Neymar eða 55 þúsund Costco-fílar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 21:00 Koma Neymar til franska liðsins Paris Saint Germain var staðfest í gær en Brasilíumaðurinn er nú lang dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Neymar kostaði franska félagið um 200 milljónir punda, eða 27 og hálfan milljarð íslenskra króna. stjórn Parísar-liðsins ákvað að einfaldlega að nýta sér klásúlu í samningi Neymar við Barcelona sem skildaði Barcelona til þess að samþykkja tilboðið. Hann skrifaði undir risa samning, er með 106 milljónir króna á viku, eða 424 milljónir á mánuði. Hann er meira en tvöfalt dýrari en Paul Pogba, sem var fyrir gærdaginn, dýrasti knattspyrnumaður heims. Gareth Bale er í þriðja sæti, rétt ódýrari en Pogba og þar á eftir liðsfélagi hans Cristiano Ronaldo sem skipti um lið árið 2009 og var þá lang dýrastur í sögunni. Upphæðin hefur vakið mikla athygli, enda úr öllum takti við fyrri met af þessu tagi. Fyrir peninginn sem Neymar kostaði hefði stjórn París Saint Germain getað keypt 55 þúsund Costco-fíla. Fyrir upphæðina sem Neymar kostaði hefði verið hægt að kaupa 56 náttborð í Ikea fyrir hvern einasta Íslending. Og stjórn Paris Saint Germain hefði getað bókað Íslandsvinina til þess að spila í einkapartíi, á hverjum degi í heilt ár, miðað við verðskrá sem birtist í fjölmiðlum erlendis. Og launin, þau geta keypt ýmislegt. Ef við gefum okkur að sextán þúsund manns verði á Þjóðhátíð í Eyjum og að Neymar hafi sýnt fyrirhyggju og keypt miðana í forsölu – þá hefði hann verið tæpa átján daga að þéna nóg til að kaupa miða handa öllum viðstöddum. Neymar fær nefnilega rúmar 15 milljónir á dag, tæplega 631 þúsund krónur á hvern klukkutíma og meira en 10 þúsund 515 krónur á hverja mínútu sólarhringsins. Og fyrir að horfa á fréttina sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan hefði Neymar þénað 17525 krónur. Íslenski boltinn Tengdar fréttir PSG staðfestir kaupin á Neymar Neymar er formlega genginn í raðir PSG í Frakklandi fyrir 222 milljónir evra. 3. ágúst 2017 20:27 Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG. 4. ágúst 2017 15:30 Neymar: Ég þurfti nýja áskorun Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain. 4. ágúst 2017 09:00 Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29 Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Koma Neymar til franska liðsins Paris Saint Germain var staðfest í gær en Brasilíumaðurinn er nú lang dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Neymar kostaði franska félagið um 200 milljónir punda, eða 27 og hálfan milljarð íslenskra króna. stjórn Parísar-liðsins ákvað að einfaldlega að nýta sér klásúlu í samningi Neymar við Barcelona sem skildaði Barcelona til þess að samþykkja tilboðið. Hann skrifaði undir risa samning, er með 106 milljónir króna á viku, eða 424 milljónir á mánuði. Hann er meira en tvöfalt dýrari en Paul Pogba, sem var fyrir gærdaginn, dýrasti knattspyrnumaður heims. Gareth Bale er í þriðja sæti, rétt ódýrari en Pogba og þar á eftir liðsfélagi hans Cristiano Ronaldo sem skipti um lið árið 2009 og var þá lang dýrastur í sögunni. Upphæðin hefur vakið mikla athygli, enda úr öllum takti við fyrri met af þessu tagi. Fyrir peninginn sem Neymar kostaði hefði stjórn París Saint Germain getað keypt 55 þúsund Costco-fíla. Fyrir upphæðina sem Neymar kostaði hefði verið hægt að kaupa 56 náttborð í Ikea fyrir hvern einasta Íslending. Og stjórn Paris Saint Germain hefði getað bókað Íslandsvinina til þess að spila í einkapartíi, á hverjum degi í heilt ár, miðað við verðskrá sem birtist í fjölmiðlum erlendis. Og launin, þau geta keypt ýmislegt. Ef við gefum okkur að sextán þúsund manns verði á Þjóðhátíð í Eyjum og að Neymar hafi sýnt fyrirhyggju og keypt miðana í forsölu – þá hefði hann verið tæpa átján daga að þéna nóg til að kaupa miða handa öllum viðstöddum. Neymar fær nefnilega rúmar 15 milljónir á dag, tæplega 631 þúsund krónur á hvern klukkutíma og meira en 10 þúsund 515 krónur á hverja mínútu sólarhringsins. Og fyrir að horfa á fréttina sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan hefði Neymar þénað 17525 krónur.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir PSG staðfestir kaupin á Neymar Neymar er formlega genginn í raðir PSG í Frakklandi fyrir 222 milljónir evra. 3. ágúst 2017 20:27 Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG. 4. ágúst 2017 15:30 Neymar: Ég þurfti nýja áskorun Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain. 4. ágúst 2017 09:00 Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29 Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
PSG staðfestir kaupin á Neymar Neymar er formlega genginn í raðir PSG í Frakklandi fyrir 222 milljónir evra. 3. ágúst 2017 20:27
Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG. 4. ágúst 2017 15:30
Neymar: Ég þurfti nýja áskorun Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain. 4. ágúst 2017 09:00
Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29
Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30