Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee hefur verið í miklu stuði á heimsbikarmóti í Berlín undanfarna tvo daga og slegið tvö Íslandsmet.
Í gær sló Anton Sveinn átta ára gamalt Íslandsmet Jakobs Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi í 25 metra laug.
Anton Sveinn synti á 58,66 sekúndum en gamla metið hans Jakobs Jóhanns var 58,90 sekúndur. Anton Sveinn endaði í 9. sæti og var nálægt því að komast í úrslit.
Í dag sló Anton Sveinn svo annað átta ára gamalt Íslandsmet Jakobs Jóhanns í 50 metra bringusundi.
Anton Sveinn synti metrana 50 á 27,20 sekúndum. Gamla metið hans Jakobs Jóhanns var 27,37 sekúndur. Anton Sveinn endaði í 13. sæti í 50 metra bringusundinu.

