Þorsteini og svo les ég alltaf mikið á íslensku. En stundum finn ég fyrir því að mig langar að tala meira á íslensku og það sem togar í mig heim er ekki síst tungumálið.“ Hún hefur áhyggjur af lestrargetu íslenskra barna og því að þegar hún skoði smart heimili á Íslandi á netinu sjáist þar aldrei bók. „Eitt af því sem er aðlaðandi við Frakkland er að þar er bóklestur í tísku,“ segir hún og telur auðvelt að hlúa að íslenskri bókaútgáfu með því að afnema virðisaukaskatt og styðja betur við starf bókasafna. „En það sem er vel gert hér á landi eru starfslaunasjóðir listamanna. Án þeirra væri ég fyrir löngu farin út í blómaskreytingar.“ Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það er mér sérstakur heiður og innileg ánægja að veita viðtöku þessum fínu, sjaldgæfu ljóðaverðlaunum sem kennd eru við Guðmund Böðvarsson, uppáhaldsskáld – ljúfling og bónda. Takk fyrir mig, af öllu afli,“ sagði Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur á samkomu í Reykholti í Borgarfirði sem bar upp á afmælið hennar síðasta laugardag. Fyrst fór hún með ljóðið Kyssti mig sól eftir Guðmund, hélt tölu um tengsl skálda við sveitina og fór með tvö ný ljóð úr eigin smiðju. Samkoman var haldin í tilefni af úthlutun verðlauna úr minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar, skálds á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur, konu hans sem veitt er úr annað til þriðja hvert ár. Steinunn fékk ljóðaverðlaunin og fiðlusveitin Slitnir strengir hlaut menningarverðlaunin. „Athöfnin öll var dásamleg og verðlaunin rausnarleg. Hún Steinunn Jóhannesdóttur rithöfundur, sem situr í dómnefnd, flutti fyrirlestur um mig og verk mín og gerði það af alúð og innlifun. Sveitin Slitnir strengir, sem hlautmenningarverðlaunin, spilaði tvo írska ræla mér til heiðurs af því ég lærði í Dublin! Svo voru þjóðlegar veitingar,“ segir Steinunn ánægð að viðburðinum loknum. Guðmundur Böðvarsson lést 1974. Fyrst var veitt úr minningarsjóði hans og konu hans árið 1994 og þetta var 10. úthlutun. Steinunn segist hafa átt hamingjudaga á Kirkjubóli meðan þar var rithöfundaból og saman tvinnuðust skriftir og skemmtilegar stundir með fjölskyldunni á bænum. Ekki ryðgar Steinunn í tungumálinu þó hún dvelji löngum stundum í Frakklandi. „Ég bý nú með tónskáldinu mínu, honum Þorsteini og svo les ég alltaf mikið á íslensku. En stundum finn ég fyrir því að mig langar að tala meira á íslensku og það sem togar í mig heim er ekki síst tungumálið.“ Hún hefur áhyggjur af lestrargetu íslenskra barna og því að þegar hún skoði smart heimili á Íslandi á netinu sjáist þar aldrei bók. „Eitt af því sem er aðlaðandi við Frakkland er að þar er bóklestur í tísku,“ segir hún og telur auðvelt að hlúa að íslenskri bókaútgáfu með því að afnema virðisaukaskatt og styðja betur við starf bókasafna. „En það sem er vel gert hér á landi eru starfslaunasjóðir listamanna. Án þeirra væri ég fyrir löngu farin út í blómaskreytingar.“
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira