Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 10:36 Fólk þurfti að klæðast hlífðarbúnaði í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í nótt enda nóróveirusýkingin bráðsmitandi. Vísir/JKJ Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni á Suðurlandi í nótt eftir að 175 skátar veiktust hastarlega á Úlfljótsvatni. Þó svo að enn sé beðið niðurstaðna rannsókna á sýnum sem tekin voru á vettvangi í gærkvöldi telur Haraldur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða - eins og heimildir Vísis hermdu í nótt. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikindaÞegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almenna áhyggur af ástandinu. Þó of snemmt sé að segja til um hvernig sýkingin bar að vísar Haraldur til tilfellis, sem svipaði til nóróveirusýkingar, á Úlfljótsvatni fyrir um tveimur sólarhringum. Hann útilokar ekki að upptökin megi rekja til þessa en vill ekki fullyrða um það á þessari stundu. Sjá einnig: Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra dagaEins og Vísir greindi frá í morgun fóru þrír veikir skátar af sjálfsdáðum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands upp úr miðnætti. Aðspurður um hvort skátarnir kunni að hafa skapað hættu með því að bera jafn smitandi sjúkdóm inn á heilbrigðsstofnun þar sem fyrir kunna að vera sjúklingar segir Haraldur að svo þurfi ekki að vera - nema þá helst ef þeir hafi kastað upp innanhúss. Honum hafi ekki borist neinar slíkar fregnir til eyrna og vonar að skátarnir þrír hafi fengið góða þjónustu án þess að smita neitt út frá sér. Af samtölum Haraldar við lækna á Suðurlandi í dag eru horfurnar taldar góðar og ástandið sagt vera að færast til betri vegar. Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir að skátarnir hafa tekið þá ákvörðun að loka útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni fram yfir helgi á meðan beðið er eftir niðurstöðu fyrstu sýna. Þeim skátum sem ætluðu að dvelja þar um helgina verður komið fyrir í Hraunbyrgi í Hafnarfirði kjósa þeir að þiggja það boð. Væntanlega verður ráðist í sótthreinsunarstarfssemi í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Úlfljótsvatni á næstu dögum. Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni á Suðurlandi í nótt eftir að 175 skátar veiktust hastarlega á Úlfljótsvatni. Þó svo að enn sé beðið niðurstaðna rannsókna á sýnum sem tekin voru á vettvangi í gærkvöldi telur Haraldur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða - eins og heimildir Vísis hermdu í nótt. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikindaÞegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almenna áhyggur af ástandinu. Þó of snemmt sé að segja til um hvernig sýkingin bar að vísar Haraldur til tilfellis, sem svipaði til nóróveirusýkingar, á Úlfljótsvatni fyrir um tveimur sólarhringum. Hann útilokar ekki að upptökin megi rekja til þessa en vill ekki fullyrða um það á þessari stundu. Sjá einnig: Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra dagaEins og Vísir greindi frá í morgun fóru þrír veikir skátar af sjálfsdáðum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands upp úr miðnætti. Aðspurður um hvort skátarnir kunni að hafa skapað hættu með því að bera jafn smitandi sjúkdóm inn á heilbrigðsstofnun þar sem fyrir kunna að vera sjúklingar segir Haraldur að svo þurfi ekki að vera - nema þá helst ef þeir hafi kastað upp innanhúss. Honum hafi ekki borist neinar slíkar fregnir til eyrna og vonar að skátarnir þrír hafi fengið góða þjónustu án þess að smita neitt út frá sér. Af samtölum Haraldar við lækna á Suðurlandi í dag eru horfurnar taldar góðar og ástandið sagt vera að færast til betri vegar. Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir að skátarnir hafa tekið þá ákvörðun að loka útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni fram yfir helgi á meðan beðið er eftir niðurstöðu fyrstu sýna. Þeim skátum sem ætluðu að dvelja þar um helgina verður komið fyrir í Hraunbyrgi í Hafnarfirði kjósa þeir að þiggja það boð. Væntanlega verður ráðist í sótthreinsunarstarfssemi í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Úlfljótsvatni á næstu dögum.
Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29