Freyr: Austurríska liðið er alls ekki ólíkt því íslenska Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 11:30 Austurríki hefur komið skemmtilega á óvart. vísir/getty Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í síðasta leik sínum á EM 2017 í fótbolta en þær eru úr leik eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum. Austurríska liðið hefur komið skemmtilega á óvart en það vann Sviss, 1-0, í fyrstu umferðinni og gerði svo 1-1 jafntefli við Frakklandi í annarri umferð. „Þær hafa spilað þetta mót frábærlega vel eins og við áttum von á. Þetta er lið sem er algjörlega sátt við sinn leikstíl. Bæði leikmenn, þjálfarar og umhverfið í kringum liðið,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands. „Austurríki spilar taktískt mjög skemmtilega og á annan hátt heldur en flest lið. Þær spila 4-4-2 í sókn en verjast í 5-4-1. Austurríki spilar hápressu. Þegar boltinn verður á okkar vallarhelmingi fara þær í pressu.“Manuela Zinsberger, markvörður Austurríkis, er eitt mesta efni í heiminum.vísir/gettyEkkert á óvart „Þær eru að skora 50 prósent marka sinna úr föstum leikatriðum. Liðið er mjög sterkt í þeim. Það hefur svo gríðarlega öfluga framherja í fremstu röð sem nýta færin sín vel. Þetta er gríðarlega vel þjálfað lið sem hefur sterka liðsheild og spilar af krafti. Alls ekki ólíkt íslenska liðinu,“ segir Freyr. Íslenski hópurinn hefur verið að njósna um Austurríki í langan tíma eða síðan það var ljóst að liðin myndu mætast á EM. „Árangur Austurríkis kemur mér ekkert á óvart. Við höfum fylgst með þessu liði náið undanfarin misseri. Ég hitti þjálfara þess í vetur á UEFA-námskeiði og við ræddum austurríska kvennaboltann. Þetta lið hefur náð langt á síðustu þremur til fórum árum,“ segir Freyr.Freyr Alexandersson er hrifinn af því sem Austurríki er að gera.vísir/tomHugsa bara um okkur „Ég virði austurríska liðið mikið fyrir það sem það hefur gert og ég held að það mun halda áfram að þróast á næstu árum.“ Í fyrra unnu íslensku strákarnir þá austurrísku í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 og komu þannig í veg fyrir að Austurríki kæmist í útsláttarkeppnina. Íslensku stelpurnar geta gert það sama í kvöld en Freyr hugsar ekkert um það. „Ekki einu sinni hef ég hugsað um leikinn hjá karlaliðinu þegar það spilaði á móti Austurríki í júní í fyrra. Við erum ekki að einbeita okkur neitt að því sem Austurríki er að gera. Þeirra örlög eru í þeirra eigin höndum en við einbeitum okkur bara að því að spila fótbolta,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda varðar. Gunnhildur á sjö alsystkin sem öll eru mætt ásamt foreldrunum. 26. júlí 2017 07:00 Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30 Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í síðasta leik sínum á EM 2017 í fótbolta en þær eru úr leik eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum. Austurríska liðið hefur komið skemmtilega á óvart en það vann Sviss, 1-0, í fyrstu umferðinni og gerði svo 1-1 jafntefli við Frakklandi í annarri umferð. „Þær hafa spilað þetta mót frábærlega vel eins og við áttum von á. Þetta er lið sem er algjörlega sátt við sinn leikstíl. Bæði leikmenn, þjálfarar og umhverfið í kringum liðið,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands. „Austurríki spilar taktískt mjög skemmtilega og á annan hátt heldur en flest lið. Þær spila 4-4-2 í sókn en verjast í 5-4-1. Austurríki spilar hápressu. Þegar boltinn verður á okkar vallarhelmingi fara þær í pressu.“Manuela Zinsberger, markvörður Austurríkis, er eitt mesta efni í heiminum.vísir/gettyEkkert á óvart „Þær eru að skora 50 prósent marka sinna úr föstum leikatriðum. Liðið er mjög sterkt í þeim. Það hefur svo gríðarlega öfluga framherja í fremstu röð sem nýta færin sín vel. Þetta er gríðarlega vel þjálfað lið sem hefur sterka liðsheild og spilar af krafti. Alls ekki ólíkt íslenska liðinu,“ segir Freyr. Íslenski hópurinn hefur verið að njósna um Austurríki í langan tíma eða síðan það var ljóst að liðin myndu mætast á EM. „Árangur Austurríkis kemur mér ekkert á óvart. Við höfum fylgst með þessu liði náið undanfarin misseri. Ég hitti þjálfara þess í vetur á UEFA-námskeiði og við ræddum austurríska kvennaboltann. Þetta lið hefur náð langt á síðustu þremur til fórum árum,“ segir Freyr.Freyr Alexandersson er hrifinn af því sem Austurríki er að gera.vísir/tomHugsa bara um okkur „Ég virði austurríska liðið mikið fyrir það sem það hefur gert og ég held að það mun halda áfram að þróast á næstu árum.“ Í fyrra unnu íslensku strákarnir þá austurrísku í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 og komu þannig í veg fyrir að Austurríki kæmist í útsláttarkeppnina. Íslensku stelpurnar geta gert það sama í kvöld en Freyr hugsar ekkert um það. „Ekki einu sinni hef ég hugsað um leikinn hjá karlaliðinu þegar það spilaði á móti Austurríki í júní í fyrra. Við erum ekki að einbeita okkur neitt að því sem Austurríki er að gera. Þeirra örlög eru í þeirra eigin höndum en við einbeitum okkur bara að því að spila fótbolta,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda varðar. Gunnhildur á sjö alsystkin sem öll eru mætt ásamt foreldrunum. 26. júlí 2017 07:00 Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30 Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00
Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda varðar. Gunnhildur á sjö alsystkin sem öll eru mætt ásamt foreldrunum. 26. júlí 2017 07:00
Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 26. júlí 2017 10:30
Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00