Þessi tónlist valdi mig en ekki ég hana Magnús Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2017 12:00 Svanur Vilbergsson, gítarleikari ætlar að taka við keflinu á tónleikaröðinni Reykjavík Classics á mánudaginn. Tónleikaröðin Reykjavík Classics er óvenjuleg nýjung inn í tónleikalandslagið á Íslandi enda tengdari menningarlegri ferðaþjónustu en gengur og gerist. Tónleikararnir eru þó auðvitað ekkert síður fyrir Íslendinga því þar gefst tækifæri til þess að kynnast klassískri tónlist á aðgengilegum tónleikum í sjálfum Eldborgarsal Hörpu en betri hljómburð er erfitt að finna á landinu. Margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum hafa leikið þekkta kammertónlist á tónleikaröðinni í sumar og á mánudaginn ætlar Svanur Vilbersson gítarleikari að taka við keflinu. Tónleikarnir fara fram tvisvar á dag, kl. 12.30 og 15.30, og Svanur ætlar að vera að í þrjá daga. Hann segir að þessir tónleikar séu skemmtilegt tækifæri fyrir fólk sem er á ferðinni til að upplifa Eldborgarsalinn sem sé vissulega einstakur. „Það er í raun sjaldan sem gefst færi á því að upplifa kammer- og einleikstónlist í þessum sal og það er líka frábært tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn að flytja sína tónlist þarna við þessar aðstæður.“ Svanur ætlar að sitja einn á stóra sviði Eldborgarsalarins með sinn gítar en hvað skyldi hann ætla að spila? „Ég ætla að spila svona frekar þekkt verk fyrir klassískan gítar. Byrja á því að spila úr Lútusvítu eftir Bach og síðan soldið af spænskum verkum eftir Granados, Albeniz og Tárreca en þetta eru með þekktari verkum fyrir gítar. Frekar rómantískt og aðgengilegt þannig að það þarf ekki að vera ýkja reyndur hlustandi til þess að koma á tónleikana og njóta þeirra til fulls.“ Svanur segir að hann hafi lært að mestu erlendis og verið kominn til Englands í nám aðeins sautján ára gamall. „Ég byrjaði þar en er líka búinn að vera á Spáni og svo mest í Hollandi þaðan sem ég hef mína háskólamenntun.“ En hvað er það við klassíska gítarinn sem heillar? Hvers vegna skyldi Svanur ekki hafa farið í rokk og ról? „Ég byrjaði á því að fara í rokk og ról en svo þróaðist þetta bara svona. Þessi tónlist togaði í mig og fljótlega varð þetta ekki spurning um neitt annað. Það var þessi tónlist sem valdi mig en ekki ég hana. Er það ekki klassískt svar við þessu?“ segir Svanur léttur. Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tónleikaröðin Reykjavík Classics er óvenjuleg nýjung inn í tónleikalandslagið á Íslandi enda tengdari menningarlegri ferðaþjónustu en gengur og gerist. Tónleikararnir eru þó auðvitað ekkert síður fyrir Íslendinga því þar gefst tækifæri til þess að kynnast klassískri tónlist á aðgengilegum tónleikum í sjálfum Eldborgarsal Hörpu en betri hljómburð er erfitt að finna á landinu. Margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum hafa leikið þekkta kammertónlist á tónleikaröðinni í sumar og á mánudaginn ætlar Svanur Vilbersson gítarleikari að taka við keflinu. Tónleikarnir fara fram tvisvar á dag, kl. 12.30 og 15.30, og Svanur ætlar að vera að í þrjá daga. Hann segir að þessir tónleikar séu skemmtilegt tækifæri fyrir fólk sem er á ferðinni til að upplifa Eldborgarsalinn sem sé vissulega einstakur. „Það er í raun sjaldan sem gefst færi á því að upplifa kammer- og einleikstónlist í þessum sal og það er líka frábært tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn að flytja sína tónlist þarna við þessar aðstæður.“ Svanur ætlar að sitja einn á stóra sviði Eldborgarsalarins með sinn gítar en hvað skyldi hann ætla að spila? „Ég ætla að spila svona frekar þekkt verk fyrir klassískan gítar. Byrja á því að spila úr Lútusvítu eftir Bach og síðan soldið af spænskum verkum eftir Granados, Albeniz og Tárreca en þetta eru með þekktari verkum fyrir gítar. Frekar rómantískt og aðgengilegt þannig að það þarf ekki að vera ýkja reyndur hlustandi til þess að koma á tónleikana og njóta þeirra til fulls.“ Svanur segir að hann hafi lært að mestu erlendis og verið kominn til Englands í nám aðeins sautján ára gamall. „Ég byrjaði þar en er líka búinn að vera á Spáni og svo mest í Hollandi þaðan sem ég hef mína háskólamenntun.“ En hvað er það við klassíska gítarinn sem heillar? Hvers vegna skyldi Svanur ekki hafa farið í rokk og ról? „Ég byrjaði á því að fara í rokk og ról en svo þróaðist þetta bara svona. Þessi tónlist togaði í mig og fljótlega varð þetta ekki spurning um neitt annað. Það var þessi tónlist sem valdi mig en ekki ég hana. Er það ekki klassískt svar við þessu?“ segir Svanur léttur.
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira