Ríkin fjögur setja fram nýjar kröfur til Katara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2017 06:00 Þessir úlfaldar eru á meðal fórnarlamba deilunnar. Þeir þurftu að ganga langa leið til baka eftir að hafa verið meinuð innganga í Sádi-Arabíu. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP Arabaríkin fjögur, sem beita Katara nú viðskiptaþvingunum og hafa slitið stjórnmálasambandi við ríkið, hyggjast gera nýjar kröfur til Katara. Ríkin, Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin, settu fram þrettán kröfur til Katara í síðasta mánuði sem þeir vildu að Katarar uppfylltu, ættu ríkin að aflétta þvingunum. Því höfnuðu Katarar. Fastafulltrúar ríkjanna fjögurra hjá Sameinuðu þjóðunum héldu fund með blaðamönnum í höfuðstöðvum SÞ í gær þar sem þeir tilkynntu að nýju kröfurnar yrðu sex talsins og öllu víðtækari en fyrrnefndar þrettán. Á meðal þeirra verða kröfur um aukna skuldbindingu Katara í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og að hætta að grafa undan stöðugleika við Persaflóa. Á fundinum kváðust fastafulltrúarnir vilja leysa deiluna á vinsamlegan átt. Sagði fastafulltrúi Sádi-Arabíu, Abdullah al-Mouallimi, að utanríkisráðherrar ríkjanna hefðu samþykkt sín á milli umræddar sex kröfur á fundi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þann fimmta júlí. „Auðvelt ætti að vera fyrir Katara að samþykkja kröfurnar,“ sagði al-Mouallimi.Abdullah al-Mouallimi, fastafulltrúi Sádi-Arabíu hjá SÞ.Nordicphotos/AFPSádi-Arabinn sagði jafnframt að kröfurnar væru ófrávíkjanlegar og að málamiðlanir kæmu ekki til greina. Hins vegar væru ríkin fjögur til í að ræða við Katara um hvernig yrði best að innleiða kröfurnar. Athygli vakti að al-Mouallimi sagði að það gæti reynst óþarft að loka katarska fjölmiðlinum Al Jazeera, líkt og upphaflegu kröfurnar gerðu ráð fyrir. Sagði hann hins vegar að miðillinn þyrfti að hætta að hvetja til ofbeldis og miðla hatursáróðri. „Ef við getum náð því markmiði án þess að loka Al Jazeera er það í lagi.“ Upptökin að deilunni við Persaflóa má rekja til þeirrar sannfæringar ríkjanna fjögurra að Katarar styðji hryðjuverkasamtök. Þá er Sádi-Aröbum einkar illa við hversu góð samskipti Katara eru við stjórnvöld í Íran. Katarar tjáðu sig ekki um tilkynningu ríkjanna fjögurra í gær. Hafa þeir jafnframt alltaf neitað því að hafa styrkt hryðjuverkasamtök. Persaflóadeilan hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hafa Katarar neyðst til þess að flytja inn mat og drykk með skipum og flugvélum. Áður en ríkið var beitt viðskiptaþvingunum komu um áttatíu prósent allra matvæla Katara frá ríkjunum fjórum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Arabaríkin fjögur, sem beita Katara nú viðskiptaþvingunum og hafa slitið stjórnmálasambandi við ríkið, hyggjast gera nýjar kröfur til Katara. Ríkin, Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin, settu fram þrettán kröfur til Katara í síðasta mánuði sem þeir vildu að Katarar uppfylltu, ættu ríkin að aflétta þvingunum. Því höfnuðu Katarar. Fastafulltrúar ríkjanna fjögurra hjá Sameinuðu þjóðunum héldu fund með blaðamönnum í höfuðstöðvum SÞ í gær þar sem þeir tilkynntu að nýju kröfurnar yrðu sex talsins og öllu víðtækari en fyrrnefndar þrettán. Á meðal þeirra verða kröfur um aukna skuldbindingu Katara í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og að hætta að grafa undan stöðugleika við Persaflóa. Á fundinum kváðust fastafulltrúarnir vilja leysa deiluna á vinsamlegan átt. Sagði fastafulltrúi Sádi-Arabíu, Abdullah al-Mouallimi, að utanríkisráðherrar ríkjanna hefðu samþykkt sín á milli umræddar sex kröfur á fundi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þann fimmta júlí. „Auðvelt ætti að vera fyrir Katara að samþykkja kröfurnar,“ sagði al-Mouallimi.Abdullah al-Mouallimi, fastafulltrúi Sádi-Arabíu hjá SÞ.Nordicphotos/AFPSádi-Arabinn sagði jafnframt að kröfurnar væru ófrávíkjanlegar og að málamiðlanir kæmu ekki til greina. Hins vegar væru ríkin fjögur til í að ræða við Katara um hvernig yrði best að innleiða kröfurnar. Athygli vakti að al-Mouallimi sagði að það gæti reynst óþarft að loka katarska fjölmiðlinum Al Jazeera, líkt og upphaflegu kröfurnar gerðu ráð fyrir. Sagði hann hins vegar að miðillinn þyrfti að hætta að hvetja til ofbeldis og miðla hatursáróðri. „Ef við getum náð því markmiði án þess að loka Al Jazeera er það í lagi.“ Upptökin að deilunni við Persaflóa má rekja til þeirrar sannfæringar ríkjanna fjögurra að Katarar styðji hryðjuverkasamtök. Þá er Sádi-Aröbum einkar illa við hversu góð samskipti Katara eru við stjórnvöld í Íran. Katarar tjáðu sig ekki um tilkynningu ríkjanna fjögurra í gær. Hafa þeir jafnframt alltaf neitað því að hafa styrkt hryðjuverkasamtök. Persaflóadeilan hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hafa Katarar neyðst til þess að flytja inn mat og drykk með skipum og flugvélum. Áður en ríkið var beitt viðskiptaþvingunum komu um áttatíu prósent allra matvæla Katara frá ríkjunum fjórum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira