Þau temja tófur sem gæludýr í Arnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. ágúst 2017 21:30 Á afskekktum sveitabæ við Arnarfjörð hafa menn tekið upp á því að ala refi sem gæludýr. Bóndinn segir að eftir nokkrar vikur í tamningu fylgi refurinn þér eins og hundur. Frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns má sjá hér að ofan. Á íslenskum sveitabæjum í gegnum tíðina hefur tófan iðulega verið talin hið versta óhræsi. En ekki á Laugabóli við Arnarfjörð. Árni B. Erlingsson og fjölskylda stunda þar hrossarækt og leigja út gistiherbergi fyrir ferðamenn og njóta þess að hafa heitt vatn í sundlaug og til húsahitunar. En það eru yrðlingarnir sem jafnan stela senunni. „Við höfum bara oft haft yrðlinga hér sem gæludýr og við höfum oft getað haft þá í nokkur ár,” segir Árni bóndi á Laugabóli. Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð. Fyrir aftan er hin finnska Mari að sinna yrðlingunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Yrðlingarnir tveir, sem nú eru á bænum, komu úr greni sem refaskyttur unnu í vor, - þeir einu sem fengu að lifa af sjö. „Við biðjum nú bara refaveiðimenn, sem eru að vinna greni, um að hlífa einum eða tveimur fyrir okkur. Og þeir færa okkur þetta. Svo höfum við þá bara hér eins og gæludýr, núna aðallega fyrir ferðamennina, því núna erum við komin í ferðaþjónustu. Ásamt lauginni hefur þetta bara töluvert aðdráttarafl,” segir Árni. Finnsk vinnustúlka á bænum, Mari Kemppainen, segist hafa mikla ánægju af yrðlingunum og hún laugar þá reglulega með vatni úr heita pottinum. Hluti tamningarinnar er að lauga yrðlingana. Baðið er jafnframt til halda þeim hreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún segir það hluta af tamningunni að baða þá en einnig til að kenna þeim að þetta sé allt í lagi, það sé ekki sárt. „Líka til að hafa þá hreinni, - í smástund,” segir Mari. -En er ekkert mál að temja villtan ref? „Nei, það er ekkert mál. En þetta temst aðeins verr en hundur. Við skulum segja að þetta sé eins og lélegur hundur í tamningu. Eftir að við erum búnir að hafa þá í taumi í tvo-þrjá mánuði, þá getur þetta fylgt okkur bara eins og hundur,” segir Árni. Stöð 2 heimsótti Árna á Laugabóli einnig haustið 2010 en þann þátt má sjá hér. Dýr Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Á afskekktum sveitabæ við Arnarfjörð hafa menn tekið upp á því að ala refi sem gæludýr. Bóndinn segir að eftir nokkrar vikur í tamningu fylgi refurinn þér eins og hundur. Frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns má sjá hér að ofan. Á íslenskum sveitabæjum í gegnum tíðina hefur tófan iðulega verið talin hið versta óhræsi. En ekki á Laugabóli við Arnarfjörð. Árni B. Erlingsson og fjölskylda stunda þar hrossarækt og leigja út gistiherbergi fyrir ferðamenn og njóta þess að hafa heitt vatn í sundlaug og til húsahitunar. En það eru yrðlingarnir sem jafnan stela senunni. „Við höfum bara oft haft yrðlinga hér sem gæludýr og við höfum oft getað haft þá í nokkur ár,” segir Árni bóndi á Laugabóli. Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð. Fyrir aftan er hin finnska Mari að sinna yrðlingunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Yrðlingarnir tveir, sem nú eru á bænum, komu úr greni sem refaskyttur unnu í vor, - þeir einu sem fengu að lifa af sjö. „Við biðjum nú bara refaveiðimenn, sem eru að vinna greni, um að hlífa einum eða tveimur fyrir okkur. Og þeir færa okkur þetta. Svo höfum við þá bara hér eins og gæludýr, núna aðallega fyrir ferðamennina, því núna erum við komin í ferðaþjónustu. Ásamt lauginni hefur þetta bara töluvert aðdráttarafl,” segir Árni. Finnsk vinnustúlka á bænum, Mari Kemppainen, segist hafa mikla ánægju af yrðlingunum og hún laugar þá reglulega með vatni úr heita pottinum. Hluti tamningarinnar er að lauga yrðlingana. Baðið er jafnframt til halda þeim hreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún segir það hluta af tamningunni að baða þá en einnig til að kenna þeim að þetta sé allt í lagi, það sé ekki sárt. „Líka til að hafa þá hreinni, - í smástund,” segir Mari. -En er ekkert mál að temja villtan ref? „Nei, það er ekkert mál. En þetta temst aðeins verr en hundur. Við skulum segja að þetta sé eins og lélegur hundur í tamningu. Eftir að við erum búnir að hafa þá í taumi í tvo-þrjá mánuði, þá getur þetta fylgt okkur bara eins og hundur,” segir Árni. Stöð 2 heimsótti Árna á Laugabóli einnig haustið 2010 en þann þátt má sjá hér.
Dýr Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46