Erla Bolladóttir: „Innst inni vissi ég að þetta gerðist ekki“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 19:15 Erla Bolladóttir segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg. Vísir Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist hafa beðið Sævar Ciesielski afsökunar á sínum hlut í máli hans áður en hann lést. Þetta kemur fram í viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Erlu. Viðtalið er tilkomið vegna heimildarmyndarinnar Out Of Thin Air sem sýnd verður í Bretlandi mánudaginn 14. ágúst. „Innst inni vissi ég að þetta gerðist ekki. En á þeim tíma var ég einhvern veginn ekki alveg viss,“ segir Erla um martröð sem hana dreymdi kvöldið sem Guðmundur Einarsson hvarf árið 1974. Þar dreymdi hana að menn stæðu fyrir utan gluggann sinn og væru að hvíslast á. Minningar Erlu af draumnum gegndu síðar lykilhlutverki þegar hún, Sævar Ciesielski sem þá var unnusti hennar, og fjórir aðrir voru dæmdir í fangelsi fyrir morðin á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni.Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980.Mynd/Ljósmyndasafn ReykjavíkurSættist við Sævar Þegar Sævar og Erla voru handtekin og hneppt í gæsluvarðhald áttu þau saman kornunga dóttur. Erla segist hafa náð að sættast við Sævar áður en hann lést árið 2011. „Í langan tíma, sama hversu drukkinn hann var, hann kom oft heim til mín og ég gat ekki boðið honum inn því ég átti fjölskyldu þar. Svo við gerðum samning. Hann hringdi bjöllunni og ég fór niður í hjólageymslu. Þar gátum við verði alveg í friði. Við sátum á gólfinu og spjölluðum klukkustundum saman,“ segir Erla. Hún segir að það hafi verið í þessum samtölum þeirra að hún sannfærðist um sakleysi Sævars.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Endurupptökunefnd ákvað í febrúar á þessu ári að mál fimm sakborninganna af sex muni fara aftur fyrir dómstóla. Mál allra nema Erlu Bolladóttur. Heimildarmyndin Out of Thin Air kemur út á streymisveitunni Netflix í september. Stiklu fyrir myndina má sjá hér fyrir neðan. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist hafa beðið Sævar Ciesielski afsökunar á sínum hlut í máli hans áður en hann lést. Þetta kemur fram í viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Erlu. Viðtalið er tilkomið vegna heimildarmyndarinnar Out Of Thin Air sem sýnd verður í Bretlandi mánudaginn 14. ágúst. „Innst inni vissi ég að þetta gerðist ekki. En á þeim tíma var ég einhvern veginn ekki alveg viss,“ segir Erla um martröð sem hana dreymdi kvöldið sem Guðmundur Einarsson hvarf árið 1974. Þar dreymdi hana að menn stæðu fyrir utan gluggann sinn og væru að hvíslast á. Minningar Erlu af draumnum gegndu síðar lykilhlutverki þegar hún, Sævar Ciesielski sem þá var unnusti hennar, og fjórir aðrir voru dæmdir í fangelsi fyrir morðin á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni.Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980.Mynd/Ljósmyndasafn ReykjavíkurSættist við Sævar Þegar Sævar og Erla voru handtekin og hneppt í gæsluvarðhald áttu þau saman kornunga dóttur. Erla segist hafa náð að sættast við Sævar áður en hann lést árið 2011. „Í langan tíma, sama hversu drukkinn hann var, hann kom oft heim til mín og ég gat ekki boðið honum inn því ég átti fjölskyldu þar. Svo við gerðum samning. Hann hringdi bjöllunni og ég fór niður í hjólageymslu. Þar gátum við verði alveg í friði. Við sátum á gólfinu og spjölluðum klukkustundum saman,“ segir Erla. Hún segir að það hafi verið í þessum samtölum þeirra að hún sannfærðist um sakleysi Sævars.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Endurupptökunefnd ákvað í febrúar á þessu ári að mál fimm sakborninganna af sex muni fara aftur fyrir dómstóla. Mál allra nema Erlu Bolladóttur. Heimildarmyndin Out of Thin Air kemur út á streymisveitunni Netflix í september. Stiklu fyrir myndina má sjá hér fyrir neðan.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
„Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03