Áhyggjufullur, í losti og talaði enga ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2017 09:15 Friðjón Snorrason, franski vinur þeirra og Sveinn Breki eftir að málunum hafði verið bjargað. Úr einkasafni Það voru íslenskir hjólreiðakappar í hálendisferð með 24 Bandaríkjamönnum sem komu áttavilltum frönskum ferðamanni til bjargar á Landsvegi vestan Heklu á laugardagskvöldið. Sá franski hafði orðið viðskila við samferðafólk sitt á Heklu fyrr um daginn og hófst formleg leit að honum um klukkan tíu um kvöldið. Sveinn Breki Hróbjartsson var einn Íslendinganna í hópnum sem kom að Frakkanum þar sem hann var að reyna að húkka sér far. Sveinn segir þann franska hafa verið afar áhyggjufullan. Ekki hafi bætt úr skák að hann talaði enga ensku og því reyndist erfitt að átta sig á vandræðum hans. Sveinn og félagar höfðu ekki hugmynd um að leit stæði yfir að manninum. „Hann hafði bullandi áhyggjur, var í smá losti og frekar illa klæddur. Hann var símalaus en reyndi að muna númerið hjá konunni sinni, en mundi það ekki,“ segir Sveinn Breki. Þeir hafi lítið skilið í honum og hringt í franskan vin sinn sem hafi reynt að setja sig í hlutverk túlks. Það skilaði litllu.Hekla gaus síðast árið 2000.Vísir/Vilhelm„Það gekk ekkert að fá upplýsingar fyrr en við hringjum í björgunarsveitirnar,“ segir Sveinn. Þá var þeim tjáð að leit stæði yfir að manninum. Björgunarsveitarfólk sem var á leið í leit að manninum kom honum til móts við samferðafólk hans. „Það lifnaði yfir honum og hann var farinn að grínast, orðinn kampakátur.“ Sveinn Breki var sem fyrr segir í sex daga hálendisferð á vegum Bike Company ásamt félaga sínum Friðjóni Snorrasyni og 24 Bandaríkjamönnum. Þeir voru komnir á áfangastað sinn um kvöldið en ákváðu að skjótast í kvöldferð að Þjófafossi. Hópurinn sneri þó við á leiðinni þangað, af tilviljun að sögn Sveins Breka, og hjóluðu í flasið á þeim franska. Sendu þeir hópinn á undan sér en þeir Sveinn og Friðjón urðu eftir með þeim franska og hjálpuðu honum að komast til vina sinna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far Björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamanni á Heklu í gær. Maðurinn fannst eftir skamma leit vestan við fjallið þar sem hann var að reyna að húkka far. 13. ágúst 2017 08:49 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Það voru íslenskir hjólreiðakappar í hálendisferð með 24 Bandaríkjamönnum sem komu áttavilltum frönskum ferðamanni til bjargar á Landsvegi vestan Heklu á laugardagskvöldið. Sá franski hafði orðið viðskila við samferðafólk sitt á Heklu fyrr um daginn og hófst formleg leit að honum um klukkan tíu um kvöldið. Sveinn Breki Hróbjartsson var einn Íslendinganna í hópnum sem kom að Frakkanum þar sem hann var að reyna að húkka sér far. Sveinn segir þann franska hafa verið afar áhyggjufullan. Ekki hafi bætt úr skák að hann talaði enga ensku og því reyndist erfitt að átta sig á vandræðum hans. Sveinn og félagar höfðu ekki hugmynd um að leit stæði yfir að manninum. „Hann hafði bullandi áhyggjur, var í smá losti og frekar illa klæddur. Hann var símalaus en reyndi að muna númerið hjá konunni sinni, en mundi það ekki,“ segir Sveinn Breki. Þeir hafi lítið skilið í honum og hringt í franskan vin sinn sem hafi reynt að setja sig í hlutverk túlks. Það skilaði litllu.Hekla gaus síðast árið 2000.Vísir/Vilhelm„Það gekk ekkert að fá upplýsingar fyrr en við hringjum í björgunarsveitirnar,“ segir Sveinn. Þá var þeim tjáð að leit stæði yfir að manninum. Björgunarsveitarfólk sem var á leið í leit að manninum kom honum til móts við samferðafólk hans. „Það lifnaði yfir honum og hann var farinn að grínast, orðinn kampakátur.“ Sveinn Breki var sem fyrr segir í sex daga hálendisferð á vegum Bike Company ásamt félaga sínum Friðjóni Snorrasyni og 24 Bandaríkjamönnum. Þeir voru komnir á áfangastað sinn um kvöldið en ákváðu að skjótast í kvöldferð að Þjófafossi. Hópurinn sneri þó við á leiðinni þangað, af tilviljun að sögn Sveins Breka, og hjóluðu í flasið á þeim franska. Sendu þeir hópinn á undan sér en þeir Sveinn og Friðjón urðu eftir með þeim franska og hjálpuðu honum að komast til vina sinna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far Björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamanni á Heklu í gær. Maðurinn fannst eftir skamma leit vestan við fjallið þar sem hann var að reyna að húkka far. 13. ágúst 2017 08:49 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far Björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamanni á Heklu í gær. Maðurinn fannst eftir skamma leit vestan við fjallið þar sem hann var að reyna að húkka far. 13. ágúst 2017 08:49