Varaforseti Bandaríkjanna þvertekur fyrir forsetaframboð Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2017 11:04 Mike Pence hyggur alls ekki á forsetaframboð ef marka má afdráttarlausa yfirlýsingu hans. Vísir/EPA Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur brugðist reiður við fréttum af hugsanlegu forsetaframboði hans árið 2020. Segir hann fréttirnar móðgandi fyrir sig og alla fjölskyldu sína og starfslið. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að ýmislegt í dagskrá og fjáröflun Pence væru dæmigerð fyrir þá sem væru að búa í haginn fyrir forsetaframboð. Þannig sagði New York Times frá því á sunnudag að Pence hefði sett á laggirnar fjáröflunarnefnd og varaforsetinn hefði safnað milljón dollara á viðburði í Washington-borg í síðustu viku. Af fréttunum mátti þannig skilja að Pence og hópur repúblikana væru að gera sig tilbúna fyrir að Donald Trump forseti bjóði sig annað hvort ekki fram aftur eftir þrjú ár eða að hann muni ekki endast kjörtímabilið. Blaðið hafði þó eftir heimildamönnum sínum að Pence færi aðeins fram ef Trump yrði ekki í framboði.Segir fullyrðingar NYT algerlega rangarStutt forsetatíð Trump hefur einkennst af glundroða en rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnda á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa hefur legið þungt á forsetanum. Trump hefur ekkert gefið í skyn að hann muni ekki bjóða sig fram aftur og hefur í raun þegar hafið undirbúning fyrir annað forsetaframboð. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði Pence að frétt New York Times væri skammarleg og að fullyrðingarnar í henni væru algerlega rangar. Pence sagði jafnframt að hann og starfslið hans beindu nú öllum kröftum sínum að því að vinna að stefnumálum Trump og að tryggja endurkjör hans árið 2020. Talsmaður New York Times segir hins vegar í yfirlýsingu til Washington Post að blaðið standi við frétt sína og hyggist láta hana tala eigin máli. Donald Trump Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hljóp á sig Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur brugðist reiður við fréttum af hugsanlegu forsetaframboði hans árið 2020. Segir hann fréttirnar móðgandi fyrir sig og alla fjölskyldu sína og starfslið. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að ýmislegt í dagskrá og fjáröflun Pence væru dæmigerð fyrir þá sem væru að búa í haginn fyrir forsetaframboð. Þannig sagði New York Times frá því á sunnudag að Pence hefði sett á laggirnar fjáröflunarnefnd og varaforsetinn hefði safnað milljón dollara á viðburði í Washington-borg í síðustu viku. Af fréttunum mátti þannig skilja að Pence og hópur repúblikana væru að gera sig tilbúna fyrir að Donald Trump forseti bjóði sig annað hvort ekki fram aftur eftir þrjú ár eða að hann muni ekki endast kjörtímabilið. Blaðið hafði þó eftir heimildamönnum sínum að Pence færi aðeins fram ef Trump yrði ekki í framboði.Segir fullyrðingar NYT algerlega rangarStutt forsetatíð Trump hefur einkennst af glundroða en rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnda á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa hefur legið þungt á forsetanum. Trump hefur ekkert gefið í skyn að hann muni ekki bjóða sig fram aftur og hefur í raun þegar hafið undirbúning fyrir annað forsetaframboð. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði Pence að frétt New York Times væri skammarleg og að fullyrðingarnar í henni væru algerlega rangar. Pence sagði jafnframt að hann og starfslið hans beindu nú öllum kröftum sínum að því að vinna að stefnumálum Trump og að tryggja endurkjör hans árið 2020. Talsmaður New York Times segir hins vegar í yfirlýsingu til Washington Post að blaðið standi við frétt sína og hyggist láta hana tala eigin máli.
Donald Trump Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hljóp á sig Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira