Körfubolti

Náðu ekki að fylgja góðri byrjun eftir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin Hermannsson skoraði 12 stig.
Martin Hermannsson skoraði 12 stig. vísir/andri marinó
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 66-90 fyrir Þjóðverjum í vináttulandsleik í Kazan í Rússlandi í dag.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn í 1. leikhluta og leiddi með sjö stigum að honum loknum, 20-13.

Brynjar Þór Björnsson kom Íslandi sjö stigum yfir, 31-24, þegar fjórar og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Þá hrökk allt í baklás hjá Íslandi á meðan Þýskaland gaf í og náði forystunni fyrir hálfleik, 38-40.

Í seinni hálfleik var þýska liðið mun sterkara og lét forystuna aldrei af hendi. Á endanum munaði 24 stigum á liðunum, 66-90.

Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Íslandi með 12 stig. Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig á rúmum 16 mínútum og hitti úr fimm af sex skotum sínum. Hlynur Bæringsson og Elvar Már Friðriksson skoruðu átta stig hvor.

Ísland mætir Ungverjalandi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×