Faðir segir Robert Downey fá uppreist æru eins og eftir umsókn um Costco kort Heimir Már Pétursson skrifar 4. ágúst 2017 18:45 Faðir einnrar stúlkunnar sem Robert Downey var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega, segir að það sé nánast eins auðvelt að fá uppreist æru og sækja um Costco kort. Hann vill að allt ferlið í málinu verði upplýst og fagnar boðuðum lagabreytingum.Stundin greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hefði afhent fjölmiðlinum að hans ósk afrit af bréfinu sem veitti Róbert Downey uppreist æru. Undir bréfið skrifa Ólöf heitin Nordal þáverandi innanríkisráðherra og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri hinn 14. september 2016. Það er síðan lagt fram til kynningar án umræðu í ríkisstjórn daginn eftir og tveimur dögum frá undirritun ráðherra, hinn 16. september, fellst Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á tillöguna. Tillagan er að lokum staðfest á ríkisráðsfundi hinn 21. október 2016, væntanlega með öðrum málum sem eru staðfest í ríkisráði. Bergur Þór Ingólfsson faðir einnrar stúlku af fjórum sem Robert Downey, þá Róbert Árni Hreiðarsson, var dæmdur árið 2008 fyrir að hafa misnotað kynferðislega, vill að allt ferlið að baki því að Róbert fékk uppreist æru verði opinberað. „Ég er náttúrlega ánægður af fá að sjá þetta bréf. Loksins eftir sjö vikna baráttu um að fá að sjá eitthvað um þetta mál. Efst í huga er að fá að sjá restina af þessu. Hvernig var staðið að öllu þessu ferli. Hvers vegna dæmdum glæpamanni sem samkvæmt lögum fremur svívirðilegan glæp skuli vera veitt uppreist æra. Án þess að hann, svo nokkur annar viti, hafi viðurkennt að hann hafi í rauninni framið þessi brot,“ segir Bergur Þór. Hann myndi til að mynda vilja fá að sjá rökstuðninginn á bakvið ákvörðun embættismanna og innanríkisráðuneytis fyrir því að Róberti var veitt uppreist æra. Bergur Þór fagnar yfirlýsingum dómsmálaráðherra og margra þingmanna um nauðsyn þess að breyta lögum varðandi uppreist æru. En það breyti því ekki að Róbert hafi nú fengið heimild til þess að gegna yfirburðastöðu í þjóðfélaginu. Okkur þykir skrýtið að maðurinn fái að komast í þessa stöðu eins og að sækja um, ég veit ekki hvað, Costco kort. Hann bara tikkar í box og gjörið svo vel,“ segir Bergur Þór Ingólfsson. Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Faðir einnrar stúlkunnar sem Robert Downey var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega, segir að það sé nánast eins auðvelt að fá uppreist æru og sækja um Costco kort. Hann vill að allt ferlið í málinu verði upplýst og fagnar boðuðum lagabreytingum.Stundin greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hefði afhent fjölmiðlinum að hans ósk afrit af bréfinu sem veitti Róbert Downey uppreist æru. Undir bréfið skrifa Ólöf heitin Nordal þáverandi innanríkisráðherra og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri hinn 14. september 2016. Það er síðan lagt fram til kynningar án umræðu í ríkisstjórn daginn eftir og tveimur dögum frá undirritun ráðherra, hinn 16. september, fellst Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á tillöguna. Tillagan er að lokum staðfest á ríkisráðsfundi hinn 21. október 2016, væntanlega með öðrum málum sem eru staðfest í ríkisráði. Bergur Þór Ingólfsson faðir einnrar stúlku af fjórum sem Robert Downey, þá Róbert Árni Hreiðarsson, var dæmdur árið 2008 fyrir að hafa misnotað kynferðislega, vill að allt ferlið að baki því að Róbert fékk uppreist æru verði opinberað. „Ég er náttúrlega ánægður af fá að sjá þetta bréf. Loksins eftir sjö vikna baráttu um að fá að sjá eitthvað um þetta mál. Efst í huga er að fá að sjá restina af þessu. Hvernig var staðið að öllu þessu ferli. Hvers vegna dæmdum glæpamanni sem samkvæmt lögum fremur svívirðilegan glæp skuli vera veitt uppreist æra. Án þess að hann, svo nokkur annar viti, hafi viðurkennt að hann hafi í rauninni framið þessi brot,“ segir Bergur Þór. Hann myndi til að mynda vilja fá að sjá rökstuðninginn á bakvið ákvörðun embættismanna og innanríkisráðuneytis fyrir því að Róberti var veitt uppreist æra. Bergur Þór fagnar yfirlýsingum dómsmálaráðherra og margra þingmanna um nauðsyn þess að breyta lögum varðandi uppreist æru. En það breyti því ekki að Róbert hafi nú fengið heimild til þess að gegna yfirburðastöðu í þjóðfélaginu. Okkur þykir skrýtið að maðurinn fái að komast í þessa stöðu eins og að sækja um, ég veit ekki hvað, Costco kort. Hann bara tikkar í box og gjörið svo vel,“ segir Bergur Þór Ingólfsson.
Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47
„Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42
„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent