Koffínbörnin Lára G. Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Það er kvöldmatarleyti og tvö börn, giska 12 ára, eru á undan mér við kassa í matvörubúð. Á færibandinu eru tveir orkudrykkir. Afgreiðsludaman gerir enga athugasemd við innkaupin. Ég er við það að segja eitthvað því ein lítil dós of orkudrykk inniheldur rúmlega 100 mg af koffíni og á henni stendur að drykkurinn sé ekki ætlaður börnum. Ég bít saman varirnar og held aftur af mér, hugsandi hvort kaupin séu með samþykki foreldranna. Ástæðan fyrir því að börn eiga ekki að neyta koffíns er meðal annars sú að koffín er vanabindandi og örvandi efni. Sem dæmi þá safnast boðefnið adenósín upp í heilanum þegar við vökum og veldur syfju. Koffín ýtir adenósíni til hliðar og hindrar að við verðum þreytt. Það lengir þannig sofnunartíma og styttir heildarsvefntíma, þar með talið mikilvægasta svefnstigið, djúpsvefninn, þegar meðal annars vaxtarhormón verða til. Þegar barn innbyrðir koffín seinnipart dags er líklegt að það trufli svefn þess, því koffín er lengi að fara úr líkamanum. Barn sem fær koffín klukkan sex um kvöld er enn með helming þess í líkamanum um miðnætti. Auk þess að trufla svefn getur einn orkudrykkur aukið blóðþrýsting hjá barni, valdið hröðum hjartslætti, höfuðverk, einbeitingarleysi og óróleika. Tölur sýna að koffínneysla barna hefur aukist undanfarin ár enda orðið algengt að koffíni sé bætt í drykki eins og gos, íste, sykraða drykki með kaffibragði og orkudrykki. Sjálf hef ég fundið koffíndrykki í fórum míns barns. Eftir að hafa útskýrt hvað koffín gerir, þá gætir hann þess nú að velja drykki án koffíns. Við foreldrarnir getum sem betur fer gripið inn í áður en neyslan verður að vana.Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Það er kvöldmatarleyti og tvö börn, giska 12 ára, eru á undan mér við kassa í matvörubúð. Á færibandinu eru tveir orkudrykkir. Afgreiðsludaman gerir enga athugasemd við innkaupin. Ég er við það að segja eitthvað því ein lítil dós of orkudrykk inniheldur rúmlega 100 mg af koffíni og á henni stendur að drykkurinn sé ekki ætlaður börnum. Ég bít saman varirnar og held aftur af mér, hugsandi hvort kaupin séu með samþykki foreldranna. Ástæðan fyrir því að börn eiga ekki að neyta koffíns er meðal annars sú að koffín er vanabindandi og örvandi efni. Sem dæmi þá safnast boðefnið adenósín upp í heilanum þegar við vökum og veldur syfju. Koffín ýtir adenósíni til hliðar og hindrar að við verðum þreytt. Það lengir þannig sofnunartíma og styttir heildarsvefntíma, þar með talið mikilvægasta svefnstigið, djúpsvefninn, þegar meðal annars vaxtarhormón verða til. Þegar barn innbyrðir koffín seinnipart dags er líklegt að það trufli svefn þess, því koffín er lengi að fara úr líkamanum. Barn sem fær koffín klukkan sex um kvöld er enn með helming þess í líkamanum um miðnætti. Auk þess að trufla svefn getur einn orkudrykkur aukið blóðþrýsting hjá barni, valdið hröðum hjartslætti, höfuðverk, einbeitingarleysi og óróleika. Tölur sýna að koffínneysla barna hefur aukist undanfarin ár enda orðið algengt að koffíni sé bætt í drykki eins og gos, íste, sykraða drykki með kaffibragði og orkudrykki. Sjálf hef ég fundið koffíndrykki í fórum míns barns. Eftir að hafa útskýrt hvað koffín gerir, þá gætir hann þess nú að velja drykki án koffíns. Við foreldrarnir getum sem betur fer gripið inn í áður en neyslan verður að vana.Höfundur er læknir.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun