Hanna greindist 41 árs með Parkinson: „Ég læt ekkert stöðva mig“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 10:00 Hanna Vilhjálmsdóttir var greind með Parkinsonsjúkdóminn fyrir tveimur árum Úr einkasafni Hanna Vilhjálmsdóttir var aðeins 41 árs gömul þegar hún var greind með Parkinsonsjúkdóminn. Hún lætur ekkert stöðva sig og hleypur til styrktar Parkinsonsamtakanna í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi, tveimur árum eftir greiningu. Hanna, sem er tveggja barna móðir, stundar köfun og tekur þátt í björgunarstörfum hjá Landsbjörgu. Hanna var greind með Parkinsonsjúkdóminn í ágúst árið 2015. Læknar sem fóru yfir hennar sjúkrasögu telja að hún hafi verið með einkenni sjúkdómsins í fjögur ár án þess að átta sig á ástæðunni. „Eftir því sem ég best veit er þetta ekki mjög algengt, eitthvað í kringum 10 prósent greinast svona ungir,“ segir Hanna í samtali við Vísi. „Sjúkdómurinn var farinn að hafa mikil áhrif á mitt daglega líf áður en ég greinist, mína hreyfigetu og líkamlega heilsu. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta væri Parkinson, ég hélt að þetta væri tengt klemmdri taug í baki. Mig grunaði aldrei að ég væri með þennan sjúkdóm.“ Eftir greininguna komst Hanna fljótt inn í gott teymi á Landsspítalanum og tókst að draga mikið úr hennar einkennum með aðstoð lyfjagjafar. „Lyfin hafa breytt heilmiklu fyrir mig. Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig þar sem á þessum tíma var það augljóst að ég væri með þennan sjúkdóm, frá því að ég leita á Landspítalann liðu tvær vikur þangað til ég var komin með greiningu.“Hanna við Köfun.Hanna VilhjálmsdóttirLífið heldur áframHanna er mjög spennt fyrir því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en hún hleypur þar þrjá kílómetra. Á síðasta ári tók Hanna líka þátt og hljóp með dóttur sinni og safnaði þá einnig áheitum fyrir Parkinsonsamtökin.Mér fannst þetta alveg frábært. Maður er að leggja sitt af mörkum og að sýna að það er hægt að taka þátt í lífinu þó að maður greinist með þennan sjúkdóm. Lífið heldur áfram. Hanna segir að Parkinsonsamtökin vinni mjög gott starf og séu mikilvægt stuðningsnet fyrir þá sem eru greindir með sjúkdóminn. Þau vita miklu meira en maður sjálfur þegar maður greinist. „Ég vildi láta gott af mér leiða og gefa til baka fyrir allt sem var gert fyrir mig. Samtökin styðja svo vel við bakið á okkur sem erum með þennan sjúkdóm og einnig aðstandendur. Ég er í svokölluðum unglingahóp sem samtökin stofnuðu fyrir okkur sem erum í yngri kantinum og það hefur eflt okkur í að lifa með þessum sjúkdómi.“Nýtur þess að vera í sjónumSkömmu áður en Hanna fékk greininguna byrjaði hún að stunda köfun og er hún virkur félagi í Sportkafarafélagi Íslands í dag. „Ég var fertug þegar ég byrjaði. Ég er núna bæði í fríköfun og sportköfun og nýt þess að vera í sjónum.“ Í sportköfun er kafað með súrefnistank og annan búnað. Í fríköfun er kafað án nokkurs búnaðar og aðeins kafað í stuttan tíma í einu. „Þú æfir þannig andardrátt og slökun en ert aldrei niðri í nema eina til eina og hálfa mínútu, það fer eftir því í hversu góðu formi maður er,“ útskýrir Hanna. Hún var áður mikil útivistarkona og hefur verið í björgunarsveit Landsbjargar í rúm sex ár og er núna í svæðisstjórn. Hanna er með réttindi sem leitar- og björgunarkafari. „Daglegu áhrif sjúkdómsins eru þau að þó ég geti lifað sem eðlilegustu lífi þá þreytist ég fyrr og ákveðnar takmarkanir sem ég þarf að setja mér með heilsuna til hliðsjónar. Ég er samt kafari og er í björgunarsveit, svo finnst mér líka gaman að ferðast. Ég læt þennan sjúkdóm ekki stjórna mínu lífi en hann hefur samt áhrif á mitt líf.“ Hanna segir að sjúkdómsgreiningin hafi breytt hennar viðhorfi til lífsins. „Ég lifi lífinu en ég fresta engu. Ég geri það sem mig langar því að maður veit aldrei hvað gerist á morgun eða eftir ár. Þessi sjúkdómur er einstaklingsbundinn og því veit ég ekki hvernig ég verð eftir 10 ár, kannski verð ég alveg eins en kannski verð ég mun verri. Ég nýt því lífsins bara.“Hér má finna áheitasíðu Hönnu. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira
Hanna Vilhjálmsdóttir var aðeins 41 árs gömul þegar hún var greind með Parkinsonsjúkdóminn. Hún lætur ekkert stöðva sig og hleypur til styrktar Parkinsonsamtakanna í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi, tveimur árum eftir greiningu. Hanna, sem er tveggja barna móðir, stundar köfun og tekur þátt í björgunarstörfum hjá Landsbjörgu. Hanna var greind með Parkinsonsjúkdóminn í ágúst árið 2015. Læknar sem fóru yfir hennar sjúkrasögu telja að hún hafi verið með einkenni sjúkdómsins í fjögur ár án þess að átta sig á ástæðunni. „Eftir því sem ég best veit er þetta ekki mjög algengt, eitthvað í kringum 10 prósent greinast svona ungir,“ segir Hanna í samtali við Vísi. „Sjúkdómurinn var farinn að hafa mikil áhrif á mitt daglega líf áður en ég greinist, mína hreyfigetu og líkamlega heilsu. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta væri Parkinson, ég hélt að þetta væri tengt klemmdri taug í baki. Mig grunaði aldrei að ég væri með þennan sjúkdóm.“ Eftir greininguna komst Hanna fljótt inn í gott teymi á Landsspítalanum og tókst að draga mikið úr hennar einkennum með aðstoð lyfjagjafar. „Lyfin hafa breytt heilmiklu fyrir mig. Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig þar sem á þessum tíma var það augljóst að ég væri með þennan sjúkdóm, frá því að ég leita á Landspítalann liðu tvær vikur þangað til ég var komin með greiningu.“Hanna við Köfun.Hanna VilhjálmsdóttirLífið heldur áframHanna er mjög spennt fyrir því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en hún hleypur þar þrjá kílómetra. Á síðasta ári tók Hanna líka þátt og hljóp með dóttur sinni og safnaði þá einnig áheitum fyrir Parkinsonsamtökin.Mér fannst þetta alveg frábært. Maður er að leggja sitt af mörkum og að sýna að það er hægt að taka þátt í lífinu þó að maður greinist með þennan sjúkdóm. Lífið heldur áfram. Hanna segir að Parkinsonsamtökin vinni mjög gott starf og séu mikilvægt stuðningsnet fyrir þá sem eru greindir með sjúkdóminn. Þau vita miklu meira en maður sjálfur þegar maður greinist. „Ég vildi láta gott af mér leiða og gefa til baka fyrir allt sem var gert fyrir mig. Samtökin styðja svo vel við bakið á okkur sem erum með þennan sjúkdóm og einnig aðstandendur. Ég er í svokölluðum unglingahóp sem samtökin stofnuðu fyrir okkur sem erum í yngri kantinum og það hefur eflt okkur í að lifa með þessum sjúkdómi.“Nýtur þess að vera í sjónumSkömmu áður en Hanna fékk greininguna byrjaði hún að stunda köfun og er hún virkur félagi í Sportkafarafélagi Íslands í dag. „Ég var fertug þegar ég byrjaði. Ég er núna bæði í fríköfun og sportköfun og nýt þess að vera í sjónum.“ Í sportköfun er kafað með súrefnistank og annan búnað. Í fríköfun er kafað án nokkurs búnaðar og aðeins kafað í stuttan tíma í einu. „Þú æfir þannig andardrátt og slökun en ert aldrei niðri í nema eina til eina og hálfa mínútu, það fer eftir því í hversu góðu formi maður er,“ útskýrir Hanna. Hún var áður mikil útivistarkona og hefur verið í björgunarsveit Landsbjargar í rúm sex ár og er núna í svæðisstjórn. Hanna er með réttindi sem leitar- og björgunarkafari. „Daglegu áhrif sjúkdómsins eru þau að þó ég geti lifað sem eðlilegustu lífi þá þreytist ég fyrr og ákveðnar takmarkanir sem ég þarf að setja mér með heilsuna til hliðsjónar. Ég er samt kafari og er í björgunarsveit, svo finnst mér líka gaman að ferðast. Ég læt þennan sjúkdóm ekki stjórna mínu lífi en hann hefur samt áhrif á mitt líf.“ Hanna segir að sjúkdómsgreiningin hafi breytt hennar viðhorfi til lífsins. „Ég lifi lífinu en ég fresta engu. Ég geri það sem mig langar því að maður veit aldrei hvað gerist á morgun eða eftir ár. Þessi sjúkdómur er einstaklingsbundinn og því veit ég ekki hvernig ég verð eftir 10 ár, kannski verð ég alveg eins en kannski verð ég mun verri. Ég nýt því lífsins bara.“Hér má finna áheitasíðu Hönnu.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Sjá meira