Vél WOW Air sem var á leið frá Keflavík til Düsseldorf var lent í skosku borginni Edinborg fyrr í dag eftir að farþegi um borð veiktist.
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að farþeganum hafi þar verið komið undir læknishendur.
Vélin hélt svo för sinni áfram til Düsseldorf í Þýskalandi.
Lenti með veikan farþega í Edinborg
Atli Ísleifsson skrifar
