„Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:00 Frá opnunarathöfn mótsins í morgun. vísir/vilhelm Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. „Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi. Stúlkur og drengir, konur og menn á öllum aldri af ólíkum kynþáttum sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð, hafa ólíka menntun og félagslega stöðu. Við erum ólík en við höfum sameiginleg gildi; tryggð, virðingu, vináttu, umhyggju fyrir öðrum og hjálpsemi svo nokkur slík séu nefnd“, sagði Joao Consalves, formaður alheimsstjórnar skátahreyfingarinnar, í ávarpi sínu við opnunarathöfnina í morgun að því er fram kemur í tilkynningu. Skátamótið er eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar hér á landi í 100 ára sögu hennar og þá stefnir jafnframt í stærsta heimsmót eldri skáta sem haldið hefur verið frá því að fyrsta mótið fór fram árið 1931. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, á mismunandi stöðum um heiminn hverju sinni. Eftir opnunarathöfnina í morgun héldu skátarnir á ellefu miðstöðvar víðs vegar um landið. Miðstöðvarnar eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Skaftafelli, Vestmannaeyjum, Hveragerði og Hólaskjóli, og á Akureyri, Þingvöllum, Heimalandi, Selfossi og Akranesi. Flestir skátanna koma frá Bretlandi en þeir eru alls um 650 manns. Þá mæta 450 Ástralir, 360 Svisslendingar og 300 Brasilíumenn til leiks, 85 skátar frá Hong Kong og þá koma 15 frá Suður-Afríku. Mótið stendur til 2. ágúst. Tengdar fréttir Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00 Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01 Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. „Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi. Stúlkur og drengir, konur og menn á öllum aldri af ólíkum kynþáttum sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð, hafa ólíka menntun og félagslega stöðu. Við erum ólík en við höfum sameiginleg gildi; tryggð, virðingu, vináttu, umhyggju fyrir öðrum og hjálpsemi svo nokkur slík séu nefnd“, sagði Joao Consalves, formaður alheimsstjórnar skátahreyfingarinnar, í ávarpi sínu við opnunarathöfnina í morgun að því er fram kemur í tilkynningu. Skátamótið er eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar hér á landi í 100 ára sögu hennar og þá stefnir jafnframt í stærsta heimsmót eldri skáta sem haldið hefur verið frá því að fyrsta mótið fór fram árið 1931. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, á mismunandi stöðum um heiminn hverju sinni. Eftir opnunarathöfnina í morgun héldu skátarnir á ellefu miðstöðvar víðs vegar um landið. Miðstöðvarnar eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Skaftafelli, Vestmannaeyjum, Hveragerði og Hólaskjóli, og á Akureyri, Þingvöllum, Heimalandi, Selfossi og Akranesi. Flestir skátanna koma frá Bretlandi en þeir eru alls um 650 manns. Þá mæta 450 Ástralir, 360 Svisslendingar og 300 Brasilíumenn til leiks, 85 skátar frá Hong Kong og þá koma 15 frá Suður-Afríku. Mótið stendur til 2. ágúst.
Tengdar fréttir Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00 Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01 Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00
Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01
Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00