Vill koma á fót Þjóðgarðastofnun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 13:37 Þingvellir. Vísir/Vilhelm Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls ásamt öðrum tilteknum verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið með stofnuninni sé að efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu þjóðgarða og friðlýstra svæða en um leið viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna. Þrjár opinberar stofnanir fara nú með umsjón með rekstri þjóðgarða, friðlýstra svæða og annarra náttúruverndarsvæða í landinu; Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og Umhverfisstofnun, en undir stofnunina heyrir Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og friðlýst svæði utan þjóðgarða.Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.„Veigamikil rök eru til þess að samþætta starfsemi þessara stofnana sem fást við sambærileg verkefni. Þar má nefna að málefni náttúruverndar verða sífellt mikilvægari, aukinn rekstur og starfsemi er á þessum svæðum og aukin krafa um þjónustu, ekki síst vegna mikils fjölda ferðamanna. Þannig hefur á örfáum árum orðið mikil breyting á þessum svæðum, gestafjöldi hefur margfaldast og mikil þörf er á styrkingu starfseminnar,” segir í tilkynningu. Með þessu er gert ráð fyrir að sameina verkefni sem meðal annars tengjast verndaraðgerðum, gerð stjórnunar- og verndaráætlana, stýringu ferðamanna, landvörslu, meðferð og útgáfu sérleyfa, veitingu þjónustu og innheimtu þjónustugjalda, uppbyggingu og rekstri innviða, framkvæmdum á verndarsvæðum og viðhaldi, framkvæmd friðlýsinga, leyfisveitingum og annarri stjórnsýslu. Gengið er út frá því að viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna, en jafnframt efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu. Þá er gert ráð fyrir að viðhalda því fyrirkomulagi sem verið hefur um tengsl Alþingis við Þjóðgarðinn á Þingvöllum og sérstöðu hans, sem og þeirri valddreifingu sem felst í aðkomu sveitarfélaga í Vatnajökulsþjóðgarði. Jafnframt yrði leitast við að efla valddreifingu og aðkomu heimamanna að öðrum friðlýstum svæðum. „Áhersla er lögð á að með sameiningu verkefna er fyrst og fremst verið að styrkja faglegt starf og stoðþjónustu og því verður störfum sem lúta að þessum verkefnum ekki fækkað í tengslum við stofnun Þjóðgarðastofnunar.” Unnið verður að gerð lagafrumvarps um nýja Þjóðgarðsstofnun á næstu mánuðum sem umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2018. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls ásamt öðrum tilteknum verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið með stofnuninni sé að efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu þjóðgarða og friðlýstra svæða en um leið viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna. Þrjár opinberar stofnanir fara nú með umsjón með rekstri þjóðgarða, friðlýstra svæða og annarra náttúruverndarsvæða í landinu; Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og Umhverfisstofnun, en undir stofnunina heyrir Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og friðlýst svæði utan þjóðgarða.Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.„Veigamikil rök eru til þess að samþætta starfsemi þessara stofnana sem fást við sambærileg verkefni. Þar má nefna að málefni náttúruverndar verða sífellt mikilvægari, aukinn rekstur og starfsemi er á þessum svæðum og aukin krafa um þjónustu, ekki síst vegna mikils fjölda ferðamanna. Þannig hefur á örfáum árum orðið mikil breyting á þessum svæðum, gestafjöldi hefur margfaldast og mikil þörf er á styrkingu starfseminnar,” segir í tilkynningu. Með þessu er gert ráð fyrir að sameina verkefni sem meðal annars tengjast verndaraðgerðum, gerð stjórnunar- og verndaráætlana, stýringu ferðamanna, landvörslu, meðferð og útgáfu sérleyfa, veitingu þjónustu og innheimtu þjónustugjalda, uppbyggingu og rekstri innviða, framkvæmdum á verndarsvæðum og viðhaldi, framkvæmd friðlýsinga, leyfisveitingum og annarri stjórnsýslu. Gengið er út frá því að viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna, en jafnframt efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu. Þá er gert ráð fyrir að viðhalda því fyrirkomulagi sem verið hefur um tengsl Alþingis við Þjóðgarðinn á Þingvöllum og sérstöðu hans, sem og þeirri valddreifingu sem felst í aðkomu sveitarfélaga í Vatnajökulsþjóðgarði. Jafnframt yrði leitast við að efla valddreifingu og aðkomu heimamanna að öðrum friðlýstum svæðum. „Áhersla er lögð á að með sameiningu verkefna er fyrst og fremst verið að styrkja faglegt starf og stoðþjónustu og því verður störfum sem lúta að þessum verkefnum ekki fækkað í tengslum við stofnun Þjóðgarðastofnunar.” Unnið verður að gerð lagafrumvarps um nýja Þjóðgarðsstofnun á næstu mánuðum sem umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2018.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira