Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Innkoma bandaríska risans Costco á íslenskan markað hefur haft umtalsverð áhrif. Costco opnaði verslun sína í Garðabæ 23. maí. vísir/eyþór Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samkeppnisyfirvöld verða að fylgjast með þeirri þróun sem á sér nú stað á smásölumarkaði og taka tillit til þess að samkeppnisumhverfið sé að gjörbreytast. Áhyggjuefni sé ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skuli í öðrum sambærilegum málum sem eftirlitið hefur á borði sínu.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustuvísir/stefán„Þróunin á markaðinum er svo gífurlega hröð. Samkeppniseftirlitið má því hafa sig allt við ef það ætlar að fylgjast með henni. Það er afskaplega hætt við því að forsendur sem liggja fyrir ákvörðun sem er tekin á ákveðnum tímapunkti verði orðnar úreltar skömmu síðar. Það er stóra áhyggjuefnið,“ segir Andrés. Hagar og Festi hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Samkeppniseftirlitið ógilti í síðasta mánuði kaup Haga á Lyfju og fjallar nú um fyrirhuguð kaup N1 á Festi og Haga á Olís. Andrés segir það aldrei hafa gerst að tveir alþjóðlegir risar komi nánast á sama tíma inn á hinn agnarsmáa íslenska markað og á þar við Costco og fatakeðjuna H&M. „Það þarf ekki mikinn speking til þess að sjá að innkoma þessara risa hlýtur að hafa mikil áhrif á umgjörð greinarinnar. Hver hún verður til langframa er ekki hægt að svara hér og nú. En það er óeðlilegt að álykta öðruvísi en svo að koma fyrirtækjanna muni hafa umtalsverðar breytingar í för með sér.“ Eðlilegt sé að þær verslanir sem fyrir eru á markaðinum reyni að bregðast við þessari breyttu stöðu og að það verði einhver hreyfing á markaðinum, til dæmis í sameiningarátt. „Við gjörbreyttar kringumstæður leita verslanir auðvitað leiða til að ná fram eins mikilli hagræðingu og hægt er.“ Andrés segir ekkert benda til þess að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. „Eftirlitið verður að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif nýir stórir aðilar hafa á okkar litla markað. Það verður að fylgjast með þróuninni á hverjum tíma. Það er beinlínis skylda samkeppnisyfirvalda.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samkeppnisyfirvöld verða að fylgjast með þeirri þróun sem á sér nú stað á smásölumarkaði og taka tillit til þess að samkeppnisumhverfið sé að gjörbreytast. Áhyggjuefni sé ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skuli í öðrum sambærilegum málum sem eftirlitið hefur á borði sínu.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustuvísir/stefán„Þróunin á markaðinum er svo gífurlega hröð. Samkeppniseftirlitið má því hafa sig allt við ef það ætlar að fylgjast með henni. Það er afskaplega hætt við því að forsendur sem liggja fyrir ákvörðun sem er tekin á ákveðnum tímapunkti verði orðnar úreltar skömmu síðar. Það er stóra áhyggjuefnið,“ segir Andrés. Hagar og Festi hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Samkeppniseftirlitið ógilti í síðasta mánuði kaup Haga á Lyfju og fjallar nú um fyrirhuguð kaup N1 á Festi og Haga á Olís. Andrés segir það aldrei hafa gerst að tveir alþjóðlegir risar komi nánast á sama tíma inn á hinn agnarsmáa íslenska markað og á þar við Costco og fatakeðjuna H&M. „Það þarf ekki mikinn speking til þess að sjá að innkoma þessara risa hlýtur að hafa mikil áhrif á umgjörð greinarinnar. Hver hún verður til langframa er ekki hægt að svara hér og nú. En það er óeðlilegt að álykta öðruvísi en svo að koma fyrirtækjanna muni hafa umtalsverðar breytingar í för með sér.“ Eðlilegt sé að þær verslanir sem fyrir eru á markaðinum reyni að bregðast við þessari breyttu stöðu og að það verði einhver hreyfing á markaðinum, til dæmis í sameiningarátt. „Við gjörbreyttar kringumstæður leita verslanir auðvitað leiða til að ná fram eins mikilli hagræðingu og hægt er.“ Andrés segir ekkert benda til þess að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. „Eftirlitið verður að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif nýir stórir aðilar hafa á okkar litla markað. Það verður að fylgjast með þróuninni á hverjum tíma. Það er beinlínis skylda samkeppnisyfirvalda.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47
Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð. 20. júlí 2017 06:00