Tónlistarkonan DJ Flugvél og geimskip gaf í dag út nýtt myndband fyrir lagið Tilraunastofa. Þar segir hún frá því hvernig dularfullir menn breyttu heimili hennar í tilraunastofu. Mennirnir reynast svo ekki allir þar sem þeir eru séðir.
Lagið sem um ræðir er af plötunni Nótt á hafsbotni.