Harður ofurnjósnari í ljóskuleik Tómas Valgeirsson skrifar 10. ágúst 2017 10:15 Charlize Theron sannaði það með brjáluðum tilþrifum í Mad Max: Fury Road hversu óendanlega svöl hún getur verið og undirstrikar það enn frekar í Atomic Blonde. Kvikmyndir Atomic Blonde Leikstjóri: David Leitch Framleiðendur: Beth Kono, A.J. Dix, Charlize Theron Handrit: Kurt Johnstad Kvikmyndataka: Jonathan Sela Klipping: Elísabet Ronaldsdóttir Aðalhlutverk: Charlize Theron, James McAvoy, Toby Jones Atomic Blonde er fjarri því að vera innihaldslaus mynd, en það er ótvírætt að stíllinn sé í algerum forgangi. Þetta væri þó meira vandamál ef stíllinn væri ekki svona poppaður og lokkandi. Myndin er byggð á myndasögunni The Coldest City og sameinar frásagnarstíl gamaldags njósnaþrillera (í líkingu við þessa sem John LeCarré er þekktur fyrir) og harðsoðnari hasarveislur á borð við John Wick myndirnar, þar sem slagsmálasenur líkjast meira stílfærðum og ágengum dansi (segjum „ofbeldisballett“) frekar en linnulausum pyntingarathöfnum. Annars er skemmst að segja frá því að myndin er mátulega hörð – án þess að fara yfir strikið og áhorfandanum er leyft að finna fyrir hverju höggi þegar söguhetjan er komin í gírinn. Sögusviðið er Berlín undir lok níunda áratugarins rétt áður en múrinn féll og samfélagsleg uppþot tímabilsins við það að ná hámarki. Charlize Theron leikur Lorraine Broughton, einn af toppútsendurum bresku leyniþjónustunnar, sem beitir kynþokka sínum og gáfum til að halda sér á floti í óútreiknanlegum heimi njósnara á dögum kalda stríðsins. Lorraine er send til að hafa uppi á mikilvægum lista yfir gagnnjósnara, en í Berlín mætir hún sérvitrum stöðvarstjóra að nafni David Percival (leikinn af háfleygum James McAvoy). Fljótlega verður ljóst að fleiri en einungis David hafa eitthvað að fela og Lorraine getur fáum treyst nema sjálfri sér þegar andstæðingar skjóta reglulega upp kollinum í leit að listanum eftirsótta. Leikstjórinn og áhættuleikarinn fyrrverandi David Leitch er enginn nýliði þegar kemur að hasar. Leitch var annar leikstjóri fyrri John Wick myndarinnar og finnur hér fjölbreyttar leiðir til þess að útfæra eftirminnileg slagsmál eða eltingarleiki sem þræðast í kringum svikamyllurnar og í senn framkvæmir hann með teymi sínu hina ótrúlegustu hluti fyrir varla þriðjung af fjármagninu sem fer venjulega í stærri Hollywood-spennumyndir. Elísabet Ronaldsdóttir sér meistaralega um að koma bröttu og fjörugu rennsli á heildina og gefa framvindunni aukinn púls ásamt eldfjörugu tónlistarvali þar sem „eitís fílingnum“ er dælt beint í æð – þó segjast verði að Cat People-lagið frá David Bowie verði aldrei betur nýtt heldur en í Inglourious Basterds, en bæði sú mynd og Atomic Blonde eiga það sameiginlegt að skarta þýska leikaranum Til Schweiger, merkilegt nokk. Kvikmyndatökumaðurinn Jonathan Sela leikur sér síðan að lýsingu og neonlitum af miklu afli og rammar inn tímabil myndarinnar á ferskan hátt en skapar sömuleiðis eiturharða stemningu þegar þriðji hver rammi er eins og ofurstílfært listaverk. Það er mikil dýnamík í tökustílnum, sem best nýtur sín í hreint magnaðri „óslitinni“ töku þar sem farið er frá slagsmálum í stigagangi til gatna Berlínar í sömu senu. En markviss leikstjórnin og slípað útlit myndarinnar er eintóm skreyting til samanburðar við þá rafmögnuðu geislun sem Charlize Theron gefur frá sér. Theron sannaði það með brjáluðum tilþrifum í Mad Max: Fury Road hversu ótakmarkað svöl hún getur verið og undirstrikar þetta enn frekar í Atomic Blonde. Persónuprófíllinn hjá keðjureykjandi glókollinum Lorraine er mikil ráðgáta en nærvera hennar og marglaga sjarmi skilar sér í gegnum bugaðan en bráðgáfaðan karakterinn. Myndin verður reyndar eilítið ruglingsleg á köflum og gefst lítill tími til að kynnast Lorraine formlega þegar svikamyllurnar hlaðast upp. Við fáum aftur á móti að sjá berskjaldaðri hliðar hennar (í andlegum og bókstaflegum skilningi) og mestmegnis þá í senum með Sofiu Boutella. Í smærri hlutverkum ná menn eins og John Goodman, Toby Jones, Eddie Marsan, Jóhannes Haukur og fleiri að gera meira en gott úr sínum takmarkaða tíma. James McAvoy virðist þó vera staðráðinn í því að stela senunni, enda í rjúkandi gír og óhræddur við ofleikinn, nánast eins og hann sé enn fastur í kvikmyndinni Split, en Boutella bragðbætir myndina með smá sakleysi og nauðsynlegri blíðu í sínu hlutverki. Í hasarmyndum er venjan annars sú að hetjurnar standa upp óskaddaðar eftir hvern bardaga og ganga úr þeim eins og ekkert hafi í skorist. Þessi hefð er látin eiga sig í þessari mynd, þar sem allir eru reglulega sýndir örþreyttir og bugaðir eftir hina hörðustu slagi, sem sýnir að hver bardagi hefur miklar afleiðingar í för með sér. Atomic Blonde kemst ekki alveg upp á stall John Wick myndanna en hún á alveg erindi í sambærilegan gæðahóp og inniheldur nokkur hasaratriði sem eru klárlega með þeim tilkomumeiri sem eiga eftir að sjást á þessu ári. Myndin er ekki gerð til þess að vinna nein stórverðlaun en hún er meira en verðugur og hressilega yfirdrifinn stílgrautur sem ætti að halda óslitinni athygli flestra sem vita hverju skal eiga von á.Niðurstaða: Efniviðurinn er stundum óþarflega þvældur en úrvinnslan er fersk, stílfærð, hörð, lífleg og töffaraskapurinn geislar svoleiðis af aðalleikkonunni frá byrjun til enda. Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Kvikmyndir Atomic Blonde Leikstjóri: David Leitch Framleiðendur: Beth Kono, A.J. Dix, Charlize Theron Handrit: Kurt Johnstad Kvikmyndataka: Jonathan Sela Klipping: Elísabet Ronaldsdóttir Aðalhlutverk: Charlize Theron, James McAvoy, Toby Jones Atomic Blonde er fjarri því að vera innihaldslaus mynd, en það er ótvírætt að stíllinn sé í algerum forgangi. Þetta væri þó meira vandamál ef stíllinn væri ekki svona poppaður og lokkandi. Myndin er byggð á myndasögunni The Coldest City og sameinar frásagnarstíl gamaldags njósnaþrillera (í líkingu við þessa sem John LeCarré er þekktur fyrir) og harðsoðnari hasarveislur á borð við John Wick myndirnar, þar sem slagsmálasenur líkjast meira stílfærðum og ágengum dansi (segjum „ofbeldisballett“) frekar en linnulausum pyntingarathöfnum. Annars er skemmst að segja frá því að myndin er mátulega hörð – án þess að fara yfir strikið og áhorfandanum er leyft að finna fyrir hverju höggi þegar söguhetjan er komin í gírinn. Sögusviðið er Berlín undir lok níunda áratugarins rétt áður en múrinn féll og samfélagsleg uppþot tímabilsins við það að ná hámarki. Charlize Theron leikur Lorraine Broughton, einn af toppútsendurum bresku leyniþjónustunnar, sem beitir kynþokka sínum og gáfum til að halda sér á floti í óútreiknanlegum heimi njósnara á dögum kalda stríðsins. Lorraine er send til að hafa uppi á mikilvægum lista yfir gagnnjósnara, en í Berlín mætir hún sérvitrum stöðvarstjóra að nafni David Percival (leikinn af háfleygum James McAvoy). Fljótlega verður ljóst að fleiri en einungis David hafa eitthvað að fela og Lorraine getur fáum treyst nema sjálfri sér þegar andstæðingar skjóta reglulega upp kollinum í leit að listanum eftirsótta. Leikstjórinn og áhættuleikarinn fyrrverandi David Leitch er enginn nýliði þegar kemur að hasar. Leitch var annar leikstjóri fyrri John Wick myndarinnar og finnur hér fjölbreyttar leiðir til þess að útfæra eftirminnileg slagsmál eða eltingarleiki sem þræðast í kringum svikamyllurnar og í senn framkvæmir hann með teymi sínu hina ótrúlegustu hluti fyrir varla þriðjung af fjármagninu sem fer venjulega í stærri Hollywood-spennumyndir. Elísabet Ronaldsdóttir sér meistaralega um að koma bröttu og fjörugu rennsli á heildina og gefa framvindunni aukinn púls ásamt eldfjörugu tónlistarvali þar sem „eitís fílingnum“ er dælt beint í æð – þó segjast verði að Cat People-lagið frá David Bowie verði aldrei betur nýtt heldur en í Inglourious Basterds, en bæði sú mynd og Atomic Blonde eiga það sameiginlegt að skarta þýska leikaranum Til Schweiger, merkilegt nokk. Kvikmyndatökumaðurinn Jonathan Sela leikur sér síðan að lýsingu og neonlitum af miklu afli og rammar inn tímabil myndarinnar á ferskan hátt en skapar sömuleiðis eiturharða stemningu þegar þriðji hver rammi er eins og ofurstílfært listaverk. Það er mikil dýnamík í tökustílnum, sem best nýtur sín í hreint magnaðri „óslitinni“ töku þar sem farið er frá slagsmálum í stigagangi til gatna Berlínar í sömu senu. En markviss leikstjórnin og slípað útlit myndarinnar er eintóm skreyting til samanburðar við þá rafmögnuðu geislun sem Charlize Theron gefur frá sér. Theron sannaði það með brjáluðum tilþrifum í Mad Max: Fury Road hversu ótakmarkað svöl hún getur verið og undirstrikar þetta enn frekar í Atomic Blonde. Persónuprófíllinn hjá keðjureykjandi glókollinum Lorraine er mikil ráðgáta en nærvera hennar og marglaga sjarmi skilar sér í gegnum bugaðan en bráðgáfaðan karakterinn. Myndin verður reyndar eilítið ruglingsleg á köflum og gefst lítill tími til að kynnast Lorraine formlega þegar svikamyllurnar hlaðast upp. Við fáum aftur á móti að sjá berskjaldaðri hliðar hennar (í andlegum og bókstaflegum skilningi) og mestmegnis þá í senum með Sofiu Boutella. Í smærri hlutverkum ná menn eins og John Goodman, Toby Jones, Eddie Marsan, Jóhannes Haukur og fleiri að gera meira en gott úr sínum takmarkaða tíma. James McAvoy virðist þó vera staðráðinn í því að stela senunni, enda í rjúkandi gír og óhræddur við ofleikinn, nánast eins og hann sé enn fastur í kvikmyndinni Split, en Boutella bragðbætir myndina með smá sakleysi og nauðsynlegri blíðu í sínu hlutverki. Í hasarmyndum er venjan annars sú að hetjurnar standa upp óskaddaðar eftir hvern bardaga og ganga úr þeim eins og ekkert hafi í skorist. Þessi hefð er látin eiga sig í þessari mynd, þar sem allir eru reglulega sýndir örþreyttir og bugaðir eftir hina hörðustu slagi, sem sýnir að hver bardagi hefur miklar afleiðingar í för með sér. Atomic Blonde kemst ekki alveg upp á stall John Wick myndanna en hún á alveg erindi í sambærilegan gæðahóp og inniheldur nokkur hasaratriði sem eru klárlega með þeim tilkomumeiri sem eiga eftir að sjást á þessu ári. Myndin er ekki gerð til þess að vinna nein stórverðlaun en hún er meira en verðugur og hressilega yfirdrifinn stílgrautur sem ætti að halda óslitinni athygli flestra sem vita hverju skal eiga von á.Niðurstaða: Efniviðurinn er stundum óþarflega þvældur en úrvinnslan er fersk, stílfærð, hörð, lífleg og töffaraskapurinn geislar svoleiðis af aðalleikkonunni frá byrjun til enda.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira