Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 20:45 Styttan af Robert E. Lee og hesti hans Traveller var reist árið 1924. Vísir/Getty Borgarstjóri Charlottesville, Mike Signer, krefst þess að minnisvarðar um Þrælastríðið verði fjarlægðir úr miðborginni. Þeirra á meðal er umdeilda styttan af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem nasistar, fasistar og meðlimir haturssamtakanna Ku Klux Klan stóðu vörð um síðastliðna helgi þegar fyrirhugað var að lyfta henni af stalli sínum. Til átaka kom á milli þeirra og hóps fólks sem mótmælti veru þeirra í borginni. Þrír létust, þar af var ein kona sem ekið var á. Í yfirlýsingu frá borgarstjóranum í kvöld segir að í kjölfar „hryðjuverkaárásarinnar,“ og vísar hann þar til bílsins sem ekið var á konuna, séu minnisvarðarnir farnir að bjóða hættunni heim.Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, hefur haft í nógu að snúast.„Við getum og verðum að bregðast við með því að neita nasistum og KKK um þau sjúku skurðgoð sem þeir sækjast í,“ segir Signer. Hann boðar því, með almannahagsmuni að leiðarljósi, að minnisvarðarnir verði fjarlægðir. Hann hefur kallað eftir því að ríkisstjóri Virginíu og meðlimir löggjafarsamkundunnar styðji við ákvörðun sína. Signer hefur áður kosið gegn því að fjarlægja styttur sem vísa til Þrælastríðsins. Það gerði hann t.a.m. í maí síðastliðnum þegar til umræðu var að fjarlægja fyrrnefnda styttu af Robert E. Lee. Borgarstjórinn segir hins vegar að andlát konunnar um liðna helgi hafi orðið til þess að hann hafi nú breytt afstöðu sinni. Búist er við frekari mótmælum hægrimanna í Charlottesville um helgina. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Borgarstjóri Charlottesville, Mike Signer, krefst þess að minnisvarðar um Þrælastríðið verði fjarlægðir úr miðborginni. Þeirra á meðal er umdeilda styttan af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem nasistar, fasistar og meðlimir haturssamtakanna Ku Klux Klan stóðu vörð um síðastliðna helgi þegar fyrirhugað var að lyfta henni af stalli sínum. Til átaka kom á milli þeirra og hóps fólks sem mótmælti veru þeirra í borginni. Þrír létust, þar af var ein kona sem ekið var á. Í yfirlýsingu frá borgarstjóranum í kvöld segir að í kjölfar „hryðjuverkaárásarinnar,“ og vísar hann þar til bílsins sem ekið var á konuna, séu minnisvarðarnir farnir að bjóða hættunni heim.Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, hefur haft í nógu að snúast.„Við getum og verðum að bregðast við með því að neita nasistum og KKK um þau sjúku skurðgoð sem þeir sækjast í,“ segir Signer. Hann boðar því, með almannahagsmuni að leiðarljósi, að minnisvarðarnir verði fjarlægðir. Hann hefur kallað eftir því að ríkisstjóri Virginíu og meðlimir löggjafarsamkundunnar styðji við ákvörðun sína. Signer hefur áður kosið gegn því að fjarlægja styttur sem vísa til Þrælastríðsins. Það gerði hann t.a.m. í maí síðastliðnum þegar til umræðu var að fjarlægja fyrrnefnda styttu af Robert E. Lee. Borgarstjórinn segir hins vegar að andlát konunnar um liðna helgi hafi orðið til þess að hann hafi nú breytt afstöðu sinni. Búist er við frekari mótmælum hægrimanna í Charlottesville um helgina.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00
Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43