Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokks ætla ekki að kynna sér skjöl í máli Roberts Downey Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 15:26 Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir stjórnleysi ríkja í nefndinni. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gengu út af fundi nefndarinnar í gær þegar kynna átti gögn í máli Roberts Downey. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. Meirihluti nefndarinnar, að frátöldum formanni nefndarinnar Brynjari Níelssyni, gekk út af fundi hennar í gær áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Björt framtíð á engan fulltrúa í nefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, utan Brynjars, eru Hildur Sverrisdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. „Uppreist æru og mál Róbert Downey hefur vakið mikla umræðu og athygli. Er það ekki að ósekju. Kastljósinu hefur verið beint að gömlum reglum og stjórnsýsluhefð og í ljós hefur komið að hvort tveggja stenst ekki tímans tönn og þær kröfur sem gera verður til sanngirni, réttlætis og gagnsæis. Um þetta eru flestir, ef ekki allir, sammála,“ skrifar Jón Steindór á Facebook síðu sinni. Hann segir að Þingmenn Viðreisnar muni taka þessar reglur til heildarendurskoðunar og færa til nútímahorfs. Sjá einnig: Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni „Það verkefni ætti að geta unnist hratt og vel í góðri sátt á Alþingi enda málið ekki í eðli sínu þannig að flokkapólitík eigi að tefja fyrir.“ „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur haft þessi mál til skoðunar af gefnu tilefni sem er mál Róberts Downey. Sjálfur sit ég í þeirri nefnd en gat ekki sótt síðasta fund. Af fréttum að dæma og þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér fór sá fundur ekki eins og best verður á kosið og er það miður. Málið má ekki detta í farveg pólitískra skylminga og deilna sem færir umræðuna frá kjarna máls. Þeir sem líða vegna brota Róberts og annarra af svipuðu sauðahúsi eiga það ekki skilið.“ Hann segir að í ljósi þess muni hann óska eftir því á næsta fundi nefndarinnar að fá aðgang að öllum gögnum málsins og ætli að kynna sér þau til hlítar. „Þannig tel ég mig, að vel ígrunduðu máli, best fá fast land undir fætur til frekari umfjöllunar um málið.“ Uppreist æru Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. Meirihluti nefndarinnar, að frátöldum formanni nefndarinnar Brynjari Níelssyni, gekk út af fundi hennar í gær áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Björt framtíð á engan fulltrúa í nefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, utan Brynjars, eru Hildur Sverrisdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. „Uppreist æru og mál Róbert Downey hefur vakið mikla umræðu og athygli. Er það ekki að ósekju. Kastljósinu hefur verið beint að gömlum reglum og stjórnsýsluhefð og í ljós hefur komið að hvort tveggja stenst ekki tímans tönn og þær kröfur sem gera verður til sanngirni, réttlætis og gagnsæis. Um þetta eru flestir, ef ekki allir, sammála,“ skrifar Jón Steindór á Facebook síðu sinni. Hann segir að Þingmenn Viðreisnar muni taka þessar reglur til heildarendurskoðunar og færa til nútímahorfs. Sjá einnig: Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni „Það verkefni ætti að geta unnist hratt og vel í góðri sátt á Alþingi enda málið ekki í eðli sínu þannig að flokkapólitík eigi að tefja fyrir.“ „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur haft þessi mál til skoðunar af gefnu tilefni sem er mál Róberts Downey. Sjálfur sit ég í þeirri nefnd en gat ekki sótt síðasta fund. Af fréttum að dæma og þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér fór sá fundur ekki eins og best verður á kosið og er það miður. Málið má ekki detta í farveg pólitískra skylminga og deilna sem færir umræðuna frá kjarna máls. Þeir sem líða vegna brota Róberts og annarra af svipuðu sauðahúsi eiga það ekki skilið.“ Hann segir að í ljósi þess muni hann óska eftir því á næsta fundi nefndarinnar að fá aðgang að öllum gögnum málsins og ætli að kynna sér þau til hlítar. „Þannig tel ég mig, að vel ígrunduðu máli, best fá fast land undir fætur til frekari umfjöllunar um málið.“
Uppreist æru Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira