Freyr: Austurríska liðið er alls ekki ólíkt því íslenska Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 11:30 Austurríki hefur komið skemmtilega á óvart. vísir/getty Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í síðasta leik sínum á EM 2017 í fótbolta en þær eru úr leik eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum. Austurríska liðið hefur komið skemmtilega á óvart en það vann Sviss, 1-0, í fyrstu umferðinni og gerði svo 1-1 jafntefli við Frakklandi í annarri umferð. „Þær hafa spilað þetta mót frábærlega vel eins og við áttum von á. Þetta er lið sem er algjörlega sátt við sinn leikstíl. Bæði leikmenn, þjálfarar og umhverfið í kringum liðið,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands. „Austurríki spilar taktískt mjög skemmtilega og á annan hátt heldur en flest lið. Þær spila 4-4-2 í sókn en verjast í 5-4-1. Austurríki spilar hápressu. Þegar boltinn verður á okkar vallarhelmingi fara þær í pressu.“Manuela Zinsberger, markvörður Austurríkis, er eitt mesta efni í heiminum.vísir/gettyEkkert á óvart „Þær eru að skora 50 prósent marka sinna úr föstum leikatriðum. Liðið er mjög sterkt í þeim. Það hefur svo gríðarlega öfluga framherja í fremstu röð sem nýta færin sín vel. Þetta er gríðarlega vel þjálfað lið sem hefur sterka liðsheild og spilar af krafti. Alls ekki ólíkt íslenska liðinu,“ segir Freyr. Íslenski hópurinn hefur verið að njósna um Austurríki í langan tíma eða síðan það var ljóst að liðin myndu mætast á EM. „Árangur Austurríkis kemur mér ekkert á óvart. Við höfum fylgst með þessu liði náið undanfarin misseri. Ég hitti þjálfara þess í vetur á UEFA-námskeiði og við ræddum austurríska kvennaboltann. Þetta lið hefur náð langt á síðustu þremur til fórum árum,“ segir Freyr.Freyr Alexandersson er hrifinn af því sem Austurríki er að gera.vísir/tomHugsa bara um okkur „Ég virði austurríska liðið mikið fyrir það sem það hefur gert og ég held að það mun halda áfram að þróast á næstu árum.“ Í fyrra unnu íslensku strákarnir þá austurrísku í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 og komu þannig í veg fyrir að Austurríki kæmist í útsláttarkeppnina. Íslensku stelpurnar geta gert það sama í kvöld en Freyr hugsar ekkert um það. „Ekki einu sinni hef ég hugsað um leikinn hjá karlaliðinu þegar það spilaði á móti Austurríki í júní í fyrra. Við erum ekki að einbeita okkur neitt að því sem Austurríki er að gera. Þeirra örlög eru í þeirra eigin höndum en við einbeitum okkur bara að því að spila fótbolta,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda varðar. Gunnhildur á sjö alsystkin sem öll eru mætt ásamt foreldrunum. 26. júlí 2017 07:00 Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30 Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í síðasta leik sínum á EM 2017 í fótbolta en þær eru úr leik eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum. Austurríska liðið hefur komið skemmtilega á óvart en það vann Sviss, 1-0, í fyrstu umferðinni og gerði svo 1-1 jafntefli við Frakklandi í annarri umferð. „Þær hafa spilað þetta mót frábærlega vel eins og við áttum von á. Þetta er lið sem er algjörlega sátt við sinn leikstíl. Bæði leikmenn, þjálfarar og umhverfið í kringum liðið,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands. „Austurríki spilar taktískt mjög skemmtilega og á annan hátt heldur en flest lið. Þær spila 4-4-2 í sókn en verjast í 5-4-1. Austurríki spilar hápressu. Þegar boltinn verður á okkar vallarhelmingi fara þær í pressu.“Manuela Zinsberger, markvörður Austurríkis, er eitt mesta efni í heiminum.vísir/gettyEkkert á óvart „Þær eru að skora 50 prósent marka sinna úr föstum leikatriðum. Liðið er mjög sterkt í þeim. Það hefur svo gríðarlega öfluga framherja í fremstu röð sem nýta færin sín vel. Þetta er gríðarlega vel þjálfað lið sem hefur sterka liðsheild og spilar af krafti. Alls ekki ólíkt íslenska liðinu,“ segir Freyr. Íslenski hópurinn hefur verið að njósna um Austurríki í langan tíma eða síðan það var ljóst að liðin myndu mætast á EM. „Árangur Austurríkis kemur mér ekkert á óvart. Við höfum fylgst með þessu liði náið undanfarin misseri. Ég hitti þjálfara þess í vetur á UEFA-námskeiði og við ræddum austurríska kvennaboltann. Þetta lið hefur náð langt á síðustu þremur til fórum árum,“ segir Freyr.Freyr Alexandersson er hrifinn af því sem Austurríki er að gera.vísir/tomHugsa bara um okkur „Ég virði austurríska liðið mikið fyrir það sem það hefur gert og ég held að það mun halda áfram að þróast á næstu árum.“ Í fyrra unnu íslensku strákarnir þá austurrísku í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 og komu þannig í veg fyrir að Austurríki kæmist í útsláttarkeppnina. Íslensku stelpurnar geta gert það sama í kvöld en Freyr hugsar ekkert um það. „Ekki einu sinni hef ég hugsað um leikinn hjá karlaliðinu þegar það spilaði á móti Austurríki í júní í fyrra. Við erum ekki að einbeita okkur neitt að því sem Austurríki er að gera. Þeirra örlög eru í þeirra eigin höndum en við einbeitum okkur bara að því að spila fótbolta,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda varðar. Gunnhildur á sjö alsystkin sem öll eru mætt ásamt foreldrunum. 26. júlí 2017 07:00 Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30 Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00
Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda varðar. Gunnhildur á sjö alsystkin sem öll eru mætt ásamt foreldrunum. 26. júlí 2017 07:00
Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30
Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00