Sara Björk: Dickenmann er vanalega ekki svona gróf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2017 14:15 Sara Björk einbeitt á svip. vísir/tom Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, segir að það hafi verið erfitt að kyngja vonbrigðum gærdagsins; að tapa fyrir Sviss og fá svo staðfestingu á því að Íslandi ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit á EM. „Það hefur verið erfitt. Við settum okkur markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að það hafi ekki náðst,“ sagði Sara Björk í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu íslenska liðsins í dag. Leikurinn gegn Sviss var harður og okkar stelpur voru sumar hverjar vel merktar í leikslok. „Þær vissu að við spilum fast og þurftu að mæta okkur. Mér fannst það óþarflega mikið og ekkert sérstaklega „fair“. Við erum nokkrar merktar eftir þær. Við hefðum kannski átt að merkja þær aðeins meira,“ sagði Sara Björk. Hún er samherji Löru Dickenmann hjá Wolfsburg en sú svissneska hefði líklega átt að fá rauða spjaldið fyrir gróft brot á Dagnýju Brynjarsdóttur snemma leiks í gær.Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, slapp við rauða spjaldið og skoraði svo jöfnunarmark svissneska liðsins.vísir/getty„Hún er vanalega ekki svona gróf. Fyrir svona brot á maður að fá rautt spjald en við dæmum ekki leikinn, dómarinn verður að gera það,“ sagði Sara Björk sem talaði ekkert við Dickenmann eftir leik. Íslenska liðið hefur fengið frábæran stuðning á EM. Sara Björk segir erfitt að geta ekki fært íslensku stuðningsmönnunum betri úrslit. „Maður er stoltur og ánægður að fá þennan ótrúlega stuðning. Það er gott að hitta fólkið sitt eftir svona leik og brosað aðeins. Með svona stuðning vill maður gefa aðeins til baka. Það hefði verið skemmtilegra að vinna og gefa aðeins meira en þetta féll ekki alveg með okkur. Stuðningurinn er frábær sem hefur gert þetta að magnaðri ferð,“ sagði Sara Björk sem meiddist í leiknum í gær. En hverjar eru líkurnar á að hún verði með gegn Austurríki á miðvikudaginn? „Miklar. Ég verð orðin góð á miðvikudaginn. Ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði Sara Björk að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42 EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, segir að það hafi verið erfitt að kyngja vonbrigðum gærdagsins; að tapa fyrir Sviss og fá svo staðfestingu á því að Íslandi ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit á EM. „Það hefur verið erfitt. Við settum okkur markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að það hafi ekki náðst,“ sagði Sara Björk í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu íslenska liðsins í dag. Leikurinn gegn Sviss var harður og okkar stelpur voru sumar hverjar vel merktar í leikslok. „Þær vissu að við spilum fast og þurftu að mæta okkur. Mér fannst það óþarflega mikið og ekkert sérstaklega „fair“. Við erum nokkrar merktar eftir þær. Við hefðum kannski átt að merkja þær aðeins meira,“ sagði Sara Björk. Hún er samherji Löru Dickenmann hjá Wolfsburg en sú svissneska hefði líklega átt að fá rauða spjaldið fyrir gróft brot á Dagnýju Brynjarsdóttur snemma leiks í gær.Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, slapp við rauða spjaldið og skoraði svo jöfnunarmark svissneska liðsins.vísir/getty„Hún er vanalega ekki svona gróf. Fyrir svona brot á maður að fá rautt spjald en við dæmum ekki leikinn, dómarinn verður að gera það,“ sagði Sara Björk sem talaði ekkert við Dickenmann eftir leik. Íslenska liðið hefur fengið frábæran stuðning á EM. Sara Björk segir erfitt að geta ekki fært íslensku stuðningsmönnunum betri úrslit. „Maður er stoltur og ánægður að fá þennan ótrúlega stuðning. Það er gott að hitta fólkið sitt eftir svona leik og brosað aðeins. Með svona stuðning vill maður gefa aðeins til baka. Það hefði verið skemmtilegra að vinna og gefa aðeins meira en þetta féll ekki alveg með okkur. Stuðningurinn er frábær sem hefur gert þetta að magnaðri ferð,“ sagði Sara Björk sem meiddist í leiknum í gær. En hverjar eru líkurnar á að hún verði með gegn Austurríki á miðvikudaginn? „Miklar. Ég verð orðin góð á miðvikudaginn. Ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði Sara Björk að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42 EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Sjá meira
Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42
EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00
Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00
Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03
Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38
Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31