Sviptingar á vöruverði Costco og keppinautar bregðast við Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Costco hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum fyrir lágt vöruverð. Sviptingar hafa þó orðið á því undanfarna mánuði. Vísir/Ernir Fleiri vörur úr verðsamanburði Fréttablaðsins frá því í maí hafa hækkað í verði en lækkað samkvæmt nýrri verðathugun blaðsins. Verðkönnun Fréttablaðsins í gær sýnir að sviptingar hafa orðið á verði í Costco síðan verslunin var opnuð, bæði til hækkunar og lækkunar. Mest er hækkunin 34% á gosi en mesta lækkunin er rúm 25% á pylsumáltíð. Af verðkönnun Fréttablaðsins að dæma virðast keppinautar í einhverjum tilfellum hafa brugðist við samkeppninni frá Costco og lækkað verð. Af þeim níu vörum sem Fréttablaðið hafði verðsamanburð á frá því í maí höfðu fjórar hækkað í verði, þrjár lækkað í verði og verð tveggja haldist óbreytt. Sex þessara vara birtust í könnun blaðsins þann 24. maí þar sem verð í Costco var borið saman við verð annarra verslana á sömu vörum.Nú, tæplega þremur mánuðum eftir opnun verslunarinnar sem skók íslenskt samfélag, lék Fréttablaðinu forvitni á að vita hvernig verð hefði þróast. Sjá má að Bónus hefur á tímabilinu lækkað verð á vörum úr fyrri samanburði. Verð á stykkinu af lítilli dós af Pepsi Max hefur lækkað úr 78 kr. í 69 kr. en hún er þó enn 22 krónum dýrari en í Costco, þrátt fyrir að þar hafi verðið hækkað um rúm 34% á tímabilinu. Taka ber fram að í fyrri könnun blaðsins var verð á Pepsi Max kannað en í gær var aðeins hið sambærilega Diet Pepsi til í versluninni. Þá ber að hafa í huga að gosdrykkurinn er seldur í 24 stykkja pakkningum í Costco. Bónus hefur jafnað Costco í verði á SS pylsusinnepi eftir 10% hækkun hjá Costco og tæplega 2% lækkun hjá Bónus. Í báðum verslunum kostar flaskan nú 329 krónur en áður munaði 36 krónum Costco í vil. Verulegur verðmunur var á Panodil Hot-verkjalyfi hjá Costco og Lyfjum og heilsu í fyrri könnun. Lyfið kostar enn 929 krónur í Costco en Lyf og heilsa hefur lækkað verð sitt um tæp 19%, úr 1.459 krónum í 1.184 kr. Eftir að hafa skákað Costco í verði á tilteknum Bose-hátalara í fyrri könnun Fréttablaðsins hefur dæmið snúist við hjá Elko. Costco lækkaði verð sitt um 9,3% á meðan verð Elko hækkaði um 20% á sama tíma. Er græjan nú tæplega 4.500 krónum dýrari í Elko. Levi’s 501 gallabuxur sem kostuðu 6.399 kr. í Costco í maí kosta í dag 5.899 kr. og hefur verðið því lækkað um 7,8% á meðan Levi‘s búðin í Kringlunni hefur haldið verði sínu á sömu vöru óbreyttu, eða 11.990 kr. Fréttablaðið skoðaði einnig verð á þremur öðrum vörum sem ekki voru í fyrri samanburði blaðsins. Tvær þeirra hafa hækkað í verði. Kíló af hinum vinsælu kirsuberjum hefur hækkað um 7,7% og 55" Philips UHD snjallsjónvarp um 5%. Driscoll's jarðarberin sívinsælu hafa staðið í stað. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Fleiri vörur úr verðsamanburði Fréttablaðsins frá því í maí hafa hækkað í verði en lækkað samkvæmt nýrri verðathugun blaðsins. Verðkönnun Fréttablaðsins í gær sýnir að sviptingar hafa orðið á verði í Costco síðan verslunin var opnuð, bæði til hækkunar og lækkunar. Mest er hækkunin 34% á gosi en mesta lækkunin er rúm 25% á pylsumáltíð. Af verðkönnun Fréttablaðsins að dæma virðast keppinautar í einhverjum tilfellum hafa brugðist við samkeppninni frá Costco og lækkað verð. Af þeim níu vörum sem Fréttablaðið hafði verðsamanburð á frá því í maí höfðu fjórar hækkað í verði, þrjár lækkað í verði og verð tveggja haldist óbreytt. Sex þessara vara birtust í könnun blaðsins þann 24. maí þar sem verð í Costco var borið saman við verð annarra verslana á sömu vörum.Nú, tæplega þremur mánuðum eftir opnun verslunarinnar sem skók íslenskt samfélag, lék Fréttablaðinu forvitni á að vita hvernig verð hefði þróast. Sjá má að Bónus hefur á tímabilinu lækkað verð á vörum úr fyrri samanburði. Verð á stykkinu af lítilli dós af Pepsi Max hefur lækkað úr 78 kr. í 69 kr. en hún er þó enn 22 krónum dýrari en í Costco, þrátt fyrir að þar hafi verðið hækkað um rúm 34% á tímabilinu. Taka ber fram að í fyrri könnun blaðsins var verð á Pepsi Max kannað en í gær var aðeins hið sambærilega Diet Pepsi til í versluninni. Þá ber að hafa í huga að gosdrykkurinn er seldur í 24 stykkja pakkningum í Costco. Bónus hefur jafnað Costco í verði á SS pylsusinnepi eftir 10% hækkun hjá Costco og tæplega 2% lækkun hjá Bónus. Í báðum verslunum kostar flaskan nú 329 krónur en áður munaði 36 krónum Costco í vil. Verulegur verðmunur var á Panodil Hot-verkjalyfi hjá Costco og Lyfjum og heilsu í fyrri könnun. Lyfið kostar enn 929 krónur í Costco en Lyf og heilsa hefur lækkað verð sitt um tæp 19%, úr 1.459 krónum í 1.184 kr. Eftir að hafa skákað Costco í verði á tilteknum Bose-hátalara í fyrri könnun Fréttablaðsins hefur dæmið snúist við hjá Elko. Costco lækkaði verð sitt um 9,3% á meðan verð Elko hækkaði um 20% á sama tíma. Er græjan nú tæplega 4.500 krónum dýrari í Elko. Levi’s 501 gallabuxur sem kostuðu 6.399 kr. í Costco í maí kosta í dag 5.899 kr. og hefur verðið því lækkað um 7,8% á meðan Levi‘s búðin í Kringlunni hefur haldið verði sínu á sömu vöru óbreyttu, eða 11.990 kr. Fréttablaðið skoðaði einnig verð á þremur öðrum vörum sem ekki voru í fyrri samanburði blaðsins. Tvær þeirra hafa hækkað í verði. Kíló af hinum vinsælu kirsuberjum hefur hækkað um 7,7% og 55" Philips UHD snjallsjónvarp um 5%. Driscoll's jarðarberin sívinsælu hafa staðið í stað.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira