Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs síðar á árinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2017 08:10 Kosið verður um sameiningu Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs í nóvember næstkomandi. Fulltrúar bæjanna segja að efla þurfi stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Frá því í september á síðasta ári hafa sveitarfélögin rætt sameiningu og vonast er til að kosið verði um það nú í nóvember. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir að þessi umræða hafi verið viðvarandi ansi lengi. „Bæjarfulltrúar í þessum sveitarfélögum hér ræddu saman fyrir rúmlega ári síðan, um það hvort ætti að fara að skoða þessa sameiningu hér.“ Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, segir marga sjá það í svolítið rómantísku ljósi að þessir bæir munu byggjast saman. „Ég sjálfur er ekki alveg að sjá það. Ég held að þetta verði – ef þessi sveitarfélög sameinast – að þetta verði tveir sterkir byggðakjarnar sem munu spila og starfa saman í einu sveitarfélagi.“ Sveitarfélögin eru lík í uppbyggingu og svipað stór. Garður með um fimmtán hundruð íbúa og Sandgerði með sautján hundruð íbúa. „Að mínu mati snýst þetta fyrst og fremst um stjórnsýsluna, efla hana og auka þjónustu við íbúana,“ segir Magnús. Til að mynda þurfi að efla póst- og bankaþjónustu og fá heilsugæslu. „Við á Suðurnesjum höfum upplifað einstakan tíma síðustu tvö ár. Mikil fjölgun. Bara í mínu sveitarfélagi, Sandgerði, það var það sveitarfélag þar sem fjölgaði mest á síðasta ári, rúm átta prósent fjölgun íbúa. Við erum að takast á við ýmis vaxtaverkefni sem eru bæði flókin og erfið en líka spennandi. Spennandi tímar til að takast á við. Hvernig ætlum við að veita þjónustu, hvar og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Kosið verður um sameiningu Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs í nóvember næstkomandi. Fulltrúar bæjanna segja að efla þurfi stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Frá því í september á síðasta ári hafa sveitarfélögin rætt sameiningu og vonast er til að kosið verði um það nú í nóvember. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir að þessi umræða hafi verið viðvarandi ansi lengi. „Bæjarfulltrúar í þessum sveitarfélögum hér ræddu saman fyrir rúmlega ári síðan, um það hvort ætti að fara að skoða þessa sameiningu hér.“ Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, segir marga sjá það í svolítið rómantísku ljósi að þessir bæir munu byggjast saman. „Ég sjálfur er ekki alveg að sjá það. Ég held að þetta verði – ef þessi sveitarfélög sameinast – að þetta verði tveir sterkir byggðakjarnar sem munu spila og starfa saman í einu sveitarfélagi.“ Sveitarfélögin eru lík í uppbyggingu og svipað stór. Garður með um fimmtán hundruð íbúa og Sandgerði með sautján hundruð íbúa. „Að mínu mati snýst þetta fyrst og fremst um stjórnsýsluna, efla hana og auka þjónustu við íbúana,“ segir Magnús. Til að mynda þurfi að efla póst- og bankaþjónustu og fá heilsugæslu. „Við á Suðurnesjum höfum upplifað einstakan tíma síðustu tvö ár. Mikil fjölgun. Bara í mínu sveitarfélagi, Sandgerði, það var það sveitarfélag þar sem fjölgaði mest á síðasta ári, rúm átta prósent fjölgun íbúa. Við erum að takast á við ýmis vaxtaverkefni sem eru bæði flókin og erfið en líka spennandi. Spennandi tímar til að takast á við. Hvernig ætlum við að veita þjónustu, hvar og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira