Sara Björk: Dickenmann er vanalega ekki svona gróf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2017 14:15 Sara Björk einbeitt á svip. vísir/tom Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, segir að það hafi verið erfitt að kyngja vonbrigðum gærdagsins; að tapa fyrir Sviss og fá svo staðfestingu á því að Íslandi ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit á EM. „Það hefur verið erfitt. Við settum okkur markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að það hafi ekki náðst,“ sagði Sara Björk í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu íslenska liðsins í dag. Leikurinn gegn Sviss var harður og okkar stelpur voru sumar hverjar vel merktar í leikslok. „Þær vissu að við spilum fast og þurftu að mæta okkur. Mér fannst það óþarflega mikið og ekkert sérstaklega „fair“. Við erum nokkrar merktar eftir þær. Við hefðum kannski átt að merkja þær aðeins meira,“ sagði Sara Björk. Hún er samherji Löru Dickenmann hjá Wolfsburg en sú svissneska hefði líklega átt að fá rauða spjaldið fyrir gróft brot á Dagnýju Brynjarsdóttur snemma leiks í gær.Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, slapp við rauða spjaldið og skoraði svo jöfnunarmark svissneska liðsins.vísir/getty„Hún er vanalega ekki svona gróf. Fyrir svona brot á maður að fá rautt spjald en við dæmum ekki leikinn, dómarinn verður að gera það,“ sagði Sara Björk sem talaði ekkert við Dickenmann eftir leik. Íslenska liðið hefur fengið frábæran stuðning á EM. Sara Björk segir erfitt að geta ekki fært íslensku stuðningsmönnunum betri úrslit. „Maður er stoltur og ánægður að fá þennan ótrúlega stuðning. Það er gott að hitta fólkið sitt eftir svona leik og brosað aðeins. Með svona stuðning vill maður gefa aðeins til baka. Það hefði verið skemmtilegra að vinna og gefa aðeins meira en þetta féll ekki alveg með okkur. Stuðningurinn er frábær sem hefur gert þetta að magnaðri ferð,“ sagði Sara Björk sem meiddist í leiknum í gær. En hverjar eru líkurnar á að hún verði með gegn Austurríki á miðvikudaginn? „Miklar. Ég verð orðin góð á miðvikudaginn. Ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði Sara Björk að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42 EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, segir að það hafi verið erfitt að kyngja vonbrigðum gærdagsins; að tapa fyrir Sviss og fá svo staðfestingu á því að Íslandi ætti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit á EM. „Það hefur verið erfitt. Við settum okkur markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að það hafi ekki náðst,“ sagði Sara Björk í samtali við Kolbein Tuma Daðason á æfingu íslenska liðsins í dag. Leikurinn gegn Sviss var harður og okkar stelpur voru sumar hverjar vel merktar í leikslok. „Þær vissu að við spilum fast og þurftu að mæta okkur. Mér fannst það óþarflega mikið og ekkert sérstaklega „fair“. Við erum nokkrar merktar eftir þær. Við hefðum kannski átt að merkja þær aðeins meira,“ sagði Sara Björk. Hún er samherji Löru Dickenmann hjá Wolfsburg en sú svissneska hefði líklega átt að fá rauða spjaldið fyrir gróft brot á Dagnýju Brynjarsdóttur snemma leiks í gær.Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, slapp við rauða spjaldið og skoraði svo jöfnunarmark svissneska liðsins.vísir/getty„Hún er vanalega ekki svona gróf. Fyrir svona brot á maður að fá rautt spjald en við dæmum ekki leikinn, dómarinn verður að gera það,“ sagði Sara Björk sem talaði ekkert við Dickenmann eftir leik. Íslenska liðið hefur fengið frábæran stuðning á EM. Sara Björk segir erfitt að geta ekki fært íslensku stuðningsmönnunum betri úrslit. „Maður er stoltur og ánægður að fá þennan ótrúlega stuðning. Það er gott að hitta fólkið sitt eftir svona leik og brosað aðeins. Með svona stuðning vill maður gefa aðeins til baka. Það hefði verið skemmtilegra að vinna og gefa aðeins meira en þetta féll ekki alveg með okkur. Stuðningurinn er frábær sem hefur gert þetta að magnaðri ferð,“ sagði Sara Björk sem meiddist í leiknum í gær. En hverjar eru líkurnar á að hún verði með gegn Austurríki á miðvikudaginn? „Miklar. Ég verð orðin góð á miðvikudaginn. Ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði Sara Björk að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42 EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00 Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00 Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03 Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38 Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Dagný Brynjarsdóttir var ekki sátt með dómarann í tapinu gegn Sviss í kvöld. 22. júlí 2017 19:42
EM í dag: Grátur og gnístan tanna á Tjarnarhæðinni Dómgæslan á mótinu fær sína gagnrýni en okkar menn líta líka raunsætt á hlutina. Af hverju hefur gengi liðsins hefur ekki verið betra, þ.e. stigasöfnunin þótt ekkert vanti upp á framlagið. 23. júlí 2017 10:00
Féllust í faðma á æfingu dagsins Við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu, segir Sif Atladóttir. 23. júlí 2017 13:00
Svona lítur maginn á Dagnýju út eftir tæklinguna frá fyrirliða Sviss Lara Dickenmann slapp með gult spjald þegar hún réðst á Dagnýju Brynjarsdóttur í gær. 23. júlí 2017 12:03
Freyr verður áfram með stelpurnar okkar eftir EM Ég hugsa ekki um neitt annað en það akkurat núna, segir landsliðsþjálfarinn. 23. júlí 2017 12:38
Hólmfríður: Ætlum að fara stoltar héðan af þessu móti Hólmfríður Magnúsdóttir segir það hafa verið frábær tilfinning að hafa komið inn á í leiknum við Sviss í gær á Evrópumótinu í Hollandi. 23. júlí 2017 13:31