FH vann annan leik sinn í röð í Árbænum í kvöld með marki frá Megan Dunnigan á lokamínútu leiksins en leiknum lauk með 1-0 sigri FH.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknu og myndaði leikinn í albúmi sem sjá má hér fyrir neðan.
FH fylgdi því á eftir sigrinum á Haukum og er endanlega búið að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta ári.
Staðan var markalaus undir lok leiksins og virtust Fylkiskonur ætla að taka stig og saxa um leið aðeins á KR þegar mark Megan kom á 90. mínútu.
Tapið þýðir að Fylkiskonur eru áfram í 9. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá KR í 8. sæti.
Árbæingar eiga framundan erfiða leiki gegn Breiðablik og Val og eru fjórum stigum á eftir KR í 10. sætinu.
Leikurinn sem Fylkiskonur horfa eflaust á er fallslagur gegn KR þann 6. september næstkomandi.
