Hjörtur Hermannsson hafði betur gegn Hallgrími Jónassyni þegar lið þeirra, Bröndby og Lyngby, mættust í miklum markaleik í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 5-3 sigur Bröndby.
Bror Blume kom Lyngby yfir strax á annari mínútu, en Bröndby skoraði svo tvö mörk á innan við mínútu og var komið í 2-1.
Kim Ojo jafnaði þó metin fyrir hlé og staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Mikkel Rygaard fékk að líta sitt annað gula spjald í liði Lyngby og var sendur í sturtu.
Varamaðurinn Lasse Vigen Christensen jafnaði metin fyrir Bröndby á 55. mínútu og Lasse var aftur á ferðinni á 68. mínútu þegar hann kom Bröndby í 3-2.
Cashep Höjer Nielsen jafnaði fyrir Lyngby í þessum mikla markaleik, en Besar Halimi reyndist hetjan ellefu mínútum fyrir leikslok þegar hann kom Bröndby í 4-3.
Lasse Vigen fullkomnaði svo þrennuna sjö mínútum fyrir leikslok og setti síðastsa naglann í líkkistu Lyngby.
Hjörtur Hermannsson stóð vaktina í vörn Bröndby, en þeir eru með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina. Hallgrimur Jónasson var einnig á vaktinni í vörn Lyngby, en Lyngby er með þrjú stig eftir þrjá leiki.
Hjörtur hafði betur gegn Hallgrími
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn

Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
