Dönsku stelpurnar enduðu 24 ára sigurgöngu Þjóðverja Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júlí 2017 12:00 Liðsmenn Dana fagna sigurmarkinu. Vísir/Getty Dönsku stelpurnar enduðu 24 ára sigurgöngu þýska kvennalandsins í knattspyrnu, en Danir unnu 2-1 sigur í leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Hollandi. Þetta er fyrsta tap Þjóðverja í úrslitakeppni síðan 1993, en liðið hefur unnið sex Evrópumót í röð. Ótrúlegur árangur. Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi, en vegna mikillar rigningu í gær varð að fresta honum. Hann var því spilaður í Rotterdam í morgun. Isabel Kerschowski kom Þjóðverjum yfir á þriðju mínútu eftir klaufaleg mistök markvarðar Dana. Staðan 1-0 í hálfleik. Nadia Nadim jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks með skalla og Theresa Nielsen reydist svo hetjan með öðru skallamarki sjö mínútum fyrir leikslok. Ótrúlegur sigur Dana sem fögnuðu gífurlega í leikslok og eru komin í undanúrslit þar sem liðið mætir annað hvort Austurríki eða Spáni. EM 2017 í Hollandi
Dönsku stelpurnar enduðu 24 ára sigurgöngu þýska kvennalandsins í knattspyrnu, en Danir unnu 2-1 sigur í leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Hollandi. Þetta er fyrsta tap Þjóðverja í úrslitakeppni síðan 1993, en liðið hefur unnið sex Evrópumót í röð. Ótrúlegur árangur. Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi, en vegna mikillar rigningu í gær varð að fresta honum. Hann var því spilaður í Rotterdam í morgun. Isabel Kerschowski kom Þjóðverjum yfir á þriðju mínútu eftir klaufaleg mistök markvarðar Dana. Staðan 1-0 í hálfleik. Nadia Nadim jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks með skalla og Theresa Nielsen reydist svo hetjan með öðru skallamarki sjö mínútum fyrir leikslok. Ótrúlegur sigur Dana sem fögnuðu gífurlega í leikslok og eru komin í undanúrslit þar sem liðið mætir annað hvort Austurríki eða Spáni.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti