Á þriðja hundrað lesbía njóta blíðunnar á Ísafirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2017 22:00 Skemmtiferðaskipið Star Legend tekur sig vel út í höfninni á Ísafirði með regnbogafánann við hún. Vísir/Hafþór Gunnarsson Skemmtiferðaskipið Star Legend liggur í höfn á Ísafirði en skipið er í hringferð um Ísland. Lagt var úr höfn í Reykjavík á föstudaginn en um borð eru á þriðja hundrað lesbíur sem eru að njóta blíðunnar við Íslandsstrendur. Konurnar hafa ferðast umhverfis Íslands austurleiðina, koma við á Grundarfirði á morgun áður en þær koma aftur til Reykjavíkur á föstudag. Ferðin er skipulögð af Olivia Lesbian Travels. Systurskipið Star Pride er einnig á ferð umhverfis Ísland en bæði eru á vegum fyrirtækisins Windstar Cruises. Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir ekkert verið að skilgreina farþegana á skipunum. Það sé þó óneitanlega skemmtilegt að sjá konur hönd í hönd ganga um bæinn. Eitthvað sem sé ekki dagleg sjón í bænum, en þeim mun fallegri og skemmtilegri - eins og mannlífið í heild sinni.Skemmtiferðaskip við Ísafjörð.vísir/pjeturStór hluti af tekjum hafnarinnar Stærstur hluti farþeganna er frá Bandaríkjunum, amerískar húsmæður, en þaðan er skipið gert út. Það siglir með regnbogafánann í stafni en Hinsegin dagar hefjast einmitt á þriðjudaginn, þann 8. ágúst og lýkur með gleðigöngunni annan laugardag. Hafnarstjórinn segir skemmtiferðaskipin aldrei hafa verið fleiri en í sumar. Þau séu uppundir eitt hundrað í ár sem er algjört met. Þá gangi bókun fyrir árið 2018 og 2019 ótrúlega vel. 2018 sé hreinlega að verða fullbókað. „Þetta skiptir miklu máli fyrir okkur. Tekjur af skemmtiferðaskipunum eru um 30-40 prósent af tekjum hafnarinnar,“ segir Guðmundur Magnús, betur þekktur í tónlistarbransanum sem Papa Mugg. Það skili sínu til bæjarins en ekki bara í formi tekna heldur setji farþegar skemmtilegan svip á bæinn. „Hér blómstra verslanir og veitingastaðir sem aldrei fyrr, og minjagripaverslanir,“ segir Guðmundur Magnús. Windstar Cruisers sé til þess að gera lítið skip miðað við mörg þau sem koma á Ísafjörð. Skip með yfir fjögur þúsund farþega hafi verið í höfn sem sé vel rúmlega íbúafjöldinn á Ísafirði.Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.VIP skip í höfn í gær „Ísland er heitur pottur,“ segir Guðmundur Magnús um áhugann. Sem dæmi var eitt flottasta skemmtiferðaskip heimsins, Seven Seas Explorer, í höfn á Ísafirði í gær. Guðmundur Magnús og fleiri fengu að fara um borð og hefur kappinn aldrei séð neitt þessu líkt. „Konan sem sýndi okkur skipið sagði að megnið af þeirra farþegum væri á hinum svokallaða Forbes lista,“ segir Guðmundur Magnús. Vísar hann til listans yfir tekjuhæsta fólk í heimi. Guðmundi Magnús leist vel á það sem hann sá. „Allur lúxusinn,“ segir Guðmundur Magnús og nefnir sem dæmi að þrjú Picasso málverk hafi verið á veggjum skipsins. Fólk geti ímyndað sér verðmæti myndanna. Þegar þeir hafi svo spurt hvort það væru einhverjar stórstjörnur um borð varðist konan allra fregna.Feðgarnir Mugison og Papa Mugg komu tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á koppinn árið 2003. Hugmyndin kviknaði við bjórdrykkju í útlöndum.Aldrei fór ég suðurAldrei aftur missa af Aldrei Guðmundur Magnús og sonur hans, Örn Elías Guðmundsson sem betur er þekktur sem Mugison, komu tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á kortið um árið. SVo fór að Guðmundur Magnús missti af sinni fyrstu hátíð í fyrra þegar hann valdi sólina fram yfir hátíðina. „Það gerist ekki aftur,“ segir Papa Mugg léttur. En hvað ef hann fengi ferð um borð Seven Seas Explorer? „Ef einhver myndi borga fyrir mig myndi ég velja það.“ Af veðrinu á Ísafirði segir Guðmundur Magnús það að frétta að sumarið hafi komið seint. En þegar það kom, kom það með látum - fyrir viku. Nú er þar sól og blíða sem er ekki amalegt fyrir heimamenn og konurnar fjögur hundruð sem hafar raunar verið afar heppnar með veðrið undanfarna viku.Uppfært klukkan 23:38Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að konurnar væru á fjórða hundrað. Hið rétta er að þær eru á þriðja hundrað. Þá heitir skipið Star Legend en fyrirtækið Windsor Cruises. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Skemmtiferðaskipið Star Legend liggur í höfn á Ísafirði en skipið er í hringferð um Ísland. Lagt var úr höfn í Reykjavík á föstudaginn en um borð eru á þriðja hundrað lesbíur sem eru að njóta blíðunnar við Íslandsstrendur. Konurnar hafa ferðast umhverfis Íslands austurleiðina, koma við á Grundarfirði á morgun áður en þær koma aftur til Reykjavíkur á föstudag. Ferðin er skipulögð af Olivia Lesbian Travels. Systurskipið Star Pride er einnig á ferð umhverfis Ísland en bæði eru á vegum fyrirtækisins Windstar Cruises. Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir ekkert verið að skilgreina farþegana á skipunum. Það sé þó óneitanlega skemmtilegt að sjá konur hönd í hönd ganga um bæinn. Eitthvað sem sé ekki dagleg sjón í bænum, en þeim mun fallegri og skemmtilegri - eins og mannlífið í heild sinni.Skemmtiferðaskip við Ísafjörð.vísir/pjeturStór hluti af tekjum hafnarinnar Stærstur hluti farþeganna er frá Bandaríkjunum, amerískar húsmæður, en þaðan er skipið gert út. Það siglir með regnbogafánann í stafni en Hinsegin dagar hefjast einmitt á þriðjudaginn, þann 8. ágúst og lýkur með gleðigöngunni annan laugardag. Hafnarstjórinn segir skemmtiferðaskipin aldrei hafa verið fleiri en í sumar. Þau séu uppundir eitt hundrað í ár sem er algjört met. Þá gangi bókun fyrir árið 2018 og 2019 ótrúlega vel. 2018 sé hreinlega að verða fullbókað. „Þetta skiptir miklu máli fyrir okkur. Tekjur af skemmtiferðaskipunum eru um 30-40 prósent af tekjum hafnarinnar,“ segir Guðmundur Magnús, betur þekktur í tónlistarbransanum sem Papa Mugg. Það skili sínu til bæjarins en ekki bara í formi tekna heldur setji farþegar skemmtilegan svip á bæinn. „Hér blómstra verslanir og veitingastaðir sem aldrei fyrr, og minjagripaverslanir,“ segir Guðmundur Magnús. Windstar Cruisers sé til þess að gera lítið skip miðað við mörg þau sem koma á Ísafjörð. Skip með yfir fjögur þúsund farþega hafi verið í höfn sem sé vel rúmlega íbúafjöldinn á Ísafirði.Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.VIP skip í höfn í gær „Ísland er heitur pottur,“ segir Guðmundur Magnús um áhugann. Sem dæmi var eitt flottasta skemmtiferðaskip heimsins, Seven Seas Explorer, í höfn á Ísafirði í gær. Guðmundur Magnús og fleiri fengu að fara um borð og hefur kappinn aldrei séð neitt þessu líkt. „Konan sem sýndi okkur skipið sagði að megnið af þeirra farþegum væri á hinum svokallaða Forbes lista,“ segir Guðmundur Magnús. Vísar hann til listans yfir tekjuhæsta fólk í heimi. Guðmundi Magnús leist vel á það sem hann sá. „Allur lúxusinn,“ segir Guðmundur Magnús og nefnir sem dæmi að þrjú Picasso málverk hafi verið á veggjum skipsins. Fólk geti ímyndað sér verðmæti myndanna. Þegar þeir hafi svo spurt hvort það væru einhverjar stórstjörnur um borð varðist konan allra fregna.Feðgarnir Mugison og Papa Mugg komu tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á koppinn árið 2003. Hugmyndin kviknaði við bjórdrykkju í útlöndum.Aldrei fór ég suðurAldrei aftur missa af Aldrei Guðmundur Magnús og sonur hans, Örn Elías Guðmundsson sem betur er þekktur sem Mugison, komu tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á kortið um árið. SVo fór að Guðmundur Magnús missti af sinni fyrstu hátíð í fyrra þegar hann valdi sólina fram yfir hátíðina. „Það gerist ekki aftur,“ segir Papa Mugg léttur. En hvað ef hann fengi ferð um borð Seven Seas Explorer? „Ef einhver myndi borga fyrir mig myndi ég velja það.“ Af veðrinu á Ísafirði segir Guðmundur Magnús það að frétta að sumarið hafi komið seint. En þegar það kom, kom það með látum - fyrir viku. Nú er þar sól og blíða sem er ekki amalegt fyrir heimamenn og konurnar fjögur hundruð sem hafar raunar verið afar heppnar með veðrið undanfarna viku.Uppfært klukkan 23:38Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að konurnar væru á fjórða hundrað. Hið rétta er að þær eru á þriðja hundrað. Þá heitir skipið Star Legend en fyrirtækið Windsor Cruises. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira