Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 08:30 Neymar þarf ekki að svekkja sig mikið yfir laununum hjá PSG. Vísir Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. Paris Saint-Germain þurfti að borga Barcelona 222 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er meira en tvöföldun á metinu yfir dýrasta knattspyrnumann heims. 222 milljónir evra eru 27,5 milljarðar íslenskra króna. Þar með er þetta ekki upptalið því þá á Parísar-liðið eftir að borga leikmanninum sjálfum ofurlaun og ofurbónusa. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Neymar muni kosti franska félagið um 500 milljón evrur eða rétt tæplega 62 milljarða íslenskra króna. Neymar ákvað það í byrjun júlí að yfirgefa Barcelona samkvæmt frétt Sky Sport en hann ræddi þá við fulltrúa franska liðsins á meðan hann var í fríi rétt hjá Rio de Janeiro. Á fundinum voru Neymar, faðir hans og umboðsmaður hans Pini Zahavi. Neymar mun gera fimm ára samning við Paris Saint-Germain og þar verður hann með 30 milljónir evra í árslaun eftir skatta eða 3,7 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir að Brasilíumaðurinn fær tíu milljónir á dag alla 365 daga ársins. Hann er því með miklu meira en milljón á tímann ef við miðum við átta daga vinnudag og fimm daga vinnuviku. Vinnuskylda hans er þó minna en það en pressan á honum verður gríðarleg. Peningarnir er vissulega stór ástæða þess að Neymar er að fara til PSG en það spilar líka stóra rullu að hann vill verða stærsta stjarnan í sínu liði og sleppa undan skugga Lionel Messi. Neymar vill vinna Gullboltann og verða besti knattspyrnumaður heims en það er erfitt að skara framúr í sínu liði þegar þú spilar við hlið Messi sem er þegar orðið besti leikmaðurinn í sögu Barcelona. Neymar kemur í síðasta lagi á föstudaginn til Parísar þar sem hann mun ganga frá samningnum en franska deildin hefst um helgina. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. Paris Saint-Germain þurfti að borga Barcelona 222 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er meira en tvöföldun á metinu yfir dýrasta knattspyrnumann heims. 222 milljónir evra eru 27,5 milljarðar íslenskra króna. Þar með er þetta ekki upptalið því þá á Parísar-liðið eftir að borga leikmanninum sjálfum ofurlaun og ofurbónusa. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Neymar muni kosti franska félagið um 500 milljón evrur eða rétt tæplega 62 milljarða íslenskra króna. Neymar ákvað það í byrjun júlí að yfirgefa Barcelona samkvæmt frétt Sky Sport en hann ræddi þá við fulltrúa franska liðsins á meðan hann var í fríi rétt hjá Rio de Janeiro. Á fundinum voru Neymar, faðir hans og umboðsmaður hans Pini Zahavi. Neymar mun gera fimm ára samning við Paris Saint-Germain og þar verður hann með 30 milljónir evra í árslaun eftir skatta eða 3,7 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir að Brasilíumaðurinn fær tíu milljónir á dag alla 365 daga ársins. Hann er því með miklu meira en milljón á tímann ef við miðum við átta daga vinnudag og fimm daga vinnuviku. Vinnuskylda hans er þó minna en það en pressan á honum verður gríðarleg. Peningarnir er vissulega stór ástæða þess að Neymar er að fara til PSG en það spilar líka stóra rullu að hann vill verða stærsta stjarnan í sínu liði og sleppa undan skugga Lionel Messi. Neymar vill vinna Gullboltann og verða besti knattspyrnumaður heims en það er erfitt að skara framúr í sínu liði þegar þú spilar við hlið Messi sem er þegar orðið besti leikmaðurinn í sögu Barcelona. Neymar kemur í síðasta lagi á föstudaginn til Parísar þar sem hann mun ganga frá samningnum en franska deildin hefst um helgina.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira