Hætti hjá sama félaginu í annað skipti á einni viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2017 22:30 Antonio Cassano. Vísir/Getty Ítalski knattspyrnumaðurinn Antonio Cassano er einu sinni sem oftar kominn í fréttirnar fyrir furðulega hegðun sína. Eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum þá hefur leit hans að nýju liði verið frekar farsakennd síðustu daga. Cassano hefur nefnilega á örfáum dögum, samið við Hellas Verona og í framhaldinu hætt tvisvar hjá félaginu. Það er löngu vitað að þessi fyrrum leikmaður Roma, Real Madrid, AC Milan og Internazionale er öflugur fótboltamaður. Það eru hæfileikar til staðar en andlegi þátturinn hefur alltaf verið til vandræða. Hellas Verona samdi við Antonio Cassano 10. júlí síðastliðinn en félagið er nýliði í ítölsku deildinni á næstu leiktíð. Það liðu ekki nema átta dagar þar til að Cassano tilkynnti að hann hefði ákveðið að setja skóna upp á hilluna en aðeins fjórum tímum síðar tók hann takkaskóna aftur af hillunni. Það leit því út fyrir að hann ætlaði að standa við samninginn sinn og spila með liðinu á komandi tímabili en núna hefur komið upp annað vandamál. Eiginkonan hans og fjölskylda ætla ekki að flytja með honum til Verona heldur búa áfram í Genóaborg þar sem hann lék síðast með Sampdoria. Það eru 290 kílómetrar á milli Verona og Genóa og Cassano er ekki tilbúinn að vera svo langt frá fjölskyldunni sinni. Hann hefur því tilkynnt Hellas Verona að hann sé hættur, aftur. Samkvæmt frétt Football Italia þá hafa þeir eftir eiginkonunni að Antonio Cassano sé að leita sér að nýja félagi nær Genóa. Cassano ætlar seint að fullorðnast og er alltaf líklegur til að koma sér og sínum í einhver vandræði. Það gæti orðið erfitt fyrir hann að sleppa undan undirrituðum samningi við Hellas Verona en hver veit, kannski eru forráðamenn Hellas Verona búnir að fá alveg nóg af kappanum þótt að enn sé talsvert í að tímabilið hefjist. Ítalski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn Antonio Cassano er einu sinni sem oftar kominn í fréttirnar fyrir furðulega hegðun sína. Eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum þá hefur leit hans að nýju liði verið frekar farsakennd síðustu daga. Cassano hefur nefnilega á örfáum dögum, samið við Hellas Verona og í framhaldinu hætt tvisvar hjá félaginu. Það er löngu vitað að þessi fyrrum leikmaður Roma, Real Madrid, AC Milan og Internazionale er öflugur fótboltamaður. Það eru hæfileikar til staðar en andlegi þátturinn hefur alltaf verið til vandræða. Hellas Verona samdi við Antonio Cassano 10. júlí síðastliðinn en félagið er nýliði í ítölsku deildinni á næstu leiktíð. Það liðu ekki nema átta dagar þar til að Cassano tilkynnti að hann hefði ákveðið að setja skóna upp á hilluna en aðeins fjórum tímum síðar tók hann takkaskóna aftur af hillunni. Það leit því út fyrir að hann ætlaði að standa við samninginn sinn og spila með liðinu á komandi tímabili en núna hefur komið upp annað vandamál. Eiginkonan hans og fjölskylda ætla ekki að flytja með honum til Verona heldur búa áfram í Genóaborg þar sem hann lék síðast með Sampdoria. Það eru 290 kílómetrar á milli Verona og Genóa og Cassano er ekki tilbúinn að vera svo langt frá fjölskyldunni sinni. Hann hefur því tilkynnt Hellas Verona að hann sé hættur, aftur. Samkvæmt frétt Football Italia þá hafa þeir eftir eiginkonunni að Antonio Cassano sé að leita sér að nýja félagi nær Genóa. Cassano ætlar seint að fullorðnast og er alltaf líklegur til að koma sér og sínum í einhver vandræði. Það gæti orðið erfitt fyrir hann að sleppa undan undirrituðum samningi við Hellas Verona en hver veit, kannski eru forráðamenn Hellas Verona búnir að fá alveg nóg af kappanum þótt að enn sé talsvert í að tímabilið hefjist.
Ítalski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjá meira