Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Einn lést þegar bíl var ekið inn í hóp fólks sem sýndi þjóðernissinnunum í Charlottesville andstöðu. vísir/epa Minnst einn lést og á fjórða tug er slasaður eftir átök milli þjóðernissinna og andstæðinga þeirra í Charlottesville í Virginíu um helgina. Ástandið í borginni er afar eldfimt. Forseti Bandaríkjanna liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki fordæmt framgöngu þjóðernissinnanna nægilega. Frá því í apríl á þessu ári hafa nýnasistar, meðlimir Ku Klux Klan og annarra þjóðernishópa gengið reglulega í borginni til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna. Gengið var undir kvöld á föstudegi og laust fylkingunum þá saman. Hið sama gerðist á laugardag. Hóparnir hrópuðu meðal annars slagorð um að þeir yrðu ekki fjarlægðir auk þess að heilsa að nasistasið. Þá voru einhverjir sem höfðu orð á því að þeir væru að uppfylla kosningaloforð Donalds Trump. Einn lést þegar tvítugur hryðjuverkamaður, James Alex Fields, ók bíl sínum inn í hóp fólks sem hafði komið saman til að mótmæla framgöngu nasistanna, rasistanna og annarra þjóðernissinnaðra hópa. Sú sem lést hét Heather Heyer og starfaði á lögmannsstofu. Neyðarástandi var í kjölfarið lýst yfir í ríkinu og bann lagt við samkomum utandyra. „Til allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eruð ekki velkomnir hér í þessu mikla ríki,“ sagði Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, á blaðamannafundi sem haldinn var eftir voðaverkin. Skipuleggjandi göngu þjóðernissinnanna, Jason Kettler, hélt sjálfur blaðamannafund þar sem hann sagði að lögreglumenn borgarinnar hefðu ekki staðið sig í stykkinu við að koma í veg fyrir átökin. Hann náði ekki að klára að lesa yfirlýsingu sína eftir að almenningur gerði aðsúg að honum og hrópaði hann af sviðinu. Kröfðust menn þess meðal annars að Kettler yrði dreginn til ábyrgðar vegna handalögmálanna og fyrir að vera óbeint valdur að dauða áðurnefndrar Heyer. „Hatrinu og sundrunginni verður að linna ekki síðar en nú,“ sagði Donald Trump í ávarpi sínu. Hann fordæmdi einnig þessa birtingarmynd haturs, fordóma og ofbeldis „margra aðila“. Athygli vakti að forsetinn nefndi ekki sérstaklega rót átakanna, það er göngu þjóðernissinnanna. Stjórnmálamenn, bæði úr flokki Demókrata og Repúblikana, hafa sent forsetanum pillu fyrir að ganga ekki nægilega langt í yfirlýsingu sinni. „Hr. forseti – við verðum að kalla illsku sínu rétta nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ sagði Cory Gardner, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, meðal annars í tísti. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Minnst einn lést og á fjórða tug er slasaður eftir átök milli þjóðernissinna og andstæðinga þeirra í Charlottesville í Virginíu um helgina. Ástandið í borginni er afar eldfimt. Forseti Bandaríkjanna liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki fordæmt framgöngu þjóðernissinnanna nægilega. Frá því í apríl á þessu ári hafa nýnasistar, meðlimir Ku Klux Klan og annarra þjóðernishópa gengið reglulega í borginni til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna. Gengið var undir kvöld á föstudegi og laust fylkingunum þá saman. Hið sama gerðist á laugardag. Hóparnir hrópuðu meðal annars slagorð um að þeir yrðu ekki fjarlægðir auk þess að heilsa að nasistasið. Þá voru einhverjir sem höfðu orð á því að þeir væru að uppfylla kosningaloforð Donalds Trump. Einn lést þegar tvítugur hryðjuverkamaður, James Alex Fields, ók bíl sínum inn í hóp fólks sem hafði komið saman til að mótmæla framgöngu nasistanna, rasistanna og annarra þjóðernissinnaðra hópa. Sú sem lést hét Heather Heyer og starfaði á lögmannsstofu. Neyðarástandi var í kjölfarið lýst yfir í ríkinu og bann lagt við samkomum utandyra. „Til allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eruð ekki velkomnir hér í þessu mikla ríki,“ sagði Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, á blaðamannafundi sem haldinn var eftir voðaverkin. Skipuleggjandi göngu þjóðernissinnanna, Jason Kettler, hélt sjálfur blaðamannafund þar sem hann sagði að lögreglumenn borgarinnar hefðu ekki staðið sig í stykkinu við að koma í veg fyrir átökin. Hann náði ekki að klára að lesa yfirlýsingu sína eftir að almenningur gerði aðsúg að honum og hrópaði hann af sviðinu. Kröfðust menn þess meðal annars að Kettler yrði dreginn til ábyrgðar vegna handalögmálanna og fyrir að vera óbeint valdur að dauða áðurnefndrar Heyer. „Hatrinu og sundrunginni verður að linna ekki síðar en nú,“ sagði Donald Trump í ávarpi sínu. Hann fordæmdi einnig þessa birtingarmynd haturs, fordóma og ofbeldis „margra aðila“. Athygli vakti að forsetinn nefndi ekki sérstaklega rót átakanna, það er göngu þjóðernissinnanna. Stjórnmálamenn, bæði úr flokki Demókrata og Repúblikana, hafa sent forsetanum pillu fyrir að ganga ekki nægilega langt í yfirlýsingu sinni. „Hr. forseti – við verðum að kalla illsku sínu rétta nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ sagði Cory Gardner, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, meðal annars í tísti.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05
Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06