Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 13:15 Reglur um veiting uppreist æru hafa verið í brennidepli síðan greint var frá því í júní að Robert Downey, áður Róberti Árna, dæmdum barnaníðingi var veitt uppreist æra í fyrra. Vísir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. „Þess vegna eigum við saman að hysja upp um okkur og láta hendur standa fram úr ermum við að afleggja þennan nítjandu-aldar sið. Það er grundvallaratriði að standa vörð um mannréttindi,“ skrifar Óttarr. Hann segir að þolendur eigi alltaf að njóta vafans, bæði í regluverki og framkvæmd. „Kerfin okkar og lagaumhverfi eru til þess að styðja við þá sem standa höllum fæti, eru veikari fyrir og þurfa aðstoð eða þjónustu. Þetta á að vera leiðarljós. Sögulega hefur því oft verið öfugt farið og þess sér ennþá merki hér og hvar í kerfunum okkar. Það þarf að skoða það sem úrskeiðis fer, læra af því, og umfram allt að ganga í að færa til betra horfs. Ég lít á þetta sem lykilverkefni í stjórnmálum og ábyrgðin er okkar allra.“Uppákoman í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd furðuleg Hann bendir jafnframt á að Björt framtíð eigi ekki fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Uppákoman í nefndinni í gær virkar furðuleg. Hún þarfnast skýringa og ég skil ekki þau rök sem komið hafa fram . Það flækir og gerir erfitt fyrir því að ná saman um góð og bætt vinnubrögð. Ef ekki er þörf á að kynna sér mál í nefnd má óska eftir frávísun eða frestun.“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem fundaði í gær um reglur um uppreist æru, gekk út áður en meðmælabréf í máli Roberts Downey voru lögð fram í trúnaði. Fram hefur komið að dómsmálaráðherra hafi í hyggju að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um verulegar breytingar á þessu sviði. Nefndin hefur haft þessi mál til umfjöllunar allt frá því að mál Roberts Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, komst í hámæli en honum var veitt uppreist æra undir lok síðasta árs. Óttarr segir að stjórnmálamenn þurfi að vanda sig þegar þeir fjalli um viðkvæm mál. „Mannréttindi eru ekki flokkspólitísk í eðli sínu heldur verkefni allra sem starfa í stjórnmálum. Það er margt ófullkomið og sumt getur verið erfitt í framkvæmd en það er engin afsökun fyrir því að ganga ekki til verks og ganga til góðs. Þá er borðleggjandi að leggja af þessar fáranlegu reglur sem gefa í skyn að æra sé eitthvað sem sé á færi opinbera aðila að möndla með eða reisa við.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag. 14. ágúst 2017 16:07 Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35 Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 13. ágúst 2017 13:44 Kynnir gögn um mál Róberts Downey Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. 9. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. „Þess vegna eigum við saman að hysja upp um okkur og láta hendur standa fram úr ermum við að afleggja þennan nítjandu-aldar sið. Það er grundvallaratriði að standa vörð um mannréttindi,“ skrifar Óttarr. Hann segir að þolendur eigi alltaf að njóta vafans, bæði í regluverki og framkvæmd. „Kerfin okkar og lagaumhverfi eru til þess að styðja við þá sem standa höllum fæti, eru veikari fyrir og þurfa aðstoð eða þjónustu. Þetta á að vera leiðarljós. Sögulega hefur því oft verið öfugt farið og þess sér ennþá merki hér og hvar í kerfunum okkar. Það þarf að skoða það sem úrskeiðis fer, læra af því, og umfram allt að ganga í að færa til betra horfs. Ég lít á þetta sem lykilverkefni í stjórnmálum og ábyrgðin er okkar allra.“Uppákoman í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd furðuleg Hann bendir jafnframt á að Björt framtíð eigi ekki fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Uppákoman í nefndinni í gær virkar furðuleg. Hún þarfnast skýringa og ég skil ekki þau rök sem komið hafa fram . Það flækir og gerir erfitt fyrir því að ná saman um góð og bætt vinnubrögð. Ef ekki er þörf á að kynna sér mál í nefnd má óska eftir frávísun eða frestun.“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem fundaði í gær um reglur um uppreist æru, gekk út áður en meðmælabréf í máli Roberts Downey voru lögð fram í trúnaði. Fram hefur komið að dómsmálaráðherra hafi í hyggju að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um verulegar breytingar á þessu sviði. Nefndin hefur haft þessi mál til umfjöllunar allt frá því að mál Roberts Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, komst í hámæli en honum var veitt uppreist æra undir lok síðasta árs. Óttarr segir að stjórnmálamenn þurfi að vanda sig þegar þeir fjalli um viðkvæm mál. „Mannréttindi eru ekki flokkspólitísk í eðli sínu heldur verkefni allra sem starfa í stjórnmálum. Það er margt ófullkomið og sumt getur verið erfitt í framkvæmd en það er engin afsökun fyrir því að ganga ekki til verks og ganga til góðs. Þá er borðleggjandi að leggja af þessar fáranlegu reglur sem gefa í skyn að æra sé eitthvað sem sé á færi opinbera aðila að möndla með eða reisa við.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag. 14. ágúst 2017 16:07 Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35 Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 13. ágúst 2017 13:44 Kynnir gögn um mál Róberts Downey Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. 9. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag. 14. ágúst 2017 16:07
Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35
Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 13. ágúst 2017 13:44
Kynnir gögn um mál Róberts Downey Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. 9. ágúst 2017 06:00