Fimm skátar enn þá veikir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 20:00 Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Flestir skátar og foringjar þeirra hafa verið útskrifaðir úr sóttkví í fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði. Átta voru eftir í húsinu í dag og þar af voru fimm ennþá veikir. Halda þarf stöðinni opinni að minnsta kosti til morguns. Alls voru 181 erlendur skáti og foringjar þeirra fluttir frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði á fimmtudagskvöld vegna nóróveirusýkingar sem kom upp í hópnum. Um var að ræða umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi.Flestir hafa nú verið útskrifaðir og lögðu einhverjir af stað heim með flugi í morgun. „Núna eru flestir farnir úr húsi. Það eru átta skátar eftir í húsi. Þar af eru fiimm sem eru veikir og þar af fjórir sem eru ennþá með einkenni," segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Sóttvarnarlæknir tekur ákvarðanir um útskrift og fengu 59 skátar að yfirgefa miðstöðina í dag. Til þess að fá að útskrifast þurfa einstaklingar að hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti átta klukkustundir. Þar sem fimm eru ennþá veikir er ekki útlit fyrir að hægt verði að loka miðstöðinni í dag. „Þeir verða sennilega hérna yfir nóttina og síðan verður staðan tekin á morgun. Hvernig heilsan þeirra er og hvort sóttvarnalæknir útskrifi þá," segir Fjóla. Nýja kerran notuð Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Fyrir einungis tveimur mánuðum keypti Árnesingadeild Rauða Krossins neyðarkerru sem hugsuð var til nota í mögulegum jarðskjálftum eða hamförum. Þær reyndust nauðsynlegar í þessari aðgerð þar sem beddar og ýmis annar búnaður var þar til staðar. „Við vorum stolt þegar við gátum rennt úr hlaði með þessa kerru af því við áttum ekki von á að við þyrftum nokkurn tímann að nota hana. En annað kom nú á daginn og við erum búin að læra ótrúlega mikið á þessu," segir Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Farga þurfti fatnaði einhverra skáta og þurftu því sumir á hreinum fötum og skóm að halda en Rauði Krossinn sá um að útvega það. Enginn sjálfboðaliði eða starfsmaður á svæðinu hefur veikst en Fjóla segir að álagið hafi verið mikið. „Það er búið að vera að sjálfsögðu mikið álag á öllum en við erum mjög stór hópur af sjálfboðaliðum og Rauða Krossinum og það hafa allir sinnt sínu hlutverki afskaplega vel," segir Fjóla. Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Flestir skátar og foringjar þeirra hafa verið útskrifaðir úr sóttkví í fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði. Átta voru eftir í húsinu í dag og þar af voru fimm ennþá veikir. Halda þarf stöðinni opinni að minnsta kosti til morguns. Alls voru 181 erlendur skáti og foringjar þeirra fluttir frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði á fimmtudagskvöld vegna nóróveirusýkingar sem kom upp í hópnum. Um var að ræða umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi.Flestir hafa nú verið útskrifaðir og lögðu einhverjir af stað heim með flugi í morgun. „Núna eru flestir farnir úr húsi. Það eru átta skátar eftir í húsi. Þar af eru fiimm sem eru veikir og þar af fjórir sem eru ennþá með einkenni," segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Sóttvarnarlæknir tekur ákvarðanir um útskrift og fengu 59 skátar að yfirgefa miðstöðina í dag. Til þess að fá að útskrifast þurfa einstaklingar að hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti átta klukkustundir. Þar sem fimm eru ennþá veikir er ekki útlit fyrir að hægt verði að loka miðstöðinni í dag. „Þeir verða sennilega hérna yfir nóttina og síðan verður staðan tekin á morgun. Hvernig heilsan þeirra er og hvort sóttvarnalæknir útskrifi þá," segir Fjóla. Nýja kerran notuð Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Fyrir einungis tveimur mánuðum keypti Árnesingadeild Rauða Krossins neyðarkerru sem hugsuð var til nota í mögulegum jarðskjálftum eða hamförum. Þær reyndust nauðsynlegar í þessari aðgerð þar sem beddar og ýmis annar búnaður var þar til staðar. „Við vorum stolt þegar við gátum rennt úr hlaði með þessa kerru af því við áttum ekki von á að við þyrftum nokkurn tímann að nota hana. En annað kom nú á daginn og við erum búin að læra ótrúlega mikið á þessu," segir Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Farga þurfti fatnaði einhverra skáta og þurftu því sumir á hreinum fötum og skóm að halda en Rauði Krossinn sá um að útvega það. Enginn sjálfboðaliði eða starfsmaður á svæðinu hefur veikst en Fjóla segir að álagið hafi verið mikið. „Það er búið að vera að sjálfsögðu mikið álag á öllum en við erum mjög stór hópur af sjálfboðaliðum og Rauða Krossinum og það hafa allir sinnt sínu hlutverki afskaplega vel," segir Fjóla.
Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira