Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 22:46 Myndskeið af atvikinu sýnir hvernig kona vatt sér að Kessler og hrinti honum út í runna. Samsett mynd/Vísir/getty Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni „Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. Kona hrinti KesslerÁ myndskeiði af atvikinu má heyra framíköll undir tölu Kesslers þar til upp úr sauð. Mótmælendur hrópuðu ókvæðisorð að Kessler og var þess krafist að hann yrði ákærður fyrir morð. Var Kessler ógnað með þeim afleiðingum að hann flúði af vettvangi. Þegar Kessler reyndi að forða sér, vatt kona sér að honum og hrinti honum í runna.Mótmælendur voru saman komnir á blaðamannafund hvítra þjóðernisöfgamanna. Þeir ógnuðu Kessler.Vísir/gettySamkoma hvítra þjóðernissinna í bænum Charlottesville í Virginíu í gær var sú stærsta í áratugi. Á samkomunni fylktu saman liði rasistar, nýnasistar og aðrir hópar innan mengis hvítra þjóðernissinna og sumir hverjir vopnaðir. Boðað var til samkomunnar í nafni hreyfingarinnar á ysta hægrinu sem kennd hefur verið við „alt-right.“Mótmælendur sátu ekki þegjandi undir ræðu Kesslers. Margt fólk var saman komið til að mótmæla kynþáttahatri og hatri eins og mótmælaskiltin sýna.Vísir/gettyHundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks lagði leið sína til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum, hatursorðræðu og kynþáttafordómum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. Maður innan raða hvítra þjóðernisöfgamanna keyrði bíl á hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að ein kona lést og nítján slösuðust.Hér að neðan má sjá myndskeið af atvikinu frá fréttastofu NBCUnite the Right rally organizer Jason Kessler was chased away by protesters during a press conference in Charlottesville pic.twitter.com/5HOnoc0yal— NBC News (@NBCNews) August 13, 2017 Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Borgarstjóri Charlottesville nafngreinir fórnarlömbin: „Nú er nóg komið“ Konan sem lést í Charlottesville í Virginíu í gær hét Heather Heyer. 13. ágúst 2017 18:30 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni „Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. Kona hrinti KesslerÁ myndskeiði af atvikinu má heyra framíköll undir tölu Kesslers þar til upp úr sauð. Mótmælendur hrópuðu ókvæðisorð að Kessler og var þess krafist að hann yrði ákærður fyrir morð. Var Kessler ógnað með þeim afleiðingum að hann flúði af vettvangi. Þegar Kessler reyndi að forða sér, vatt kona sér að honum og hrinti honum í runna.Mótmælendur voru saman komnir á blaðamannafund hvítra þjóðernisöfgamanna. Þeir ógnuðu Kessler.Vísir/gettySamkoma hvítra þjóðernissinna í bænum Charlottesville í Virginíu í gær var sú stærsta í áratugi. Á samkomunni fylktu saman liði rasistar, nýnasistar og aðrir hópar innan mengis hvítra þjóðernissinna og sumir hverjir vopnaðir. Boðað var til samkomunnar í nafni hreyfingarinnar á ysta hægrinu sem kennd hefur verið við „alt-right.“Mótmælendur sátu ekki þegjandi undir ræðu Kesslers. Margt fólk var saman komið til að mótmæla kynþáttahatri og hatri eins og mótmælaskiltin sýna.Vísir/gettyHundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks lagði leið sína til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum, hatursorðræðu og kynþáttafordómum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. Maður innan raða hvítra þjóðernisöfgamanna keyrði bíl á hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að ein kona lést og nítján slösuðust.Hér að neðan má sjá myndskeið af atvikinu frá fréttastofu NBCUnite the Right rally organizer Jason Kessler was chased away by protesters during a press conference in Charlottesville pic.twitter.com/5HOnoc0yal— NBC News (@NBCNews) August 13, 2017
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Borgarstjóri Charlottesville nafngreinir fórnarlömbin: „Nú er nóg komið“ Konan sem lést í Charlottesville í Virginíu í gær hét Heather Heyer. 13. ágúst 2017 18:30 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05
Borgarstjóri Charlottesville nafngreinir fórnarlömbin: „Nú er nóg komið“ Konan sem lést í Charlottesville í Virginíu í gær hét Heather Heyer. 13. ágúst 2017 18:30
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12
Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54