Fundu nýja flugutegund í rannsóknarleiðangri í Surtsey Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:55 Hér má sjá fluguna sem fannst í leiðangrinum. Talið er að hún sé af frittfluguætt. Hún hefur aldrei áður sést hér á landi. Erling Ólafsson Ný flugutegund fannst í Surtsey við rannsóknarleiðangur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn. Tegundin hefur aldrei áður sést hér á landi. Borgþór Magnússon, líffræðingur við Náttúrufræðistofnunina og leiðangursstjóri, segir í samtali við Vísi að flugan hafi líklega borist hingað til lands með suðrænum vindum. „Surtsey er náttúrulega syðsta eyja Íslands og næst meginlandinu og það voru nokkrar líkur á að það sem berst hingað með suðrænum vindum, að eitthvað af því komi þangað fyrst eða til Vestmannaeyja,“ segir Borgþór í samtali við Vísi.Grávíðir er einn nýjasti íbúi eyjunnar.Erling ÓlafssonNý víðitegund Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. Hann nefnir þó að síðustu ár hafi hægt á landnámi nýrra tegunda í eynni og segir að við því hafi verið að búast. Til að mynda er mjög lítið um nýjar fuglategundir. Hins vegar sé gróið svæði að aukast við það svæðið sem mávar halda sig helst. „Þar er komið mjög þétt og gróskumikið graslendi sem fuglinn viðheldur og það færist stöðugt út. Eyjan er að verða með árunum grónari og grónari. Gróðurfarið er farið að minna talsvert mikið á úteyjar Vestmannaeyjar þar sem eru sjófuglar,“ segir Borgþór.Þeir sem tóku þátt í leiðangrinum, f.v. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Matthías Viðar Alfreðsson, Pawel Wasowicz, Sune Linder, Borgþór Magnússon, Kristján Jónasson og Erling Ólafsson.Erling ÓlafssonEyjan minnkar Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá árinu 2008 og er friðuð. Farið er til Surtseyjar á hverju ári og þar er mikil söfnun í gangi. Fyrsta ferð var árið 1964 og þá dvöldu menn á eynni frá vori fram á haust. Nú gistir rannsóknarteymið í um það bil viku í senn. Þá sést að mikil breyting er á eyjunni í hvert sinn, þó ekki af mannavöldum. Eyjan er orðin meira en helmingi minni en hún var þegar gosi lauk. „Það sem maður undrast alltaf á er hvað hraunin sunnan á eynni eru brotgjörn. Maður sér alltaf á milli ára talsverðar breytingar. Það brotnar af hömrum og það falla þarna niður stórar spildur og gengur stöðugt á hana,“ segir Borgþór. Hann telur að hraunið muni hverfa á næstu hundrað til tvö hundruð árum en að móbergshæðir muni hins vegar standa í þúsundir ára. Hann segir að góðar líkur á því að það muni verða til nýjar eyjar áður en Surtsey hverfur. Þarna sé enn þá bullandi eldvirkni.Stærsta rannsóknin frá upphafi Í ágúst mun hefjast ný rannsókn í Surtsey og verður hún sú stærsta frá upphafi. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands. Þá verða boraðar tvær 200 metra og 300 metra holur og efnið úr þeim verður rannsakað. Markmið rannsóknarinnar er meðal annars að rannsaka myndun og þróun eldfjallaeyja. Þá verða sýni rannsökuð til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Holurnar sem verða boraðar verða síðan notaðar næstu áratugi sem neðanjarðarrannsóknarstöðvar til vöktunar, sýnatöku og tilrauna.Hér má sjá gróið land í Surtsey. Mávar halda þarna til.Borgþór Magnússon Dýr Surtsey Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Sjá meira
Ný flugutegund fannst í Surtsey við rannsóknarleiðangur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem farinn var 17. til 20. júlí síðastliðinn. Tegundin hefur aldrei áður sést hér á landi. Borgþór Magnússon, líffræðingur við Náttúrufræðistofnunina og leiðangursstjóri, segir í samtali við Vísi að flugan hafi líklega borist hingað til lands með suðrænum vindum. „Surtsey er náttúrulega syðsta eyja Íslands og næst meginlandinu og það voru nokkrar líkur á að það sem berst hingað með suðrænum vindum, að eitthvað af því komi þangað fyrst eða til Vestmannaeyja,“ segir Borgþór í samtali við Vísi.Grávíðir er einn nýjasti íbúi eyjunnar.Erling ÓlafssonNý víðitegund Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. Hann nefnir þó að síðustu ár hafi hægt á landnámi nýrra tegunda í eynni og segir að við því hafi verið að búast. Til að mynda er mjög lítið um nýjar fuglategundir. Hins vegar sé gróið svæði að aukast við það svæðið sem mávar halda sig helst. „Þar er komið mjög þétt og gróskumikið graslendi sem fuglinn viðheldur og það færist stöðugt út. Eyjan er að verða með árunum grónari og grónari. Gróðurfarið er farið að minna talsvert mikið á úteyjar Vestmannaeyjar þar sem eru sjófuglar,“ segir Borgþór.Þeir sem tóku þátt í leiðangrinum, f.v. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Matthías Viðar Alfreðsson, Pawel Wasowicz, Sune Linder, Borgþór Magnússon, Kristján Jónasson og Erling Ólafsson.Erling ÓlafssonEyjan minnkar Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá Unesco frá árinu 2008 og er friðuð. Farið er til Surtseyjar á hverju ári og þar er mikil söfnun í gangi. Fyrsta ferð var árið 1964 og þá dvöldu menn á eynni frá vori fram á haust. Nú gistir rannsóknarteymið í um það bil viku í senn. Þá sést að mikil breyting er á eyjunni í hvert sinn, þó ekki af mannavöldum. Eyjan er orðin meira en helmingi minni en hún var þegar gosi lauk. „Það sem maður undrast alltaf á er hvað hraunin sunnan á eynni eru brotgjörn. Maður sér alltaf á milli ára talsverðar breytingar. Það brotnar af hömrum og það falla þarna niður stórar spildur og gengur stöðugt á hana,“ segir Borgþór. Hann telur að hraunið muni hverfa á næstu hundrað til tvö hundruð árum en að móbergshæðir muni hins vegar standa í þúsundir ára. Hann segir að góðar líkur á því að það muni verða til nýjar eyjar áður en Surtsey hverfur. Þarna sé enn þá bullandi eldvirkni.Stærsta rannsóknin frá upphafi Í ágúst mun hefjast ný rannsókn í Surtsey og verður hún sú stærsta frá upphafi. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands. Þá verða boraðar tvær 200 metra og 300 metra holur og efnið úr þeim verður rannsakað. Markmið rannsóknarinnar er meðal annars að rannsaka myndun og þróun eldfjallaeyja. Þá verða sýni rannsökuð til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Holurnar sem verða boraðar verða síðan notaðar næstu áratugi sem neðanjarðarrannsóknarstöðvar til vöktunar, sýnatöku og tilrauna.Hér má sjá gróið land í Surtsey. Mávar halda þarna til.Borgþór Magnússon
Dýr Surtsey Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Sjá meira