Fimm skátar enn þá veikir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 20:00 Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Flestir skátar og foringjar þeirra hafa verið útskrifaðir úr sóttkví í fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði. Átta voru eftir í húsinu í dag og þar af voru fimm ennþá veikir. Halda þarf stöðinni opinni að minnsta kosti til morguns. Alls voru 181 erlendur skáti og foringjar þeirra fluttir frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði á fimmtudagskvöld vegna nóróveirusýkingar sem kom upp í hópnum. Um var að ræða umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi.Flestir hafa nú verið útskrifaðir og lögðu einhverjir af stað heim með flugi í morgun. „Núna eru flestir farnir úr húsi. Það eru átta skátar eftir í húsi. Þar af eru fiimm sem eru veikir og þar af fjórir sem eru ennþá með einkenni," segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Sóttvarnarlæknir tekur ákvarðanir um útskrift og fengu 59 skátar að yfirgefa miðstöðina í dag. Til þess að fá að útskrifast þurfa einstaklingar að hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti átta klukkustundir. Þar sem fimm eru ennþá veikir er ekki útlit fyrir að hægt verði að loka miðstöðinni í dag. „Þeir verða sennilega hérna yfir nóttina og síðan verður staðan tekin á morgun. Hvernig heilsan þeirra er og hvort sóttvarnalæknir útskrifi þá," segir Fjóla. Nýja kerran notuð Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Fyrir einungis tveimur mánuðum keypti Árnesingadeild Rauða Krossins neyðarkerru sem hugsuð var til nota í mögulegum jarðskjálftum eða hamförum. Þær reyndust nauðsynlegar í þessari aðgerð þar sem beddar og ýmis annar búnaður var þar til staðar. „Við vorum stolt þegar við gátum rennt úr hlaði með þessa kerru af því við áttum ekki von á að við þyrftum nokkurn tímann að nota hana. En annað kom nú á daginn og við erum búin að læra ótrúlega mikið á þessu," segir Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Farga þurfti fatnaði einhverra skáta og þurftu því sumir á hreinum fötum og skóm að halda en Rauði Krossinn sá um að útvega það. Enginn sjálfboðaliði eða starfsmaður á svæðinu hefur veikst en Fjóla segir að álagið hafi verið mikið. „Það er búið að vera að sjálfsögðu mikið álag á öllum en við erum mjög stór hópur af sjálfboðaliðum og Rauða Krossinum og það hafa allir sinnt sínu hlutverki afskaplega vel," segir Fjóla. Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Flestir skátar og foringjar þeirra hafa verið útskrifaðir úr sóttkví í fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði. Átta voru eftir í húsinu í dag og þar af voru fimm ennþá veikir. Halda þarf stöðinni opinni að minnsta kosti til morguns. Alls voru 181 erlendur skáti og foringjar þeirra fluttir frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði á fimmtudagskvöld vegna nóróveirusýkingar sem kom upp í hópnum. Um var að ræða umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi.Flestir hafa nú verið útskrifaðir og lögðu einhverjir af stað heim með flugi í morgun. „Núna eru flestir farnir úr húsi. Það eru átta skátar eftir í húsi. Þar af eru fiimm sem eru veikir og þar af fjórir sem eru ennþá með einkenni," segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Sóttvarnarlæknir tekur ákvarðanir um útskrift og fengu 59 skátar að yfirgefa miðstöðina í dag. Til þess að fá að útskrifast þurfa einstaklingar að hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti átta klukkustundir. Þar sem fimm eru ennþá veikir er ekki útlit fyrir að hægt verði að loka miðstöðinni í dag. „Þeir verða sennilega hérna yfir nóttina og síðan verður staðan tekin á morgun. Hvernig heilsan þeirra er og hvort sóttvarnalæknir útskrifi þá," segir Fjóla. Nýja kerran notuð Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Fyrir einungis tveimur mánuðum keypti Árnesingadeild Rauða Krossins neyðarkerru sem hugsuð var til nota í mögulegum jarðskjálftum eða hamförum. Þær reyndust nauðsynlegar í þessari aðgerð þar sem beddar og ýmis annar búnaður var þar til staðar. „Við vorum stolt þegar við gátum rennt úr hlaði með þessa kerru af því við áttum ekki von á að við þyrftum nokkurn tímann að nota hana. En annað kom nú á daginn og við erum búin að læra ótrúlega mikið á þessu," segir Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Farga þurfti fatnaði einhverra skáta og þurftu því sumir á hreinum fötum og skóm að halda en Rauði Krossinn sá um að útvega það. Enginn sjálfboðaliði eða starfsmaður á svæðinu hefur veikst en Fjóla segir að álagið hafi verið mikið. „Það er búið að vera að sjálfsögðu mikið álag á öllum en við erum mjög stór hópur af sjálfboðaliðum og Rauða Krossinum og það hafa allir sinnt sínu hlutverki afskaplega vel," segir Fjóla.
Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira