Englendingar með öruggan sigur á Spáni Elías Orri Njarðarson skrifar 23. júlí 2017 20:41 Ensku stelpurnar að fagna marki Jordie Taylor visir/getty England sigraði Spán 2-0 í dag í D-riðli á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni. Englendingar völtuðu yfir skota 6-0 meðan að Spánn vann Portúgal 2-0. Englendingar byrjuðu leikinn af miklum krafti en strax á 2. mínútu leiksins skoraði Francesca Kirby og kom Englandi yfir í leiknum. Stórfurðulegt atvik kom svo upp á 6. mínútu leiksins þegar að Millie Bright skoraði með skalla eftir aukaspyrnu en var dæmd rangstæð, en á endursýningum virtist hún vera réttstæð. Spánverjar héldu boltanum miklu meira í leiknum en náðu ekki að skapa sér mikið af alvöru færum og þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan 1-0 fyrir Englandi. Síðari hálfleikur var eins og sá fyrri, leikmenn Spánar miklu meira með boltann en náðu ekki að koma boltanum í netið. Þegar að fimm mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma skoraði Jordie Taylor annað mark Englendinga og gerði út um leikinn. Fleiri urðu mörkin ekki og flottur sigur Englendinga staðreynd en þær sitja í efsta sæti D-riðils með 6 stig. Spánn situr í öðru sætinu með 3 stig og Portúgal á eftir þeim í því þriðja einnig með 3 stig. Skotland rekur svo lestina en þær eru stigalausar eftir tvo leiki. EM 2017 í Hollandi
England sigraði Spán 2-0 í dag í D-riðli á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni. Englendingar völtuðu yfir skota 6-0 meðan að Spánn vann Portúgal 2-0. Englendingar byrjuðu leikinn af miklum krafti en strax á 2. mínútu leiksins skoraði Francesca Kirby og kom Englandi yfir í leiknum. Stórfurðulegt atvik kom svo upp á 6. mínútu leiksins þegar að Millie Bright skoraði með skalla eftir aukaspyrnu en var dæmd rangstæð, en á endursýningum virtist hún vera réttstæð. Spánverjar héldu boltanum miklu meira í leiknum en náðu ekki að skapa sér mikið af alvöru færum og þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan 1-0 fyrir Englandi. Síðari hálfleikur var eins og sá fyrri, leikmenn Spánar miklu meira með boltann en náðu ekki að koma boltanum í netið. Þegar að fimm mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma skoraði Jordie Taylor annað mark Englendinga og gerði út um leikinn. Fleiri urðu mörkin ekki og flottur sigur Englendinga staðreynd en þær sitja í efsta sæti D-riðils með 6 stig. Spánn situr í öðru sætinu með 3 stig og Portúgal á eftir þeim í því þriðja einnig með 3 stig. Skotland rekur svo lestina en þær eru stigalausar eftir tvo leiki.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti