HM í sundi er haldið í Búdapest í Ungverjalandi í ár og eigum við Íslendingar keppendur á mótinu.
Bryndís Rún Hansen, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synda fyrir Íslands hönd á mótinu.
Bryndís Rún keppti í morgun í 100m flugsundi og synti á 1:01,32 mín og varð í 32. sæti af 50 keppendum í undanrásunum.
Besti tími Bryndísar er 1:00,33 mín en Íslansmetið er tími Söru Blake Bateman 0:59,87mín sem hún setti á Ólympíuleikunum í London árið 2012.
Á morgun mun Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í 100m bringusundi klukkan 10:00. Dagskrá mótsins má finna hér.
Bryndís Rún keppti fyrst Íslendinganna á HM í sundi sem hófst í dag
Elías Orri Njarðarson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn


Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
