Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 12:16 Ísólfur Gylfi Pálmason er sveitarstjóri Rangárþings eystra. Vísir/Vilhelm Bílastæðagjald hefur verið tekið upp við Seljalandsfoss og verður fjármagnið nýtt til uppbyggingar innviða við fossinn. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. Sveitarstjórn Rangárþings eystra og Landeigendafélag Seljalandsfoss standa sameiginlega að gjaldtökunni. Gjald fyrir hvern bíl er 700 krónur og þrjú þúsund krónur fyrir rútur á hvern sólarhring. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Seljalandsfoss ár hvert en talið er að þeir hafi verið í kringum fimm hundruð þúsund talsins í fyrra.Full þörf á úrbótum Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir að í ljósi þessa mikla fjölda sé full þörf á úrbótum við fossinn. Sveitarfélagið sjálft hafi verið um þrjátíu milljónum króna í starfsemina en segist ekki geta svarað til um hvað sé gert ráð fyrir að miklir fjármunir komi inn með gjaldtökunni. „Við ætlum að nýta þá peninga sem koma inn til uppbyggingar við Seljalandsfoss þannig að aðstaða verði þar betri og að sveitarfélagið sé ekki að verja peningum úr sveitarsjóði til þessarar starfsemi.“ Hann segir að til að mynda að salernisaðstaðan anni ekki öllum þessum fjölda. „Það koma mjög mikið af ferðamönnum og er til þess að gera léleg salernisaðstaða og þess háttar sem við höfum þó verið að bæta núna í ár. En við höfum fyrst og fremst talað um að nýta það fjármagn sem kemur inn til að geta eflt starfsemina á þessu svæði.“Verður gjaldtakan tímabundin? „Það hefur í sjálfu sér ekkert verið ákveðið um það en peningarnir sem inn koma verður fyrst og fremst varið til þess að laga aðstöðuna við Seljalandsfoss,“ segir Ísólfur Gylfi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Bílastæðagjald hefur verið tekið upp við Seljalandsfoss og verður fjármagnið nýtt til uppbyggingar innviða við fossinn. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. Sveitarstjórn Rangárþings eystra og Landeigendafélag Seljalandsfoss standa sameiginlega að gjaldtökunni. Gjald fyrir hvern bíl er 700 krónur og þrjú þúsund krónur fyrir rútur á hvern sólarhring. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Seljalandsfoss ár hvert en talið er að þeir hafi verið í kringum fimm hundruð þúsund talsins í fyrra.Full þörf á úrbótum Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir að í ljósi þessa mikla fjölda sé full þörf á úrbótum við fossinn. Sveitarfélagið sjálft hafi verið um þrjátíu milljónum króna í starfsemina en segist ekki geta svarað til um hvað sé gert ráð fyrir að miklir fjármunir komi inn með gjaldtökunni. „Við ætlum að nýta þá peninga sem koma inn til uppbyggingar við Seljalandsfoss þannig að aðstaða verði þar betri og að sveitarfélagið sé ekki að verja peningum úr sveitarsjóði til þessarar starfsemi.“ Hann segir að til að mynda að salernisaðstaðan anni ekki öllum þessum fjölda. „Það koma mjög mikið af ferðamönnum og er til þess að gera léleg salernisaðstaða og þess háttar sem við höfum þó verið að bæta núna í ár. En við höfum fyrst og fremst talað um að nýta það fjármagn sem kemur inn til að geta eflt starfsemina á þessu svæði.“Verður gjaldtakan tímabundin? „Það hefur í sjálfu sér ekkert verið ákveðið um það en peningarnir sem inn koma verður fyrst og fremst varið til þess að laga aðstöðuna við Seljalandsfoss,“ segir Ísólfur Gylfi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar. 28. júní 2017 20:00