Foreldrar skátadrengja ósáttir eftir ræðu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 12:28 Stór hluti skátanna á mótinu í gær virtist taka vel í málflutning forsetans umdeilda. Vísir/AFP Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur fengið að heyra það frá reiðum foreldrum eftir að Donald Trump forseti fór um víðan völl um stjórnmál og fleira í ræðu á stóru skátamóti í gær. Ræða Trump hefur vakið töluverða furðu. Forsetinn nýtti tækifærið þegar hann ávarpaði 35.000 skáta á aldrinum 12-18 ára á móti í Vestur-Virginíu til að ráðast á Hillary Clinton, Barack Obama og ýja að svæsnum sögum um vini sína. Facebook-síða Skátahreyfingar Bandaríkjanna fylltist í kjölfarið af athugasemdum frá foreldrum skáta sem voru á mótinu og annarra. Þeir hafa einnig látið í sér heyra á öðrum samfélagsmiðlum. „Ég er komin með nóg af skátunum eftir að ykkur fannst að þið þyrftuð að láta barnið mitt hlusta á lygara fóðra egóið sitt,“ skrifaði eitt foreldrið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Who at @boyscouts thought that having an unpredictable, ranting lunatic speak to children was a good idea? I'd pull my son out. #Shame— Lori (@seagal_lori) July 24, 2017 Segjast ekki styðja flokka eða frambjóðendur Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur varið sig eftir ræðuna og segja talsmenn hennar að hún sé óháð flokkum og styðji enga stjórnmálastefnu, vöru, þjónustu, frambjóðanda eða hugmyndafræði. Löng hefð sé fyrir því að fá forseta til að tala á skátamótinu. Fyrir skátamótið höfðu skipuleggjendur þess óskað eftir því að þátttakendur höguðu sér virðulega. Báðu þeir um að skátarnir hrópuðu ekki slagorð sem heyrðust í kosningabaráttunni hjá Trump eins og „Byggðu vegginn“ og „Læsið hana inni“ til að valda ekki óþarfa spennu á meðal þátttakenda.Sjá einnig:Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Í rúmlega hálftíma langri ræðu fékk Trump skátana aftur á móti til að baula, fagna og kyrja slagorð á meðan hann hellti sér yfir það sem hann kallar gervifréttir, Hillary Clinton og Barack Obama. Spurði hann skátana meðal annars hvort að Obama hefði nokkru sinni mætt á skátamót þegar hann var forseti. Hrópuðu skátarnir „Nei!“ á móti. Obama ávarpaði skátamótið hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað árið 2010. Hann var sjálfur skáti, ólíkt Trump.Gagnrýnendur segja óviðeigandi að forsetinn hafi messað yfir ungum drengjum um stjórnmál og ráðist á pólitíska andstæðinga.Vísir/AFP„Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar“Grínaðist forsetinn einnig með að reka Tom Price, heilbrigðisráðherra sinn, sem var á sviðinu með honum ef honum tækist ekki að fá ný sjúkratryggingalög samþykkt í Bandaríkjaþingi. Þá sagði hann sögu af öðrum fasteignakóngi, manni að nafni William Levitt, sem Trump sagði að hefði selt fyrirtækið sitt fyrir stórfé og virtist gefa í skyn að hefði lifað svæsnu lífi. „Hann fór og keypti sér stóra snekkju og hann lifði mjög áhugaverðu lífi. Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hann gerði, ætti ég að segja ykkur það? Æi, þið eruð skátar en þið þekkið hvernig lífið er, þið þekkið lífið. Sjáið ykkur, hver hefði trúað að þið væruð skátar, ekki satt?“ sagði Trump við upphaf langrar sögu um Levitt. Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur fengið að heyra það frá reiðum foreldrum eftir að Donald Trump forseti fór um víðan völl um stjórnmál og fleira í ræðu á stóru skátamóti í gær. Ræða Trump hefur vakið töluverða furðu. Forsetinn nýtti tækifærið þegar hann ávarpaði 35.000 skáta á aldrinum 12-18 ára á móti í Vestur-Virginíu til að ráðast á Hillary Clinton, Barack Obama og ýja að svæsnum sögum um vini sína. Facebook-síða Skátahreyfingar Bandaríkjanna fylltist í kjölfarið af athugasemdum frá foreldrum skáta sem voru á mótinu og annarra. Þeir hafa einnig látið í sér heyra á öðrum samfélagsmiðlum. „Ég er komin með nóg af skátunum eftir að ykkur fannst að þið þyrftuð að láta barnið mitt hlusta á lygara fóðra egóið sitt,“ skrifaði eitt foreldrið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Who at @boyscouts thought that having an unpredictable, ranting lunatic speak to children was a good idea? I'd pull my son out. #Shame— Lori (@seagal_lori) July 24, 2017 Segjast ekki styðja flokka eða frambjóðendur Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur varið sig eftir ræðuna og segja talsmenn hennar að hún sé óháð flokkum og styðji enga stjórnmálastefnu, vöru, þjónustu, frambjóðanda eða hugmyndafræði. Löng hefð sé fyrir því að fá forseta til að tala á skátamótinu. Fyrir skátamótið höfðu skipuleggjendur þess óskað eftir því að þátttakendur höguðu sér virðulega. Báðu þeir um að skátarnir hrópuðu ekki slagorð sem heyrðust í kosningabaráttunni hjá Trump eins og „Byggðu vegginn“ og „Læsið hana inni“ til að valda ekki óþarfa spennu á meðal þátttakenda.Sjá einnig:Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Í rúmlega hálftíma langri ræðu fékk Trump skátana aftur á móti til að baula, fagna og kyrja slagorð á meðan hann hellti sér yfir það sem hann kallar gervifréttir, Hillary Clinton og Barack Obama. Spurði hann skátana meðal annars hvort að Obama hefði nokkru sinni mætt á skátamót þegar hann var forseti. Hrópuðu skátarnir „Nei!“ á móti. Obama ávarpaði skátamótið hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað árið 2010. Hann var sjálfur skáti, ólíkt Trump.Gagnrýnendur segja óviðeigandi að forsetinn hafi messað yfir ungum drengjum um stjórnmál og ráðist á pólitíska andstæðinga.Vísir/AFP„Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar“Grínaðist forsetinn einnig með að reka Tom Price, heilbrigðisráðherra sinn, sem var á sviðinu með honum ef honum tækist ekki að fá ný sjúkratryggingalög samþykkt í Bandaríkjaþingi. Þá sagði hann sögu af öðrum fasteignakóngi, manni að nafni William Levitt, sem Trump sagði að hefði selt fyrirtækið sitt fyrir stórfé og virtist gefa í skyn að hefði lifað svæsnu lífi. „Hann fór og keypti sér stóra snekkju og hann lifði mjög áhugaverðu lífi. Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hann gerði, ætti ég að segja ykkur það? Æi, þið eruð skátar en þið þekkið hvernig lífið er, þið þekkið lífið. Sjáið ykkur, hver hefði trúað að þið væruð skátar, ekki satt?“ sagði Trump við upphaf langrar sögu um Levitt.
Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira