Fótbolti

Hjörtur hafði betur gegn Hallgrími

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur í leik með Bröndby.
Hjörtur í leik með Bröndby. vísir/getty
Hjörtur Hermannsson hafði betur gegn Hallgrími Jónassyni þegar lið þeirra, Bröndby og Lyngby, mættust í miklum markaleik í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 5-3 sigur Bröndby.

Bror Blume kom Lyngby yfir strax á annari mínútu, en Bröndby skoraði svo tvö mörk á innan við mínútu og var komið í 2-1.

Kim Ojo jafnaði þó metin fyrir hlé og staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Mikkel Rygaard fékk að líta sitt annað gula spjald í liði Lyngby og var sendur í sturtu.

Varamaðurinn Lasse Vigen Christensen jafnaði metin fyrir Bröndby á 55. mínútu og Lasse var aftur á ferðinni á 68. mínútu þegar hann kom Bröndby í 3-2.

Cashep Höjer Nielsen jafnaði fyrir Lyngby í þessum mikla markaleik, en Besar Halimi reyndist hetjan ellefu mínútum fyrir leikslok þegar hann kom Bröndby í 4-3.

Lasse Vigen fullkomnaði svo þrennuna sjö mínútum fyrir leikslok og setti síðastsa naglann í líkkistu Lyngby.

Hjörtur Hermannsson stóð vaktina í vörn Bröndby, en þeir eru með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina. Hallgrimur Jónasson var einnig á vaktinni í vörn Lyngby, en Lyngby er með þrjú stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×