Norska félagið Rosenborg er í flottum málum í umspilinu um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 útisigur á hollenska liðinu Ajax á Amsterdam Arena í kvöld.
Íslenski framherjinn Matthías Vilhjálmsson átti mikinn þátt í sigrinum en hann lagði upp eina mark leiksins aðeins fimm mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.
Matthías kom inn á völlinn fyrir Vegar Eggen Hedenstad á 72. mínútu og á 77. mínútu var hann búinn að leggja upp mark fyrir Samuel Adegbenro eftir góða samvinnu við Nicklas Bendtner.
Matthías Vilhjálmsson er búinn að sannkallaður súpervaramaður fyrir Rosenborg í sumar og hefur oftast mikinn áhrif á leikina þegar hann kemur inná völlinn.
Seinni leikurinn er síðan á heimavelli Rosenborg í Þrándheimi í næstu viku. Hvort þessi innkoma dugi Matthíasi til að fá að byrja þann leik verður bara að koma í ljós.
