Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2017 07:24 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Æðstu yfirmenn fyrirtækjanna Intel Corp, Merck & Co Inc og Under Armour Inc, hafa hætt í ráðgjafaráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um bandaríska framleiðslu. Það gerðu þeir vegna viðbragða forsetans við ástandinu í Charlottesvilli í Virginíu um helgina. Brian Krzanich, frá Intel, sagðist hafa hætt til að beina athygli að því að eitrað andrúmsloft stjórnmála hafi leitt til þess að erfitt hafi verið að takast á við alvarleg mál. Í bloggfærslu nefndi hann meðal annars fjölgun framleiðslustarfa í Bandaríkjunum og ofbeldið í Charlottesville. „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér,“ sagði Krzanich. „Við ættum að heiðra, ekki ráðast gegn, þá sem eru tilbúnir til að standa fyrir jafnrétti og öðrum gildum sem Bandaríkjamönnum þykir vænt um. Ég vona að þetta breytist og ég er verð tilbúinn til að þjóna þegar það gerist.“ Kenneth Fraizer, frá Merck, segist hafa hætt í ráðgjafaráðinu vegna viðbragða forsetans eftir átökin í Charlottesville. Samkvæmt Reuters sagði hann nauðsynlegt að standa gegn fordómum og öfgum.Í tilkynningu sagði Frazier að leiðtogar Bandaríkjanna yrðu að heiðra grunngildi þjóðarinnar og afneita hatri, fordómum og þjóðernishyggju. Trump virtist ekki taka vel í ákvörðun Fraizer og yfirlýsingu hans ef taka á mark á tísti forsetans um afsögnina..@Merck Pharma is a leader in higher & higher drug prices while at the same time taking jobs out of the U.S. Bring jobs back & LOWER PRICES!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2017 Kevin Plank, frá Under Armour, sagðist enn ætla að vinna að bandarískri framleiðslu. Fyrirtækið snerist þó um nýsköpun og íþróttir. Ekki stjórnmál. Þannig ætlaði fyrirtækið áfram að vinna að því að bæta bandaríska framleiðslu. Hann hætti í ráðinu til að einbeita sér að því að hvetja og sameina fólk í gegnum íþróttir. Samkvæmt Reuters varð Plank fyrir gagnrýni frá nokkrum af skærustu stjörnum Under Armour í fyrra fyrir stuðning sinn við Donald Trump.I love our country & company. I am stepping down from the council to focus on inspiring & uniting through power of sport. - CEO Kevin Plank pic.twitter.com/8YvndJMjj1— Under Armour (@UnderArmour) August 15, 2017 Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Æðstu yfirmenn fyrirtækjanna Intel Corp, Merck & Co Inc og Under Armour Inc, hafa hætt í ráðgjafaráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um bandaríska framleiðslu. Það gerðu þeir vegna viðbragða forsetans við ástandinu í Charlottesvilli í Virginíu um helgina. Brian Krzanich, frá Intel, sagðist hafa hætt til að beina athygli að því að eitrað andrúmsloft stjórnmála hafi leitt til þess að erfitt hafi verið að takast á við alvarleg mál. Í bloggfærslu nefndi hann meðal annars fjölgun framleiðslustarfa í Bandaríkjunum og ofbeldið í Charlottesville. „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér,“ sagði Krzanich. „Við ættum að heiðra, ekki ráðast gegn, þá sem eru tilbúnir til að standa fyrir jafnrétti og öðrum gildum sem Bandaríkjamönnum þykir vænt um. Ég vona að þetta breytist og ég er verð tilbúinn til að þjóna þegar það gerist.“ Kenneth Fraizer, frá Merck, segist hafa hætt í ráðgjafaráðinu vegna viðbragða forsetans eftir átökin í Charlottesville. Samkvæmt Reuters sagði hann nauðsynlegt að standa gegn fordómum og öfgum.Í tilkynningu sagði Frazier að leiðtogar Bandaríkjanna yrðu að heiðra grunngildi þjóðarinnar og afneita hatri, fordómum og þjóðernishyggju. Trump virtist ekki taka vel í ákvörðun Fraizer og yfirlýsingu hans ef taka á mark á tísti forsetans um afsögnina..@Merck Pharma is a leader in higher & higher drug prices while at the same time taking jobs out of the U.S. Bring jobs back & LOWER PRICES!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2017 Kevin Plank, frá Under Armour, sagðist enn ætla að vinna að bandarískri framleiðslu. Fyrirtækið snerist þó um nýsköpun og íþróttir. Ekki stjórnmál. Þannig ætlaði fyrirtækið áfram að vinna að því að bæta bandaríska framleiðslu. Hann hætti í ráðinu til að einbeita sér að því að hvetja og sameina fólk í gegnum íþróttir. Samkvæmt Reuters varð Plank fyrir gagnrýni frá nokkrum af skærustu stjörnum Under Armour í fyrra fyrir stuðning sinn við Donald Trump.I love our country & company. I am stepping down from the council to focus on inspiring & uniting through power of sport. - CEO Kevin Plank pic.twitter.com/8YvndJMjj1— Under Armour (@UnderArmour) August 15, 2017
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
„Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40
Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00