Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, er kominn með í hendurnar gögn frá dómsmálaráðuneytinu er varða þá ákvörðun að veita Róberti Árna Hreiðarssyni, sem nú heitir Róbert Downey, uppreist æru.
Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. Brynjar ætlar að kynna nefndarmönnum öll gögn málsins, meðal annars gögn um það hverjir veittu umsagnir um veitingu uppreistar æru.
Kynnir gögn um mál Róberts Downey
Tengdar fréttir

Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey
Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun.

Faðir segir Robert Downey fá uppreist æru eins og eftir umsókn um Costco kort
Faðir einnrar stúlkunnar sem Robert Downey var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega, segir að það sé nánast eins auðvelt að fá uppreist æru og sækja um Costoco kort.

Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi
Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru.