Tvöfaldur meistari frá Ólympíumóti fatlaðra, Liam Malone, segist ætla að nýta tæknina til þess að geta hlaupið hraðar en fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt.
Malone vann 200 og 400 metra hlaup á Ólympíumótinu í Ríó. Það vantar á hann báða fæturna og hann hleypur því með gervifætur.
Heimsmet Bolt í 100 metra hlaupi er 9,58 sekúndur og sett árið 2009. Það er metið sem Malone ætlar að slá.
„Ég er að stefna á 9,4 sekúndur,“ segir hinn 23 ára gamli Malone en hann stefnir á að ná þessum árangri á næstu þremur árum. Skiptir engu þó hann geri það ólöglega.
„Tæknin mun gera það að verkum að ég næ þessu. Ég geri það ekki á Ólympíumóti fatlaðra enda snýst þetta ekki um neinar reglur heldur hraða og tíma. Ég ætla mér að ná þessum árangri.“
Fatlaður íþróttamaður ætlar að hlaupa hraðar en Bolt
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
